Alheimurinn

Gæti jörðin þornað upp?

Hve mikið vatn er að finna á jörðinni ef allt er talið með, líka sjór og jöklar? Og er þetta vatnsmagn óumbreytanlegt?

BIRT: 06/11/2023

Heildarvatnsmagn á jörðinni hefur verið breytilegt í jarðsögunni og er það enn.

 

Nú eru á jörðinni kringum 1.386 milljarðar rúmkílómetra af vatni. Inni í þessari tölu er vatn í heimshöfunum, stöðuvötnum og fljótum ásamt grunnvatni og vatnsgufu í gufuhvolfinu, líka það vatn sem er bundið í jöklum og á heimskautunum.

 

Á upphafstíma hnattarins, fyrir svo sem fjórum milljörðum ára, barst hingað mikið af vatni, þegar halastjörnur, að mestu úr ís, skullu á jörðinni. Slíkir atburðir urðu fágætari með tímanum og nú á tímum hverfur vatn af hnettinum smám saman.

 

Vetnisatóm sleppa frá jörðinni

Vatnstapið stafar af því að eindir sleppa annað veifið út úr gufuhvolfinu og út í geiminn. Einkum gildir þetta um vetnisfrumeindir sem eru allra frumeinda léttastar en bráðnauðsynlegar til að mynda vatnssameindir. Í hvert sinn sem vetnisfrumeind hverfur út í geiminn, missum við nauðsynlegt byggingarefni í vatnssameindir.

Vatn berst burt á þrennan hátt

Vatnsbirgðir jarðar þverra smám saman þegar vetnisfrumeindir sleppa út úr gufuhvolfinu.

1. Heitar frumeindir flýja

Vetnisfrumeindir geta hitnað nægilega mikið og náð þeim hraða og orku sem þarf til að losna úr gufuhvolfinu.

2. Segulsvið hjálpar

Rafhlaðnar vetnisjónir geta náð hraðferð upp á við meðfram segulsviðslínum jarðar. Sé hraðinn nægur halda þær áfram út í geiminn.

3. Loftsteinar auka hraða

Þegar loftsteinar skella inn í gufuhvolfið geta þeir ýtt við vetnisfrumeindum eða jafnvel vatnssameindum og skotið þeim út í geim.

Útreikningar sýna að við missum kringum þrjú kg af vetni á sekúndu. Með því áframhaldi verður vatn horfið af jörðinni eftir þrjá milljarða ára – en þó auðvitað því aðeins að nýjar birgðir berist ekki hingað.

 

Eldfjöll sækja vatn úr innviðum jarðar

Og meira vatn þarf reyndar ekki að berast utan úr geimnum. Það getur líka komið úr iðrum jarðar.

 

Á meira en 50 km dýpi er vatn bundið í bergkristöllum og það telst almennt ekki með. Sumt af þessu vatni hefur verið í hnettinum alla tíð en annað verður til á löngum tíma í samskiptum yfirborðsins og jarðskorpunnar.

 

Þegar landreksflekar renna inn undir aðra og bráðna, losnar vatn sem síðar berst upp á yfirborðið með eldgosum.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: NIELS HALFDAN HANSEN

© Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Alheimurinn

Merkúr: Plánetan án árstíða 

Náttúran

Topp 5 – Hvaða dýr hafa lengstar tennur?

Dýr

Svarta ekkjan deyðir með afar sterku ofureitri

Náttúran

Tilheyra dýr ólíkum blóðflokkum, líkt og menn?

Maðurinn

Er það virkilega rétt … að hægt sé að brjóta gler með röddinni?

Náttúran

Hvað verður um mann í lofttómu rúmi?

Maðurinn

Vísindamenn slá því föstu: Seigla er lykillinn að velgengni barna

Lifandi Saga

Kortagerðarmaður gerði jörðina flata – aftur

Lifandi Saga

Japanska Titanic gleymdist

Maðurinn

Vísindamenn kynna: Þessi einfaldi siður getur gert okkur hamingjusamari

Maðurinn

Stór rannsókn: Bresk fyrirtæki taka vel í fjögurra daga vinnuviku.

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is