Risaskjaldbaka reyndist ekki vera útdauð

Líffræðingar hafa fundið lifandi einstakling skjaldbökutegundar sem hingað til var talin útdauð. Uppgötvunin gefur vonir um að hægt sé að byggja upp stofninn að nýju.

Náttúran 

Lestími: 2 mínútur

 

Á Galapagoseyjunni Fernandina hafa líffræðingar fundið lifandi risaskjaldböku sem þeir héldu að hefði dáið út fyrir 115 árum.

 

Skjaldbakan fannst árið 2019 og nú hafa vísindamenn frá Yale birt DNA sýnin. Þetta er vissulega tegundin Chelonoidis phantasticus, sem hefur ekki sést síðan árið 1906.

 

Skjaldbakan er fullorðið kvendýr en líffræðingar hafa einnig fundið ummerki um fleiri dýr. Það gæti þýtt að stofninn sé fær um að byggja sig upp að nýju.

 

Fram að þessu héldu líffræðingar að risaskjaldbökur gætu aðeins lifað af  á eyjum þar sem þeir ættu enga óvini eða keppinauta. En það er ekki allskostar rétt, samkvæmt nýju ættartré sem vísindamenn hafa búið til út frá steingervingum.

 

Það sýnir að risaskjaldbökur hafa birst margoft í þróunarsögunni og oft á meginlandi Afríku, Asíu og Suður-Ameríku.

 

Risaskjaldbökur komu fyrst fram á landi. Það sýnir nýtt ættartré sem vísindamennirnir hafa búið til úr skjaldbökusteingervingum.                                                                                                                     © Markus Scholz/MLU

 

Tvær örstuttar um skjaldbökur

Einmana George var síðasti einstaklingurinn af  tegundinni Chelonoidis abingdoni. Risaskjaldbakan náði um það bil 100 ára aldri.

 

© COLLART Hervé / Sygma / Getty Images

Stórar skjaldbökur eru með ofurgen

Vísindamenn hafa kortlagt gen úr skjaldbökunni Einmana- Georg eða Lonesome George eins og hann kallaðist á ensku, sem dó árið 2012, um 100 ára gamall. Einmana-Georg lifði á eyjunni Pinta og var sá síðasti sinnar tegundar.

 

Rannsóknin sýndi að erfðavísar risaskjaldbaka veitir þeim sterkt ónæmiskerfi sem er einstaklega gott í að bæta DNA skemmdir og hindra vöxt krabbameinsfrumna.

 

Gopher skjaldbakan er sérstaklega mikilvæg skjaldbökutegund, en holur þeirra hýsa meira en 360 aðrar dýrategundir.

 

 

© Alamy / ImageSelect

Vísindamenn styðja við ungviðið

Líffræðingar frá Georgíu-ríki í Bandaríkjunum hafa sannað að ræktun á gopher skjaldbökum getur bjargað villtum stofni.

 

Vísindamennirnir söfnuðu og klöktu 145 eggjum, fóstruðu ungviðið þar til um eins árs aldur og slepptu þeim svo út í náttúruna. Ári síðar voru 70 % þeirra enn á lífi, sem má telja góðan árangur.

 

 

Birt 08.06.2021

 

 

JENS E MATTHIESEN

 

(Visited 991 times, 1 visits today)

Tengdar Greinar

FULLUR AÐGANGUR AÐ VEFNUM Í 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR

PRÓFAÐU 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR