Þó gras sé ekki eitrað og hægt að borða það er það langt frá því að vera ákjósanleg fæða fyrir mannfólk. Líkami okkar fær ekki mikla næringu úr fagurgrænum stráunum.
Gras samanstendur aðallega af flóknum trefjum eins og sellulósa, hemisellulósa og ligníni sem saman mynda u.þ.b. 85 prósent af þurrþyngdinni. Trefjarnar finnast í veggjum plöntufrumna og hjálpa til við að gera þær stífar og stöðugar þannig að þær halda örverum frá frumunum.
Stífleikinn gerir það að verkum að mjög erfitt er að brjóta trefjarnar niður og hafa magi okkar og þarmar ekki nauðsynleg ensím til að geta það.
Jórturdýr eins og kýr hafa hins vegar þróað sérstakt meltingarkerfi sem m.a. sem felur í sér fjóra maga og fjölda baktería til að brjóta niður og vinna orku úr þessum flóknu trefjum.
Ávextir og grænmeti innihalda einnig sellulósa, hemisellulósa og lignín en í töluvert minna magni. Til dæmis innihalda þroskaðir bananar aðeins 0,03 prósent lignín, 0,28 prósent sellulósa og 0,96 prósent hemisellulósa.
LESTU EINNIG
Gras slítur tönnunum
Gras er ekki bara erfitt að brjóta niður heldur reynir það líka á tennurnar. Auk þess að krefjast þess að það sé mikið tuggið hefur gras einnig tiltölulega mikið magn af kísil – steinefni sem hefur slípandi áhrif.
Til að bæta upp slitið hafa jórturdýr þróað kerfi þar sem tennurnar halda áfram að vaxa þegar þær slitna.