Mislukkaður stórhjóladreki

Af öllum þeim vopnum sem upp hafa verið fundin í sögunni er rússneski keisarabryndrekinn trúlega eitt hið merkilegasta.

Bryndrekinn var smíðaður 1914 og vóg um 40 tonn. Að framan voru tvö risavaxin hjól, 9 metrar í þvermál, en að aftan var eitt hjól, að vísu þrefalt en aðeins 1,5 m í þvermál. Afturhjólið var notað til að stýra. Stærð framhjólanna átti að tryggja að drekinn kæmist yfir allar hindranir.

En í fyrstu tilraun kom hins vegar í ljós að litla, þrefalda hjólið festist í gljúpum jarðvegi og vélaraflið var of lítið í hlutfalli við stærð farartækisins. Endalokin urðu þau að bryndrekanum var sundrað í brotajárn árið 1923.

Subtitle:
Old ID:
822
640
(Visited 17 times, 1 visits today)

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.