Nýklaktir kjúklingar kunna að telja

Hugtakið „hænuhaus“ ber að nota af öllu meiri virðingu en gert hefur verið. Þetta sýna tilraunir sem dýraatferlisfræðingurinn Lucia Regolin, hjá háskólanum í Padova á Ítalíu, hefur gert á nýklöktum kjúklingum.

 

Regolin og félagar hennar notuðu tvo nákvæmlega eins pappírsskerma og plasthulstur af þeirri gerð sem er að finna í „kindereggjum“. Við hylkin voru límdar snúrur þannig að þau mátti flytja án þess að kjúklingarnir sæju höndina sem það gerði.

 

Framan við annan skerminn voru sett tvö hylki en þrjú við hinn. Hylkin voru svo dregin bak við skermana. Í ljós kom að kjúklingarnir völdu alltaf þann skerm þar sem fleiri hylki leyndust. Hæfnin til að telja hefur aldrei áður sést hjá svo ungum dýrum.

 
 
(Visited 22 times, 1 visits today)

Tengdar Greinar

FULLUR AÐGANGUR AÐ VEFNUM Í 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR

PRÓFAÐU 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR