Náttúran

Útgáfa 1.0 úreltist fyrir 10.000 árum

Það tók að halla undan fæti þegar við gerðumst bændur í staðinn fyrir veiðimenn og nú á dögum er hönnun okkar aldeilis úrelt miðað við það líf sem við lifum, bæði líkami og sál haltra á eftir þróuninni í viðleitni við að laga sig að nútímalífi.

BIRT: 04/11/2014

Áður fyrr söfnuðum við rótum, ávöxtum og hnetum, eltum uppi margs konar bráð og veiddum fisk. Endrum og sinnum stálum við hræi frá stóru rándýrunum. Nú höldum við leiðar okkar vopnaðir kreditkortum í kæliborðum stórmarkaðanna.

 

Fyrir ekki svo löngu síðan fengum við ofgnótt af fersku lofti og hreyfingu. Nú til dags sitja flest okkar kyrr fyrir framan tölvu marga tíma dagsins. Líkamar okkar sem mótuðust á afrísku gresjunum ryðga eins og vélar sem standa ónotaðar. Veiðimanna/ safnara-forfeður fóru yfir mikil svæði og stundum liðu margar vikur áður en þeir rákust á nágranna.

 

Nú á dögum erum við innan um þúsundir ókunnugra og margir þeirra krefjast tíma okkar og nærveru. Líf sem veiðimaður og safnari fól í sér minna álag en lífið sem nú stýrist af dagatalinu. Við stritum mestan hluta dagsins og vikan er skipulögð eftir óskum vinnuveitandans. Það er ekki að ástæðulausu sem við óskum okkur stundum að komast aftur til náttúrunnar.

 

Á síðustu 10 þúsund árum hefur tilvera manna farið í gegnum margar byltingar. Fyrsta og mikilvægust þeirra var þróun landbúnaðar fyrir um 10 þúsund árum, sem hefur gjörbreytt lífsskilyrðum okkar. Öll okkar líkamsgerð með löngum fótleggjum, iljum með dempandi sóla og breiðum brjóstkassa er sem sköpuð fyrir göngur og hlaup í leitinni að plöntum og bráð. Við erum vissulega engir spretthlauparar og hungruð ljón og hlébarðar hafa vafalítið höggvið drjúg skörð í raðir okkar afrísku forfeðra. En við búum yfir miklu þoli. Með hraða sem nemur 8-9 km/klst. skörum við framúr á hlaupum og því hraðar sem við hlaupum, þess minni orku notum við á hvern km.

 

Samanborið við fjórfætt spendýr af svipaðri stærð notum við um helming orkumagns við hlaupin og skreflengdin er um metra lengri. Vel þjálfaðir hlauparar geta jafnvel sprengt hesta þegar hlaupið er daglangt.

 

Við erum því fæddir hlauparar, en við þurfum sjaldan á því að halda í nútímasamfélagi. Það er engin ástæða til að hlaupa þegar maður yrkir akurinn. Og það er örðugt að finna atvinnu þar sem hlaup eru mikilvægur þáttur.

 

Mataræði bóndans hefur gert okkur smá og veikburða

 

Við hreyfum okkur svo lítið að það getur komið niður á heilbrigði okkar. Við borðum okkur mett daglega þrátt fyrir litla áreynslu og fyrir vikið fitnum við. Í dag er offita að mati margra vísindamanna útbreiddari en vannæring.

 

Veiðimaðurinn-safnarinn gat aldrei verið viss um að veiðilukkan væri honum hliðholl. Þar kom að hungrið svarf að, jafnvel til lengri tíma. Getan til að safna fitu umhverfis innyflin og undir húðina var því heppileg aðlögun til geymslu á varaforða þegar ofgnótt matar var. En nú ógnar þessi snjalla lausn heilbrigðinu og við reiðum okkur á vísindin. Nú má fá margs konar lyf sem eiga að stuðla að þyngdartapi.

 

Kosturinn er heldur ekki samur. Þrátt fyrir að nóg sé af mat vegna landbúnaðar eru gæðin ekki sömu og hið magra kjöt og fiskur veiðimannsins, hinar trefjaríku rætur og hnetur með hollum fitusýrum. Á beinagrindum af innfæddum Ameríkubúum má sjá að bein þeirra minnkuðu eftir að landbúnaður kom til sögunnar, um allt að þriðjung. Beinagrindur sem grafnar hafa verið upp í Grikklandi og Tyrklandi sýna að meðalhæð manna minnkaði úr 178 sm í 160 með tilkomu landbúnaðar.

 

Kjöt varð vissulega sjaldnar á boðstólum (en öllu feitara samt) og stór hluti fæðunnar samanstóð af sterkjum úr fræjum og rótum.

 

Rannsóknir hafa sýnt að frá því að hafa fengið allt að 80% orkunnar úr ávöxtum og jurtum, féll magnið niður í um 20% meðal akuryrkjumanna sem borðuðu hins vegar mikið magn af sterkju úr korni, hrísgrjónum og maís. Einföld kolvetni og einhliða mataræði hefur sett mark sitt á bændurna. Tennur margra tóku að skemmast sem var fátítt innan veiðimanna-safnarasamfélagsins.

 

Bændurnir nutu heldur ekki hinnar trefjaríku fæðu safnaranna, sem varði þá t.d. gegn krabbameini í þörmum, og einnig fjölmargra ólíkra kolvetna, sem tók langan tíma fyrir líkamann að brjóta niður. Hrein sterkja og sykur ganga hraðar inn í blóðið og það fól í sér að insúlínframleiðsla komst í yfirvinnu eftir tilkomu landbúnaðar.

 

Insúlínframleiðsla okkar er hreint ekki aðlöguð að nútímafæði, en heldur sínu striki rétt eins og þegar við lifðum forðum, þar sem hunang var hreinasta sykurform sem fannst og þó afar fátítt. Ef þróunin heldur sem horfir mun drjúgur hluti mannkyns þurfa að reiða sig á lyfjameðferð. Áunnin sykursýki geisar nú sem faraldur um hinn vestræna heim og eins er hennar tekið að gæta í Indlandi og Afríku.

 

Annar möguleiki er að við snúum aftur til heilbrigðara lífernis með meiri hreyfingu og fjölbreyttara mataræði. Það mun einnig hjálpa okkur í baráttunni við hina skæðu hjarta- og æðasjúkdóma. En sé eitthvað að marka mennina þá reiðum við okkur líklega bara á læknavísindin – enn og aftur.

 

Ónæmiskerfið hefur til þessa farið í gegnum miklar breytingar með þróun manneskjunnar. Samlífið með vírusum, bakteríum, sníkjuormum og öðrum kvikindum hefur mótast rétt eins og vopnakapphlaup væri. Við höfum sjálf aukið á vandann með því að temja dýr og lifa nærri þeim. Ef við hefðum t.d. ekki haldið kindum og svínum saman á bóndabæjum, þyrftum við ekki að takast á við inflúensufaraldra sem geisa reglulega um heiminn og leggja fjölda manns að velli.

 

Við lifum á stöðugu viðbúnaðarstigi

 

Við höfum um milljón ára skeið lifað í litlum og erfðafræðilega náskyldum hópum.

 

Fyrir um 10 þúsund árum taldi mannkyn einungis um fáeinar milljónir sem dreifðust um heim allan. Með landbúnaði kom uppskeran og tamin húsdýr sem gátu brauðfætt fleiri manns á minna svæði en þurfti á veiðimannaskeiði steinaldar. Það fól í sér að við gátum búið þéttar saman sem veitti meira öryggi og þar kom að við tókum að setjast að í þorpum, skiptum með okkur verkefnum og þróuðum sérhæfð viðfangsefni.

 

Um þessar mundir telur mannkyn 6,7 milljarði manna og við þurfum að læra að bera okkur að í fjölmenningarsamfélagi, sem er ekki margra áratuga gamalt og þar sem leikreglurnar eru okkur ekki ætíð kunnar. Það er auðvelt að tileinka sér gamla fordóma og hreint og beint vísa á bug öllu því sem okkur er framandi. Jafnvel þegar við erum innan um fólk eins og okkur sjálf hrannast vandmálin upp. Það er ekki meira en 10 þúsund ár síðan stór þorp höfðu 100 íbúa sem mynduðu þann umheim sem fólk þekkti og var öruggt í. Nú til dags lifir mikill hluti mannkyns í milljónaborgum.

 

Áður gekk lífið í hægum takti og fólk vissi nokkurn veginn hvað var framundan næstu mánuðina. En í dag erum við undir stöðugum þrýstingi vegna markmiðssetninga vinnuveitenda og þurfum að þola margs konar samskipti sem eru okkur þvert um geð.

 

Álagið verður sífellt meira með tölvubyltingunni. Heimilin sjálf eru að verða að skrifstofum. Þetta stöðuga álag brýst svo út í margs konar sjúkdómum. Viðvarandi öryggisleysi og slæm samviska eykur á kvíða og dælir stresshormónum út í líkamann. Frá því áður að hafa verið heppileg óttaviðbrögð, er adrenalínsjokk nú orðið að sjúkdómseinkenni. Á gresjunum var langt á milli þeirra, enda ekki á hverjum degi sem ljón læddust upp að forfeðrum okkar.

 

Auk þess höfðum við heila sem gat með mikilli nákvæmni reiknað áhættuþætti í umhverfi. En undir stöðugu álagi þarf jafnvel skilvirkasti heili að gefast upp og eftirláta frumstæðari tilfinningu, eins og t.d. kvíða, að ná yfirhöndinni.

 

Við erum einfaldlega ekki í stakk búin til að umgangast milljónir meðbræðra, ekki heldur ókunnuga, sem krefjast sífellt meiri skilvirkni, eða fjölskyldumeðlima sem skyndilega krefjast óhlutstæðra gæða í staðinn fyrir kjöt og rætur sem mátti safna saman eða veiða inni í skóginum.

 

En þrátt fyrir að álag og aðrir sjúkdómar standi okkur fyrir þrifum eru þetta samt hughreystandi viðbrögð. Því svo lengi sem hægt er að ræða um líffræðileg ferli í líkama okkar er von fyrir framtíð okkar, enda geta ferlarnir mótast af þróuninni. Verið er að umraða mörgum genum okkar og nýjar og betri aðlaganir vegna stökkbreytinga að dreifast út meðal manna.

 

Menning

Vit og vitleysa: Þökk sé stjörnuspekinni-nei fræðinni

Alheimurinn

Kína yfirtekur bakhlið tunglsins

Alheimurinn

Kína yfirtekur bakhlið tunglsins

Náttúran

Hvernig komu skordýr fram á Jörðu?

Náttúran

Hvernig komu skordýr fram á Jörðu?

Heilsa

Of lítið af þessari fæðutegund á meðgöngu getur aukið hættuna á að barnið fái ADHD

Lifandi Saga

Hver var æpandi múmían?

Maðurinn

Er hægt að þreytast af fersku lofti?

NÝJASTA NÝTT

Lifandi Saga

7 óviðeigandi brandarar frá fornöld

Alheimurinn

Slær öll met:  Brúnn dvergur er heitari en sólin

Lifandi Saga

Hve fjölmennir eru rússnesku minnihlutahóparnir í Austur-Evrópu?

Lifandi Saga

Afþreying í gegnum tímann: Allt frá skylmingabardögum til sirkustrúða

Maðurinn

Þannig kemstu í gegnum þrep sorgarinnar

Heilsa

Sorg getur breyst í sjúkdóm

Maðurinn

Þátttakendur umbreyttust í böðla

Heilsa

Eyrnasuð: Þig langar ekki að upplifa það á tónleikum

Náttúran

Hættulegar moskítóflugur í Evrópu

Náttúran

Risasveppur er stærri en 100 fótboltavellir

Lifandi Saga

7 óviðeigandi brandarar frá fornöld

Alheimurinn

Slær öll met:  Brúnn dvergur er heitari en sólin

Lifandi Saga

Hve fjölmennir eru rússnesku minnihlutahóparnir í Austur-Evrópu?

Lifandi Saga

Afþreying í gegnum tímann: Allt frá skylmingabardögum til sirkustrúða

Maðurinn

Þannig kemstu í gegnum þrep sorgarinnar

Heilsa

Sorg getur breyst í sjúkdóm

Maðurinn

Þátttakendur umbreyttust í böðla

Heilsa

Eyrnasuð: Þig langar ekki að upplifa það á tónleikum

Náttúran

Hættulegar moskítóflugur í Evrópu

Náttúran

Risasveppur er stærri en 100 fótboltavellir

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Tækni

Óvinsæl flugsæti eru öruggust

Tækni

Óvinsæl flugsæti eru öruggust

Lifandi Saga

Búdda skapaði paradís – fyrir karla

Lifandi Saga

Búdda skapaði paradís – fyrir karla

Heilsa

Vísindamenn uppgötva óvænta orsök útbreiðslu krabbameins

Náttúran

Moskítóflugur: Hvað elska þær og hvað hata þær?

Maðurinn

Höfuðkúpan getur afhjúpað sjúkdóm

Lifandi Saga

Hreingerning í Þýskalandi:  Rætur nasisma átti að rífa upp með rótum

Vinsælast

1

Náttúran

Risasveppur er stærri en 100 fótboltavellir

2

Heilsa

Sorg getur breyst í sjúkdóm

3

Heilsa

Eyrnasuð: Þig langar ekki að upplifa það á tónleikum

4

Náttúran

Hættulegar moskítóflugur í Evrópu

5

Maðurinn

Þátttakendur umbreyttust í böðla

6

Náttúran

Hvernig komu skordýr fram á Jörðu?

1

Náttúran

Risasveppur er stærri en 100 fótboltavellir

2

Heilsa

Sorg getur breyst í sjúkdóm

3

Heilsa

Eyrnasuð: Þig langar ekki að upplifa það á tónleikum

4

Náttúran

Hættulegar moskítóflugur í Evrópu

5

Maðurinn

Þátttakendur umbreyttust í böðla

6

Menning

Vit og vitleysa: Þökk sé stjörnuspekinni-nei fræðinni

Náttúran

Óvænt uppgötvun á 130 ára gömlum tasmaníuúlfi

Tækni

Ormar spinna þræði sex sinnum sterkari en skothelt kevlarefni

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Maðurinn

Hve mikið gagnamagn rúmast í heilanum?

Alheimurinn

Hvað ef við höfum í raun fengið heimsóknir úr geimnum?

Læknisfræði

„Brennið í hvelvíti“: Alnæmi kallar fram það versta í Bandaríkjamönnum

Náttúran

Spendýr og eðlur skiptu um hlutverk

Náttúran

Hvernig brögðuðust risaeðlur?

Lifandi Saga

13 ódauðleg kveðjuorð

Maðurinn

Er hættulegt að halda í sér prumpinu?

Heilsa

Mold undir nöglum barna skiptir máli fyrir ónæmiskerfið

Lifandi Saga

England og Frakkland: Bestu óvinir í þúsund ár

7 óviðeigandi brandarar frá fornöld

Á þriðju öld eftir Krist skrifuðu tveir Grikkir niður 265 rómverska brandara. Safnið sem bar titilinn „Philogelos“ – „Ást á hlátri“, er það elsta í heimi og margir brandararnir standast enn tímans tönn. Hér færðu 7 af þeim bestu.

Lifandi Saga

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.