Náttúran

Líf ljónsins er stutt og grimmilegt

Gleymið öllu um litlu sætu ljónin í Disney-myndunum og sakleysislega systkinatogstreitu meðal þeirra. Í raun og veru ríkja morðóðar drengjasveitir á gresjunni sem svífast einskis í því skyni að velta úr sessi ríkjandi leiðtoga.

BIRT: 26/12/2023

Hávær öskur rjúfa þögnina.

 

Konungur ljónanna, karlljónið C-Boy, stendur uppi á hæðardragi þar sem við honum blasir Seronera-fljótið í miðjum Serengeti-þjóðgarðinum. Frammi fyrir honum eru fjögur fullvaxta karlljón sem sýna á sér tennurnar og beittar klærnar.

 

Vísindamennirnir að baki verkefninu Serengeti Lion Project sem stundað hafa rannsóknir á ljónum þjóðgarðsins allt frá árinu 1978, hafa kallað hópinn „The Killers“ síðan meðlimir hans myrtu á grimmilegan hátt þrjár ljónynjur.

 

Neðst í hæðinni er að finna aðra fimm meðlimi ljónahjarðarinnar hans C-Boy sem kallast einu nafni Jua Kali. Hitt karldýrið í hjörðinni, Hildar, hafði skömmu áður komist undan drápsljónunum og hann haltrar um særður. Hvolparnir hans C-Boy liggja í felum inni í háu grasinu.

Ljónakonungurinn C-Boy og dyggur skjaldsveinn hans, Hildar (t.h.), á meðan þeir tveir ríktu enn saman yfir Jua-Kali-hjörðinni.

Rykið dreifist til allra átta á meðan ljónin fjögur keppast við að bíta í afturendann á C-Boy og hrygg hans. Ekki líður á löngu áður en ljós feldurinn á C-Boy er orðinn rauður af blóði.

 

Ljónakonungurinn sem er fjögurra vetra gamall, öskrar af öllum lífs og sálar kröftum og reynir að dangla í óvini sína með loppunni. Bardaginn er hins vegar glataður. Eftir einnar mínútu grimmilegar árásir staulast hinn helsærði C-Boy á brott, niðurlægður og hrakinn á brott frá hjörð sinni.

 

Nú þegar kónginum hefur verið steypt af stóli öðlast „The Killers“ yfirráð yfir Jua Kali-hjörðinni. Ljónshvolparnir eiga aldrei eftir að sjást á lífi aftur. Að öllum líkindum hafa nýju ljónakonungarnir murkað úr þeim lífið.

 

Nú þegar hvolparnir eru á bak og burt, verða ljónynjurnar fljótt eðlunarfúsar á nýjan leik og ekki líður á löngu áður en „The Killers“ hafa feðrað sitt eigið got.

Veiðihandbók ljónanna – Fyrirsát

Einfaldasta ráðið er að laumast upp að bráðinni og þeirri aðferð beita stök ljón iðulega. Heilu hjarðirnar geta þó einnig tamið sér að veiða úr launsátri.

Ljónið felur sig á bak við gróður og læðist upp að bráðinni. Laumugangur þessi getur staðið yfir tímunum saman.

Þegar ljónið er í um 30 metra fjarlægð skýtur það upp kryppu.

Ljónið tekur undir sig öflugt stökk, kemur bráðinni á óvart og bítur hana á barkann.

Ljón drepa hvert annað af handahófi

Oft heyrist því fleygt að kettir eigi níu líf en þetta á þó engan veginn við um afríska ljónið. Fjórðungur allra ljónshvolpa er drepinn af óvinaljónum en takist þeim hins vegar að lifa af og koma upp ljónahjörð eiga þau stöðugt á hættu að verða fyrir árásum ungljónahópa í morðham.

 

Karldýrunum stafar aðallega hætta af öðrum karlljónum, svo og auðvitað manninum. Þetta skýrir að sama skapi hvers vegna villt ljón verða yfirleitt ekki eldri en átta til tíu ára gömul, þó svo að dýr í ófrelsi geti orðið helmingi eldri.

 

Í dýragörðum gilda frumskógarlögmálin ekki og þar er engin ástæða til að berjast um það hver sé yfir öll hin ljónin settur, því fæðuskortur gerir aldrei vart við sig meðal dýra sem lifa í ófrelsi.

Ljónið er skapað fyrir eðlun og morð

Ærandi öskur, sjö cm langar tennur og gífurlegt samfaraúthald – það er ekki af engu sem ljónið kallast konungur dýranna.

Klærnar leynast undir húðfellingum

Afríkuljónið sýnir handvopnin einungis þegar það stendur frammi fyrir því að ráða niðurlögum bráðarinnar, klifra í trjám eða að þvinga kvendýr til mökunar. Á öllum öðrum tímum dragast klærnar inn í þófann þar sem húðfelling ver þær.

Dökkir makkar lifa lengst

Makkinn er mikilvægasta stöðutákn karldýrsins. Rannsóknir hafa leitt í ljós að ljón með dökka makka lifa lengur en ella og eignast lífvænlegri afkvæmi en þau sem eru útbúin ljósari makka.

Slagæðar bráðarinnar springa

Karlljón hafa yfir að ráða bitkrafti sem nemur 426 kg og eru fyrir bragðið með sterklegri kjálka en nokkur önnur dýr. Sjö cm löngum vígtönnunum er höggið ofan í hnakka bráðarinnar með þeim afleiðingum að slagæðarnar springa og beinin brotna.

Ljón sjá sexfalt betur en menn

Sjón ljónsins er þróaðri en við á um önnur skynfæri dýrsins en þess má geta að ljón geta komið auga á bráð í tveggja kílómetra fjarlægð. Þá sjá ljón að sama skapi sex sinnum betur en við mennirnir þegar dimma tekur.

Skynfrumur sjá fyrir ofursjón í myrkri

Háþróuð nætursjónin helgast fyrst og fremst af því að sjónhimna ljónsaugans hefur yfir að ráða langtum fleiri ljósnæmum skynfrumum, svokölluðum stöfum en við á um mennskt auga. Því fleiri stöfum sem augað býr yfir, þeim mun betri verður nætursjónin. Þá er einnig að finna hvíta rönd undir auganu sem endurkastar birtu.

Eðlun á 15 mínútna fresti

Ljónynjurnar eru einungis eðlunarfúsar í þrjá til fjóra daga í senn og í því skyni að tryggja sér að frjóvgun eigi sér stað eðlar karlinn sig með henni allt að 300 sinnum á því tímabili en þetta táknar að dýrin hafi samræði á fimmtán mínútna fresti. Hvert skipti stendur yfir í á að giska 20 sekúndur.

Ljónið er skapað fyrir eðlun og morð

Ærandi öskur, sjö cm langar tennur og gífurlegt samfaraúthald – það er ekki af engu sem ljónið kallast konungur dýranna.

Klærnar leynast undir húðfellingum

Afríkuljónið sýnir handvopnin einungis þegar það stendur frammi fyrir því að ráða niðurlögum bráðarinnar, klifra í trjám eða að þvinga kvendýr til mökunar. Á öllum öðrum tímum dragast klærnar inn í þófann þar sem húðfelling ver þær.

Dökkir makkar lifa lengst

Makkinn er mikilvægasta stöðutákn karldýrsins. Rannsóknir hafa leitt í ljós að ljón með dökka makka lifa lengur en ella og eignast lífvænlegri afkvæmi en þau sem eru útbúin ljósari makka.

Slagæðar bráðarinnar springa

Karlljón hafa yfir að ráða bitkrafti sem nemur 426 kg og eru fyrir bragðið með sterklegri kjálka en nokkur önnur dýr. Sjö cm löngum vígtönnunum er höggið ofan í hnakka bráðarinnar með þeim afleiðingum að slagæðarnar springa og beinin brotna.

Ljón sjá sexfalt betur en menn

Sjón ljónsins er þróaðri en við á um önnur skynfæri dýrsins en þess má geta að ljón geta komið auga á bráð í tveggja kílómetra fjarlægð. Þá sjá ljón að sama skapi sex sinnum betur en við mennirnir þegar dimma tekur.

Skynfrumur sjá fyrir ofursjón í myrkri

Háþróuð nætursjónin helgast fyrst og fremst af því að sjónhimna ljónsaugans hefur yfir að ráða langtum fleiri ljósnæmum skynfrumum, svokölluðum stöfum en við á um mennskt auga. Því fleiri stöfum sem augað býr yfir, þeim mun betri verður nætursjónin. Þá er einnig að finna hvíta rönd undir auganu sem endurkastar birtu.

Eðlun á 15 mínútna fresti

Ljónynjurnar eru einungis eðlunarfúsar í þrjá til fjóra daga í senn og í því skyni að tryggja sér að frjóvgun eigi sér stað eðlar karlinn sig með henni allt að 300 sinnum á því tímabili en þetta táknar að dýrin hafi samræði á fimmtán mínútna fresti. Hvert skipti stendur yfir í á að giska 20 sekúndur.

Utanaðsteðjandi hætta hefur mikil áhrif á lifnaðarhætti ljónanna. Andstætt við öll önnur stór kattardýr veiða og lifa ljónin í hópum. Vísindamenn telja þetta nána samstarf ekki einungis stafa af því að þannig reynist dýrunum auðveldara að afla fæðu.

 

Í raun réttri sýna rannsóknir að ljón sem veiða upp á eigin spýtur fá meiri fæðu en dýr sem stunda veiðar í stórum hópum sem t.d. samanstanda af 20-25 dýrum.

 

Félagslegt samneyti dýranna á einnig þátt í að tryggja að dýrategundin komist af. Ef ekki væri fyrir karldýr sem gætir ljónynjanna og hvolpanna gagnvart öðrum ljónum væri miklu meiri hætta á að dýrin misstu afkvæmi sín. Eilífur bardagi um völdin gerir það einnig að verkum að einungis sterkustu ljónin fá að maka sig með kvendýrunum.

 

Með þessu móti tryggir valdauppbyggingin innan hjarðarinnar að einungis vænlegustu erfðavísarnir berast áfram.

Veiðihandbók ljónanna – Bráðin umkringd

Stór ljónynjuhjörð vinnur saman þegar ætlunin er að umkringja bráð.

Kvendýrin nálgast í fylkingu.

Ljónin á hliðarvængnum fara í stórum sveig umhverfis dýrin til að koma aftan að bráðinni.

Ljónin nálgast dýrahjörðina úr báðum áttum. Dýrin eru nú umkringd og þeirra bíða þau óhjákvæmilegu örlög að lenda í klónum á ljóni.

Ljónin réðu ríkjum á jörðinni

Þegar karldýr á borð við C-Boy er gert brottrækt úr hjörðinni bíða þess erfiðleikar þar sem það þarf að kljást einsamalt við lífið. Karldýrin eru ekki sérlega vel til þess fallin að vinna bug á bráð án hinna reynslumeiri kvendýra og ef karlljón finna ekki fljótt nýja hjörð sem þau geta orðið hluti af, er hætt við að þau drepist úr hungri.

 

Til allrar hamingju er úr mörgum hjörðum að velja í Serengeti.

 

Í þjóðgarðinum lifa rösklega 3.000 ljón og er fyrir vikið um að ræða mestu ljónamergð á einum stað í heimi. Serengeti táknar „endalausar sléttur“ á Afríkumálinu masai og það má til sanns vegar færa að þessi 14.763 km2 stóri þjóðgarður virðist teygja sig út í það óendanlega.

 

Slétturnar hafa að geyma fleiri dýrategundir en nokkur annar staður í heimi. Þar er að finna ríflega tvær milljónir dýra af antílóputegund sem kallast gnýr, 500.000 gasellur og 250.000 sebrahesta en saman mynda dýr þessi gríðarstórt vistkerfi, ásamt 67 öðrum stórum spendýrategundum og ríflega 500 ólíkum fuglategundum.

 

Efst í fæðukeðjunni eru svo ljónin. An undanskildum 400 asískum ljónum í Girskóginum á Indlandi lifa öll ljón veraldar í Afríku, fyrir sunnan Sahara. Þannig hefur þessu þó ekki ætíð verið farið.

 

Fyrir 600.000 árum fluttu þessi stóru kattardýr sig um set alla leið frá Afríku til Indlands og áfram til Grikklands og Tyrklands. Fundist hafa 32.000 ára gamlar veggmyndir í franska hellinum Chauvet sem sanna að ljónið lifði enn fremur í Suður-Evrópu.

 

Í helli þessum er að finna ríflega 70 teikningar af ljónum og greiningar á steingervingum hafa leitt í ljós að evrópska ljónið var um fjórðungi stærra en Afríkuljónið.

 

Fyrir um 12.000 árum gerðu ný vopn og betrumbætt veiðitækni manninum kleift að veiða bráð sem aðeins ljón höfðu megnað að leggja að velli áður fyrr og áður en langt um leið voru rándýr þessi horfin með öllu frá Evrópu.

 

Nú er óttast að brátt kunni að verða úti um Afríkuljónið. Stofninn taldi um 200.000 ljón á heimsvísu fyrir einni öld en í dag er talið að einungis lifi um 23.000 dýr. Veiðiþjófar, skógarhögg, svo og bændur sem varðveita búfénað sinn, eru helstu ástæður þess að ljónin eru nú í þann veginn að þagna.

Náttúruleg búsvæði ljóna (rauð) hafa skroppið verulega saman frá árinu 1950.

Kvikmyndir sýna raunveruleikann

Til allrar hamingju er þó enn hægt að berja augum ljón úti í náttúrunni og hvergi gefst betri kostur til að sjá þessi tignarlegu rándýr en í Serengeti.

 

Í upphafi 10. áratugar 20. aldarinnar sendi kvikmyndaframleiðandinn Disney hóp teiknara til þjóðgarðsins í leit að hugmyndum fyrir teiknimyndina „Konungur ljónanna“ og árið 2019 var svo frumsýnd ný útgáfa kvikmyndarinnar. Í þeirri nýju var stuðst við þrívíddarmyndir sem sýna nákvæmar eftirlíkingar dýranna í stað tvívíddarteikninganna í eldri myndinni.

 

Uppbygging ljónahjarðar og valdahlutfallið í hjörðinni kemur mjög raunverulega fram í bíómyndinni. Stærð ljónahjarðar getur verið á bilinu tvö ljón og upp í 30 ólík ljón. Alla jafna er þó um að ræða fimm til sex ljónynjur og eitt eða tvö karldýr og fá engin önnur karlljón að eðla sig með kvendýrunum.

Nýja þrívíddarútgáfan af „Konungi ljónanna“ sýnir upprunalegu myndinni frá árinu 1994 mikinn sóma. Teiknararnir hafa endurgert stórfenglegt byrjunaratriðið þar sem ljónshvolpurinn er kynntur fyrir dýrunum í konungsríkinu.

Í Disney-myndinni erfist forystuhlutverkið frá föður til sonar en þannig er því engan veginn farið í raunveruleikanum. Öðru nær, því hvolparnir eru að jafnaði reknir úr hjörðinni þegar þeir ná tveggja til þriggja ára aldri.

 

Ungu karldýrin sameinast þá gjarnan bræðrum sínum eða frændum, í von um að þeim takist betur að lifa af í harðneskjufullri náttúrunni í hópi. Dauðahætturnar eru hins vegar á hverju strái.

 

Eigi karldýrið að komast af er vænsti kostur þess að finna hjörð með nægilega veikburða karlljóni sem leiðtoga sem hann svo getur unnið bug á. Bardagarnir enda iðulega á þann veg að sá sem í lægra haldi lýtur lætur lífið en sigurvegarinn getur þó ekki hrósað happi lengi.

 

Á einhverju stigi mun ný kynslóð karlljóna hópast saman og ráðast til atlögu við nýja forystudýrið. Þannig halda valdataflið og blóðug baráttan um forystusætið áfram út í það óendanlega.

Veiðihandbók ljónanna – Kænskubrögð

Einungis fáar ljónahjarðir megna að beita kænskubrögðum til að beina athyglinni annað við veiðar. Aðferðina sem slíka þarf að æfa og þróa og hún krefst nákvæmrar samvinnu.

Tvö ljónanna laumast aftur fyrir bráðina og fela sig í gróðrinum.

Jafnframt þessu nálgast tvö önnur ljón bráðina mjög augljóslega hinum megin frá og ræna athyglinni.

Ljónin tvö fyrir aftan ráðast til atlögu við bráðina á meðan hún horfir beint fram fyrir sig.

Ljónakonungur varð hundgamall

Ljónakonungurinn C-Boy lifði það raunar af að vera velt úr sessi. Alls þremur árum eftir blóðugt uppgjörið við „The Killers“ komu vísindamennirnir í Serengeti Lion verkefninu auga á C-Boy í nýrri ljónahjörð. Ljónynjurnar færðu honum fæðu og hann át sig saddan áður en önnur dýr fengu að nálgast fæðuna.

 

Konungurinn hafði greinilega eignast nýja hirð.

 

Árið 2018 var ævintýrið hins vegar á enda hjá C-Boy en þá fannst hann dauður rétt hjá hjörð sinni. Ljónakonungurinn náði 14 ára aldri.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: ANDREAS EBBESEN JENSEN

© Michael Nichols/Nat Geo Image Collection,© Oliver Larsen, Getty Images, ,

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Alheimurinn

Hvernig myndast gull?

Lifandi Saga

Leið nasista til valda í Þýskalandi

Alheimurinn

Stjörnuskífa finnst í framandi stjörnuþoku

Náttúran

Hvað ef allar örverurnar hyrfu?

Náttúran

Hundategundin ræður litlu um hegðun hunda

Heilsa

Deyr maður úr svefnleysi?

Lifandi Saga

Hvernig varð Rússland svona stórt?

Maðurinn

Svona gróa sár

Tækni

Gervigreindin getur nú spáð fyrir um líf og dauða

Maðurinn

Þannig þekkjast félagsblindir

Lifandi Saga

Dr. Kellogg rak út djöfulinn með kornflexi 

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is