Prótín gæti átt sök á heilasiggi

Kandískir vísindamenn halda því fram að sérstakt prótín í líkamanum geti verið orsök MS- taugasjúkdómsins. Uppgötvunin gæti gagnast við að þróa ný og betri lyf án aukaverkana.

BIRT: 07/05/2023

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Á heimsvísu þjást 2,3 milljónir af þeirri gerð MS-sjúkdómsins sem leggst á heilann.

 

Ónæmisfrumur komast í gegnum hinn svonefnda blóð-heila-múr og brjóta niður taugaslíður heilafrumnanna.

 

Nú hafa vísindamenn hjá Montrealháskóla í Kanada fundið prótín sem hjálpar ónæmisfrumunum að komast gegnum varnarmúrinn.

 

Prótín smygla hættulegri blöndu í heilann

Vísindamennirnir rannsökuðu hlutverk prótínsin ALCAM í músum með sambærilegan sjúkdóm.

 

Tilraunirnar sýndu að það voru einkum B-frumur ónæmiskerfisins sem prótínið smyglaði í gegn og að einmitt þær mýs sem voru með flestar B-frumur í heila sem sjúkdómurinn lék harðast.

 

Þegar lokað var fyrir prótínið hægði mjög á sjúkdómnum í músunum.

Við siggmyndun í heilanum komast ónæmisfrumur úr blóðinu inn í heilann og eyðileggja einangrun frumnanna

Ný lyf ráðast á prótín

Meðal lyfja sem notuð eru við MS-sjúkdómi í heila eru efni sem drepa B-frumurnar en það hefur þær alvarlegu aukaverkanir að líkaminn verður viðkvæmari fyrir sýkingum.

 

Hjá þessu væri hægt að komast ef mönnum tækist að þróa ný lyf sem réðust beint gegn ALCAM-prótíninu en léti B-frumurnar í friði.

BIRT: 07/05/2023

HÖFUNDUR: Jens Matthiesen

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Shutterstock, © National Institutes of Health (NIH)

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is