Á heimsvísu þjást 2,3 milljónir af þeirri gerð MS-sjúkdómsins sem leggst á heilann.
Ónæmisfrumur komast í gegnum hinn svonefnda blóð-heila-múr og brjóta niður taugaslíður heilafrumnanna.
Nú hafa vísindamenn hjá Montrealháskóla í Kanada fundið prótín sem hjálpar ónæmisfrumunum að komast gegnum varnarmúrinn.
Prótín smygla hættulegri blöndu í heilann
Vísindamennirnir rannsökuðu hlutverk prótínsin ALCAM í músum með sambærilegan sjúkdóm.
Tilraunirnar sýndu að það voru einkum B-frumur ónæmiskerfisins sem prótínið smyglaði í gegn og að einmitt þær mýs sem voru með flestar B-frumur í heila sem sjúkdómurinn lék harðast.
Þegar lokað var fyrir prótínið hægði mjög á sjúkdómnum í músunum.
Við siggmyndun í heilanum komast ónæmisfrumur úr blóðinu inn í heilann og eyðileggja einangrun frumnanna
Ný lyf ráðast á prótín
Meðal lyfja sem notuð eru við MS-sjúkdómi í heila eru efni sem drepa B-frumurnar en það hefur þær alvarlegu aukaverkanir að líkaminn verður viðkvæmari fyrir sýkingum.
Hjá þessu væri hægt að komast ef mönnum tækist að þróa ný lyf sem réðust beint gegn ALCAM-prótíninu en léti B-frumurnar í friði.