Hver voru völd kvenna á víkingatímanum?

Íslendingasögur og fornleifafundir sýna að norrænar konur á tímum víkinga höfðu meiri réttindi en kynsystur þeirra höfðu annars staðar í heiminum.

Á víkingatímanum voru það karlmennirnir sem voru við völd.

 

En norrænar konur voru sterkar og sjálfstæðar og höfðu meiri réttindi heldur en kynsystur þeirra höfðu annars staðar í Evrópu. Sem dæmi gat víkingakona valið sér eiginmann og einnig farið fram á skilnað, væri hún ekki sátt við ráðahaginn.

 

Íslendingasögurnar greina frá margvíslegum reglum varðandi skilnað sem sýna að réttarstaða kvenna var sterk. Til dæmis gat kona krafist skilnaðar yrði hún þrisvar sinnum fyrir ofbeldi af hálfu eiginmannsins og eins ef hann sinnti ekki kynferðislegum þrám hennar í þrjú ár.

Konur fóru einnig í stríð

Dagsdaglega snérist líf konunnar um heimilisverkin og búgarðinn sem hún bar ábyrgð á, þegar karlarnir héldu í víking. Konan sá þannig um að koma uppskerunni í hús, gæta fjölskyldunnar og sinna viðhaldi húsakostsins.

 

Bæði Íslendingasögurnar og fornleifafundir benda til að sumar konur hafi barist með karlmönnum en líklega hafa þær ekki verið margar.

 

Rannsóknir á fornleifum úr haugum og gröfum benda til að konur hafi gegnt virðingarstöðum í samfélaginu.

 

Í sumum gröfum kvenna hafa fundist verðmætir hlutir eins og t.d. pelsar, skartgripir og kistlar.

 

Í mörgum öðrum gröfum eru konur og menn lögð til hvíldar með samskonar munum sem bendir til að þau hafi verið jafn rétthá og lagt sitt af mörkum til að tryggja velsæld fjölskyldunnar.

 

Brjóstnælurnar voru steyptar úr bronsi og jafnan fagurlega skreyttar.

  • Nælur voru notaðar til halda formi kjólsins og einnig til að festa sjalið yfir axlirnar. Milli brjóstnælanna hengdu konurnar oft hálskeðjur með perlum úr rafi, lituðu gleri, silfri eða beinum.

 

  • Innri kyrtill kvennanna var skósíður, eins og skokkur. Skokkurinn var aðsniðinn og honum haldið í formi með stroffum. Sjali var brugðið yfir axlirnar og það fest með nælum.

 

  • Karlmenn á víkingatímanum klæddust jafnan línbuxum (úr hör) og hálfsíðum kyrtli. Efnið var ofið úr efnum staðarins eins og ull og hör en konurnar sáu alfarið um þann starfa.

 

  • Hárið kann að hafa skipt víkinga miklu. Alla vega hafa kambar gerðir úr beini og tré verið hvað algengastir í forleifauppgröftum frá víkingatímanum.

 

 

Birt 10.09.2021

 

 

 

Emrah Sütcü & Bue Kindtler-Nielsen

 

Lestu einnig:

(Visited 1.073 times, 1 visits today)

Tengdar Greinar

FULLUR AÐGANGUR AÐ VEFNUM Í 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR

PRÓFAÐU 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR