Visit Sponsor

Skrifað af Dýr og plöntur Líffræði Náttúran

Hvernig komu skordýr fram á Jörðu?

Öll hryggdýr sem lifa á landi eru vissulega komin frá fiskum sem þróuðu útlimi og námu land fyrir meira en 360 milljón árum. Skordýr eiga sér þó aðra sögu. Hjá skordýrum situr stoðkerfið utan á. Þetta eru svonefnd liðdýr og skiptist líkami þeirra í þrjá hluta, rétt eins og þau hafa ætíð sex fætur.

Þegar hryggdýrin gengu á land voru önnur lífsform þegar þar til staðar. Plönturnar komu fyrir næstum 500 milljón árum, síðar fylgdu fyrstu liðdýrin eins og sporðdrekar og köngulær, og rétt á eftir þeim skordýrin fyrir meira en 400 milljón árum. Fræðimenn telja að skordýr hafi þróast út frá krabbadýrum í fjöruborðinu. Þar má enn þann dag í dag finna einhver elstu skordýr, nefnilega stökkmorin. Sum skordýr fengu seinna vængi sem mögulega hafa þróast út frá líffærum líkum tálknum. Skordýrin náðu skjótt mikilli útbreiðslu og þróuðust út í aragrúa mismunandi tegunda sem nýttu sér öll búsvæði í þessum nýja heimi.

Subtitle:
Fræðimenn telja jú að öll landdýr komi frá fiskum sem gengu á land, en hvaðan komu skordýrin?
Old ID:
589
431
(Visited 4 times, 1 visits today)
Síðast breytt: nóvember 21, 2019