Þótt aðeins lítill hundraðshluti af orkunotkun heimsins komi úr sólarorku, er hún engu að síður talin líkleg sem einn stærsti þátturinn í hinni grænu orkubyltingu.
Vísindamenn um allan heim eru því að leita lausna á stærstu vandamálunum sem þar koma við sögu.
Ein erfiðasta hindrunin felst í því að sólin skín bara á daginn en auk þess er fjöldi sólskinsstunda mjög breytilegur. Þess vegna hafa vísindamenn í áratugi reynt að þróa aðferðir til að senda sólþiljur út í geiminn og geta þannig nýtt sólarorkuna jafnt á nóttu sem degi allan ársins hring.
Nú hefur í fyrsta sinn tekist að vinna orku úti í geimnum og senda hana þráðlaust til jarðar. Frumgerð sólarorkuversins var send á braut um jörðu 3. janúar 2023.
Nú er orðið ljóst að ekki aðeins hefur tækið komist heilu og höldnu á áfangastað, heldur er raunverulega fært um að vinna sólarorku utan gufuhvolfsins og senda hana til jarðar sem mælanlegan straum. Til þess notar þetta litla orkuver létt, færanleg loftnet sem stýrt er af tölvuflögu.
Sjáðu hvernig vísindamenn stjórna ferð raforkunnar í geimnum:
Sólþiljunum verður komið á braut hátt ofan við gufuhvolfið og sólarorkunni umbreytt í straum sem aftur er breytt í örbylgjur sem sendar verða til jarðar.
Vísindamenn: Samrunaorkan kemur 2030
Bandarískir verkfræðingar lofa hreinni samrunaorku fyrir árið 2030. Það gæti orðið stórt skref í átt að grænni orku fyrir alla.
Þegar tæknin verður fullþróuð er ætlunin að sólþiljugarður úti í geimnum umbreyti sólarorkunni í rafstraum og síðan í örbylgjur sem sendar verða til jarðar, þar sem þeim verður á ný breytt í nýtanlegan rafstraum.