Alheimurinn

Indverskt geimfar lenti á suðurpól tunglsins

Lendingin er stórt skref fyrir indverska geimferðaiðnaðinn

BIRT: 23/08/2023

Indverska geimfarið Chandrayaan-3 lenti á suðurpól tunglsins síðdegis á miðvikudag að íslenskum tíma. Þetta staðfesta upptökur frá indversku stjórnstöðinni.

 

Þetta er stór áfangi í sögu indverskra geimferða og gerist fjórum árum eftir að Indverjum mistókst að lenda svipuðu fari á sama stað. Það geimfar fórst í lendingu.

 

Aðeins viku fyrir þessa vel heppnuðu lendingu fórst rússneskt geimfar sem ætlað var að lenda á sömu slóðum.

 

Indverski leiðangurinn er talinn mikilvægur varðandi framtíðarrannsóknir á tunglinu og skiptir auðvitað miklu fyrir sjálfstraust Indverja sem rísandi geimveldis.

 

Fyrir lendinguna sagði Carla Filotica hjá fyrirækinu SpaceTec Partners að nú geti Indverjar rannsakað hvort vatn í ísformi sé að finna á tunglinu. Slík vitneskja verður mikilsverður hluti af þekkingu framtíðar á jarðfræði tunglsins.

 

Vatn á tunglinu getur haft mikla þýðingu fyrir geimferðir framtíðarinnar. Auk þess sem vatn nýtist til drykkjar má líka vinna úr því eldsneyti og súrefni.

 

Á Indlandi ríkti mikil spenna fyrir lendinguna. Stórar fyrirsagnir voru á forsíðum blaða og sjónvarpsstöðvar fylgdust með niðurtalningunni áður en geimfarið lenti heilu og höldnu.

 

Nú eru geimveldin orðin mun fleiri en þau voru þegar geimferðakeppni Sovétríkjanna og Bandaríkjanna stóð sem hæst fyrir meira en hálfri öld.

 

Kínverjar eru þegar búnir að koma upp stöðvum á bakhlið tunglsins og ekkert lát er á framgangi þeirra í geimnum. Fyrr á árinu reyndi japanskt einkafyrirtæki fyrir sér á sviði tunglferða og bæði Bandaríkjamenn og Rússar beina líka augum þangað.

 

„Almennt hefur áhugi á tunglferðum aukist, þar sem þess er vænst að menn muni innan tíðar stíga þar aftur fæti,“ segir Michael Linde-Vørnle stjarneðlisfræðingur og aðalráðgjafi hjá Tækniháskóla Danmerkur.

 

Og það er einmitt ætlun Bandaríkjamanna með hinni svonefndu Artemis-geimferðaáætlun sinni.

Ómannaða, indverska geimfarið Chandrayaan-3 lenti á suðurpól tunglsins síðdegis miðvikudaginn 23. júlí 2023.

Ekki fyllilega rannsakað

Michael Linde-Vørnle segir þrennt afar áhugavert varðandi tunglferðir á næstu árum.

 

Í fyrsta lagi nefnir hann að tunglið sé alls ekki fyllilega rannsakað, en það geti veitt okkur aukna þekkingu á sólkerfinu og þar með sögu og þróun okkar eigin plánetu. Svo hefur það líka verið draumsýn manna að koma upp bækistöðvum á tunglinu og geta þaðan rannsakað geiminn betur.

 

„Í þriðja lagi gætu svo auðlindir á tunglinu verið afar áhugaverðar fyrir jarðarbúa,“ segir stjarneðlisfræðingurinn.

 

Meðal annars á hann þá við léttari útgáfu af frumefninu helíum, sem kallast helíum 3, og er að finna í fíngerðu ryki á yfirborði tunglsins.

 

„Þegar sá tími kemur að mönnum tekst að þróa tækni til að virkja samrunaorku með helíum 3, verður það mikilvæg auðlind, sem færir jarðarbúum fullkomlega hreina og örugga orku.

 

Lending indverska geimfarsins Chandrayaan-3 á tunglinu, síðdegis þann 23 ágúst 2023, er sem sagt merkur áfangi á leið inn í framtíðina.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: /RITZAU/

© ISRO

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Náttúran

Jörðin eftir manninn: Svona munu leifar siðmenningar okkar hverfa

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Alheimurinn

Tvíburi Vetrarbrautarinnar finnst í útjaðri alheimsins

Lifandi Saga

Hvers vegna klæddust fangar röndóttum búningum í gamla daga?

Lifandi Saga

Af hverju er rússneskur bær í Noregi?

Jörðin

Leiða loftslagsbreytingar til fleiri jarðskjálfta?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is