Skrifað af Orka og faratæki Tækni

Öldugjálfur skapar rafmagn í landi

Nýjasta hugmyndin um aðferð til að vinna orku úr sjávarbylgjum, líkist helst blendingi af ljósabekk og brauðrist. En fyrstu tilraunirnar undan strönd Orkneyja benda til að Oyster Wave Power-orkuverið eigi bjarta framtíð. Tilraunaverið hefur nefnilega skilað umtalsverðri raforku.

Eitt af lykilorðunum við þessa hönnun er einfaldleiki. Til að skapa búnað sem bæði stenst illviðri og getur endurtekið sömu hreyfingar í sífellu, hafa menn hjá Aquamarine Power, sem stendur að verkefninu, haldið flækjustiginu í algeru lágmarki. Búnaðurinn er ekki annað en undirstaða sem fest er í sjávarbotninn og fljótandi efri hluti sem þrýstist niður þegar öldu skolar yfir hann.

Þetta einfalda orkuvinnslutæki dælir vatni í gegnum hefðbundna vatnstúrbínu uppi á landi og hún snýr rafalnum. Af ýmsum ástæðum er heppileg fjarlægð frá landi um 500 metrar. Að hluta til verða leiðslurnar sem flytja sjóinn því viðkvæmari sem þær eru lengri og að hluta verður viðhaldið til muna auðveldara svo skammt frá landi. Við þetta bætist að Oyster-bylgjuverið virkar best á um 10 metra dýpi. Ölduhæðin er minni skammt frá landi en lengra úti á sjó, en engu að síður næg til að unnt sé að nýta hana. Ætlunin er að setja upp mörg smá bylgjuver saman, sem alls framleiði a.m.k. 100 MW á ári.

Subtitle:
Nýtt skoskt bylgjuver framleiðir mikla græna orku.
Old ID:
1246
1064
(Visited 16 times, 1 visits today)
Síðast breytt: september 17, 2019

Pin It on Pinterest

Share This

Fá þér
áskrift?

Við erum með fullt blað af spennandi greinum einsog þeim sem þú ert búin/n að vera að lesa og meira til.