Af hverju eru vélinda og barki svo nálægt hvort öðru?

Hefði framþróun líkamans ekki átt að verða á þann veg að vélinda væri betur aðskilið frá barka úr því að okkur getur reynst lífshættulegt að fá matarbita ofan í barkann?

Lestími: 3 mínútur

 

Op barkans er rétt upp við op vélindans í mönnum og landspendýrum.

 

Þessi staðsetning er einkar varhugaverð þegar við kyngjum mat því hann getur hæglega ratað á rangan stað.

 

Maturinn stendur þó að öllu jöfnu ekki í okkur, því svonefnt barkalok lokar fyrir barkann þegar við kyngjum.

 

Lífshættulegt ef matur stendur í okkur

 

Öðru hvoru bregst þetta gangvirki okkur og fæðan stendur í okkur.

 

Ef bitarnir eru stórir og hefta loftstreymið kann það beinlínis að verða okkur lífshættulegt.

 

Vandamálið væri ekki til staðar ef barkinn hefði greinst betur frá fæðuinntökunni í þróunarferli mannsins.

 

Lítið lok kemur í veg fyrir að matur berist niður í barkann

Meira að segja litlir matarbitar geta valdið óskunda í barkanum og ef slíkir bitar hefta loftstreymið getum við lent í lífsháska. Líkaminn hefur til allrar hamingju yfir að ráða nákvæmu kerfi sem sér um að loka barkanum þegar við kyngjum matarbita.

 

1. Þegar við drögum andann dregst saman lokuvöðvi efst í vélindanu. Svonefnt barkalok er þá uppi, sem táknar að lítið op milli raddbandanna sé opið og loft hafi greiðan aðgang að lungunum.

 

2. Þegar við kyngjum matarbita virkjast kyngiviðbrögð sem ýta barkalokinu yfir barkaopið þannig að fæðan komist ekki niður í barkann. Lokuvöðvinn í vélindanu verður slakur og maturinn kemst leiðar sinnar niður í vélindað. Að því loknu herpist lokuvöðvinn aftur og barkalokið lyftist upp, þannig að við getum dregið loft niður í lungun aftur.

 

Barkinn er sniðuglega útbúinn 

Þróunin sem við auglýstum eftir hefur sennilega ekki átt sér stað sökum þess að ókostirnir eru færri en kostirnir: Stóra holrúmið í nefi okkar og munni notum við til að hita upp loftið sem við öndum að okkur og ljá því raka, til þess að súrefnið hljóti greiðari upptöku í lungunum.

 

Ef okkur verður of heitt notum við loftið sem við öndum frá okkur til að kæla líkamann þegar við blásum frá okkur heitri gufu frá innra yfirborði nefs og munns.

 

Hvalir anda gegnum höfuðið

Hvalir eru þau sjávarspendýr sem aðlagast hafa best lífi í sjó.

 

Andstætt við seli eru hvalir með öndunarop á ofanverðu höfðinu þannig að þeir þurfa ekki að vera með allt höfuðið ofan sjávar til þess að fá loft í lungun.

 

Staðsetning öndunaropanna gerir það jafnframt að verkum að barkinn er alveg aðskilinn frá kverkunum. Þannig er hvölum síður hætt við að fá sjó ofan í öndunarfærin þegar þeir kafa.

 

Barki gagnast við að mynda hljóð

Þess ber einnig að geta að loftið sem við öndum frá okkur gagnast okkur við að mynda hljóð sem við notum í samskiptum. Þetta á einnig við um önnur landspendýr.

 

Loftið mótast fyrst þegar það fer í gegnum holrúm í nefi og munni og seinna þegar það fer fram hjá tungunni og vörunum.

 

Útöndunarloft getur þannig breyst í öll möguleg hljóð, allt frá lágværu tísti nagdýra yfir í hávært öskur ljóna og fjölbreytilegt mál okkar mannanna.

 

 

Birt: 21:11.2021

 

 

 

Lestu einnig:

(Visited 174 times, 1 visits today)

Tengdar Greinar

No Content Available

FULLUR AÐGANGUR AÐ VEFNUM Í 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR

PRÓFAÐU 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR