Skrifað af Fyrirbæri Menning og saga

Sofandi kona verður fyrir loftstein

Sum slys eru fáránleg. Önnur alls ólíkleg og einmitt slíkt slys átti sér stað þriðjudaginn 30. nóvember 1954 og gerði bandaríska konu svo víðfræga að blaðamenn sátu um hús hennar í marga daga.

Þetta furðulega óhapp átti sér stað um hádegisbilið þegar Ann Hodges hugðist leggja sig í smástund. Hún vaknaði við mikinn hávaða og fann fyrir verkjum í mjöðminni áður en hún uppgötvaði að steinn á stærð við greipaldin hafði brotist gegnum þak hússins. Steinninn hafði eyðilagt útvarp áður en hann lenti á henni og í fyrstu hélt Ann Hodges að börn væru þarna að verki. Þetta reyndist þess í stað vera 3,9 kg þungur loftsteinn úr geimnum.

Subtitle:
Old ID:
951
768
(Visited 16 times, 1 visits today)
Síðast breytt: september 17, 2019

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.