Hvernig getur kviknað í af sjálfu sér?

Stundum er talað um „sjálfsíkveikju“. Hvernig getur eldur kviknað af sjálfu sér?

Sjálfsíkveikja getur orðið mjög snögglega, t.d. þegar fosfór kemst í snertingu við súrefnið í loftinu.

 

Oftast tekur þetta þó lengri tíma og er afleiðing óheppilegrar blöndu efnaferla og of mikillar einangrunar.

 

Þannig getur eldur kviknað í klút sem er gegnvotur af olíu. Þegar olían gengur í efnasamband við súrefnið í loftinu myndast hitaorka og þar eð klúturinn sjálfur virkar sem einangrun lokast þessi hiti inni. Nái hitinn upp í kringum 200 gráður, kviknar í klútnum.

 

Í öðrum tilvikum eru það lífverur sem valda hitanum.

 

Þetta getur gerst í saggeymslu þar sem örverur nærast á saginu. Þetta lífræna ferli getur komið hitastigi í geymslunni upp í 60 gráður.

 

Slökkviliðsmenn kalla þetta sjálfhitun og hún er út af fyrir sig ekki hættuleg ein og sér, en svo mikill hiti getur komið af stað öðrum efnaferlum sem enn hækka hitastigið og leiða til bruna. Einkum er áhættan mikil ef súrefnisaðstreymi eykst skyndilega, svo sem ef geymsludyrnar eru opnaðar.

 

Sjálfsíkveikjur í korni, hálmi, viðarkurli eða sorpi mynda oft útbreidda glóð sem langan tíma getur tekið að slökkva. Koma má í veg fyrir slíka bruna með því halda hitastigi í geymsluhúsnæðinu undir ákveðnum mörkum, en þau mörk eru mismunandi eftir efnum.

 
 
(Visited 96 times, 1 visits today)

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.