Tækni

Allir vildu eiga pýramída

Á 5.000 ára tímabili risu pýramídar víða um heim. Þeir voru ýmist reistir sem grafhýsi eða guðunum til dýrðar. Ef þú lest áfram muntu verða margs vísari um hvers vegna einmitt pýramídaformið náði slíkum vinsældum.

BIRT: 23/06/2024

Vissirðu að Spánverjar jöfnuðu pýramída Aztekanna við jörðu vegna þess að þeir voru á móti mannfórnum og að pýramídar Núbíanna voru háir og mjóir vegna þess að þeir notuðu krana til að byggja þá?

 

Komdu með okkur í uppgötvunarleiðangur um byggingarsögu pýramídanna sem árþúsundum saman voru stöðutákn konunga og keisara.

Pýramídar Egypta voru risavaxin grafhýsi

Fleiri þúsundir verkamenn unnu við byggingu Keopspýramídans með vöðvaaflinu einu og skábrautum.

Pýramídarnir í Giza

Keopspýramídinn í Egyptalandi er hið eina sem enn stendur af þeim sjö undrum veraldar sem forn-Grikkir skráðu sem markverðustu mannvirki í heimi.

 

Á árunum í kring um 2500 f.Kr. létu faraóinn Khufu (Cheops á grísku), arftaki hans Khafra (Chephren á grísku) og síðan arftaki hans, Menkaure (Mykerinos á grísku) allir reisa sér pýramída, gríðarstórar byggingar þar sem jarðneskum leifum þeirra var komið fyrir eftir dauða þeirra. Það átti meðal annars að tryggja endurupprisu þeirra í framhaldslífinu.

 

Sagnfræðingar í dag telja að þessi grafhýsi hafi ekki verið byggð af þrælum heldur þúsundum verkamanna sem hjuggu til tröllvaxnar steinblokkirnar og gerðu skábrautir úr jarðvegi til að draga þær á sinn stað í byggingunni.

Núbíar byggðu háa og mjóa pýramída

Í samanburði við hina þekktu pýramída í Giza eru núbískir pýramídar með lítinn grunnflöt og brattar hliðar, oft með allt að 70 gráðu halla.

Pýramídarnir í Súdan

Árið 747 fyrir krist lagði her Núbíu undir sig Egyptaland sem er norðan við Núbíu. Í 90 ár þar á eftir voru faraóar Egyptalands Núbíar og menning og saga Egypta hafði mikil áhrif á þá, ekki síst pýramídarnir.

 

Núbískir konungar létu reisa um það bil 255 pýramída í brennheitri eyðmerkursólinni þar sem Súdan er nú.

Þeir eru fáir sem geta gengið fram hjá gotneskri dómkirkju án þess að reigja dolfallnir höfuðið aftur, dáðst að snilligáfu byggingameistara miðalda og furðað sig á því hvernig þeir báru sig að.

Flestir eru þeir í hinni fornu höfuðborg þeirra, Meroe. Þar hvíla 40 drottningar, konungar og háttsettir embættismenn í hinum oddmjóu grafhýsum.

 

Núbíarnir notuðu einhvers konar krana við byggingu pýramídanna og vegna þess að armur krananna var ekki sérlega langur gat breidd pýramídanna ekki orðið mjög mikil. Þess vegna er grunnflötur þeirra lítill og hliðarnar brattar.

Blóðbað við Suður-amerísku pýramídana

Þekktasta pýramída Mayanna, Stóra pýramídann, í höfuðstað þeirra Tenochtitlán, eyðilögðu Spánverjar af því að þeim ofbauð að sjá mannfórnir Aztekanna sem þar voru stundaðar.

Í mörgum suður-amerískum bæjum trónuðu þreppýramídar sem oftast voru gerðir þannig að jarðvegi var hrúgað upp í kjarna byggingarinnar og hann síðan þakinn með sólþurrkuðum múrsteinum.

 

Öfugt við egypsku pýramídana voru pýramídar Aztekanna ekki grafhýsi heldur minnisvarðar, þar sem prestar færðu guðunum fórnir.

 

Spænska landkönnuðinum Bernal Diaz Castilli var verulega brugðið þegar hann árið 1521 varð vitni að mannfórnaathöfn við pýramídann í höfuðstaðnum Tenochtitlán (þar sem Mexíkóborg stendur nú).

 

„Það leið varla svo dagur að þeir fórnuðu ekki þrem, fjórum eða jafnvel fimm innfæddum og slitu hjartað úr þeim til að gefa guðum sínum“, skrifaði hinn stórhneykslaði Spánverji.

Rómverskur herforingi stal pýramídunum

Gajus Cestius tók þátt í herleiðangri í Núbíu árið 23 f.Kr. Þar sá hann pýramída og ákvað að láta gera sér sitt eigið grafhýsi.

Cestinus pýramídinn í Róm

Þann 2. september árið 31 f.Kr. komst Egyptaland í tísku í Róm þegar Octavian sigraði Kleópötru drottningu í sjóorrustu við Actium á austanverðu Miðjarðarhafi. Rómverjar voru fljótir að tileinka sér eitt og annað úr egypskri menningu, meðal annars byggðu þeir a.m.k. fjóra pýramída.

 

Í dag stendur aðeins einn þeirra. Það er hinn 36 metra hái Cestinus-pýramídi sem var byggður árið 12 f.Kr. sem grafhýsi fyrir embættismanninn Gajus Cestinus.

 

Þegar pýramídar Rómverja voru síðar rifnir niður varð þessi eini að hluta af nýjum borgarvegg umhverfis Róm. Þess vegna stendur pýramídinn í dag við neðanjarðarlestastöðina Piramide.

 

Pýramídinn er steinsteyptur og klæddur með múrsteinum og marmara. Á hann er grafin áletrun á latínu þar sem segir að bygging hans hafi tekið 330 daga.

Kínverskir pýramídar huldir öldum saman

Í nágrenni bæjarins Xi´an í Shaanxi héraði í norður Kína hafa fornleifafræðingar fundið um 40 pýramídalöguð grafhýsi hulin gróðri.

Kínversku pýramídarnir

Árið 1947 birtist í bandarísku dagblaði frásögn af flugmanninum James Gaussman sem hafði í einhverri af flugferðum sínum í seinni heimsstyrjöldinni séð pýramída einhvers staðar í Kína.

 

Og mikið rétt. Á næstu árum fundu kínverskir fornleifafræðingar fjölda fornra grafhýsa sem öldum saman höfðu verið hulin gróðri.

Listinn yfir sjö undur veraldar til forna hefur alvarlegan galla: Sex af sjö byggingarafrekunum sem Forngrikkjar heilluðust af er ekki lengur að finna. Því ákvað svissneski auðkýfingurinn Bernard Weber árið 2001 að standa fyrir kosningu á netinu. 

Pýramídar þessir voru gerðir úr leðju og leir og féllu því afar vel inn í umhverfið. Megnið af grafhýsunum hafa ekki enn verið grafin upp, þar á meðal það þekktasta og stærsta. Það er 76 metra hátt og Qin Shi Huangdi, fyrsti keisari Qin-ættarinnar lét reisa það á árunum 221-206 fyrir Krist.

 

Árið 1874 fundu bændur á svæðinu hina heimskunnu „terrakotta hermenn“. Þeir eru um 8.000 og standa þarna líklega til að verja keisarann og grafhýsi hans.

Babýlóníumenn byggðu guðunum til dýrðar

Zigguratinn í stórborginni Babýlón var um 92 metra hár og gæti verið fyrirmynd sögunnar í Biblíunni um Babýlónsturninn.

Zigguratar í Mið-Austurlöndum

„Eftirtektarverð bygging, 70 fet á hæð gerð úr stórum tígulsteinum úr brenndum leir. Byggingin er á tveimur hæðum og veggirnir halla inn um níu gráður, trúlega til að geta borið hinn mikla ofanáliggjandi þunga“.

 

Þetta skrifaði breski náttúrufræðingurinn William Loftus árið 1850 í undrun sinni eftir að hafa uppgötvað hinn löngu gleymda Ziggurad í hinni fornu borg Ur, þar sem nú er Írak.

 

Þessi yfir 30 metra háa bygging var reist sem hof til tilbeiðslu mánaguðsins Nana og er sá best varðveitti af um 25 pýramídalaga mannvirkjum sem fundist hafa í Íran og Írak og voru byggð á árunum 2200-500 fyrir Krist.

Khmerarnir gerðu eftirmynd af heilögu fjalli

Aðalhofið Angkor Wat – sem er hluti af fána Kambódíu – samanstendur af þrepapýramída með fimm turnum.

Pýramídarnir í Kambódíu

Árið 881 lét Indravarman 1., konungur hinna voldugu Khmera byggja fimm þrepa pýramída. Hann átti að verða tákn fyrir hið heilaga fjall Menu; fjall guða hindúa.

 

Á hinum 15 metra háa Bakong pýramída voru turnar og í honum gröf eða skurðir sem áttu að tákna hafið og fjöllin í kringum Meru.

 

Síðari konungar Khmera létu svo byggja fleiri samskonar mannvirki í höfuðstaðnum Angkor sem var á árunum 900-1431 blómleg borg með allt að milljón íbúa.

 

Rétt eins og Zigguratarnir og Meso-amerísku pýramídarnir voru þessi mannvirki í Kambódíu þrepapíramídar og reist til heiðurs guðunum.

Hvers vegna slóu pýramídarnir í gegn?

Fornleifafræðingar hafa undrað sig á að pýramídar skuli hafa verið byggðir á mörgum stöðum í heiminum án þess að tengsl hafi verið á milli staðanna. En skýringin er einföld: Fyrir daga nútíma verkfræðiþekkingar var pýramídalögunin einfaldlega einfaldasta leiðin til að byggja háar byggingar.

 

Því hærri sem byggingin var, þurfti grunnflöturinn að vera stærri. Pýramídi er einfaldlega stöðugri en strendingur sem var hætt við að falla um koll ef hann varð mjög hár.

Pýramídar

Úrval af glæsilegustu pýramídunum frá Egyptalandi og Mexíkó.

Smelltu á mynd til að sjá hana stærri með lýsingu

HÖFUNDUR: BJØRN ARNFRED BOJESEN

© AlexAnton/Shutterstock. © Bridgeman. © Frédéric Cailliaud. © Foundation for the Advancement of Mesoamerican Studies. © Hdesislava/Shutterstock. © GS911/Shutterstock. © William Loftus. © SCStock/Shutterstock.© Pedro Marcono/Wikimedia Commons. © Mariordo/Creative Commons. © Shutterstock

Glæpir

Newton upprætti peningafölsun í Englandi

Lifandi Saga

5 ástæður þess að BNA er einungis með tvo flokka 

Lifandi Saga

5 ástæður þess að BNA er einungis með tvo flokka 

Lifandi Saga

Hvers vegna hættu karlar að ganga með hatt?

Lifandi Saga

Hvers vegna hættu karlar að ganga með hatt?

Menning og saga

5 fornleifafundir sem raskað hafa sögu mannsins

Tækni

Allir vildu eiga pýramída

Maðurinn

Svo hættuleg er loftmengun fyrir lungun

NÝJASTA NÝTT

Alheimurinn

Tvíburi Vetrarbrautarinnar finnst í útjaðri alheimsins

Lifandi Saga

Hvers vegna klæddust fangar röndóttum búningum í gamla daga?

Lifandi Saga

Af hverju er rússneskur bær í Noregi?

Jörðin

Leiða loftslagsbreytingar til fleiri jarðskjálfta?

Maðurinn

Heilsa okkar ræðst af blóðinu

Náttúran

Topp 5: Hvaða dýr stunda lengsta mökun?

Lifandi Saga

Sósíaldarwinistarnir lýstu yfir stríði gegn fátækum

Lifandi Saga

BNA á barmi borgarastyrjaldar: Nasista-prestur vildi bylta lýðræðinu

Lifandi Saga

Bretar knúðu fram frjálsa verslun með fallbyssum

Lifandi Saga

Nasistaveiðar meðal óvina 

Alheimurinn

Tvíburi Vetrarbrautarinnar finnst í útjaðri alheimsins

Lifandi Saga

Hvers vegna klæddust fangar röndóttum búningum í gamla daga?

Lifandi Saga

Af hverju er rússneskur bær í Noregi?

Jörðin

Leiða loftslagsbreytingar til fleiri jarðskjálfta?

Maðurinn

Heilsa okkar ræðst af blóðinu

Náttúran

Topp 5: Hvaða dýr stunda lengsta mökun?

Lifandi Saga

Sósíaldarwinistarnir lýstu yfir stríði gegn fátækum

Lifandi Saga

BNA á barmi borgarastyrjaldar: Nasista-prestur vildi bylta lýðræðinu

Lifandi Saga

Bretar knúðu fram frjálsa verslun með fallbyssum

Lifandi Saga

Nasistaveiðar meðal óvina 

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Lifandi Saga

Ævilöng barátta Arthurs Conan Doyle við Sherlock Holmes

Lifandi Saga

Ævilöng barátta Arthurs Conan Doyle við Sherlock Holmes

Maðurinn

Er íþróttafólk í meiri hættu á að fá hjartastopp?

Maðurinn

Er íþróttafólk í meiri hættu á að fá hjartastopp?

Maðurinn

Hvaða áhrif hefur þungunarrof á heilsu kvenna?

Náttúran

Lengri en strætisvagn: Slanga á Indlandi gæti hafa verið stærsta slanga heims

Náttúran

Af hverju stinga moskítóflugur mest á kvöldin?

Náttúran

Tungan: Svissneskur vasahnífur dýraríkisins

Vinsælast

1

Maðurinn

Heilsa okkar ræðst af blóðinu

2

Náttúran

Topp 5: Hvaða dýr stunda lengsta mökun?

3

Lifandi Saga

Sósíaldarwinistarnir lýstu yfir stríði gegn fátækum

4

Lifandi Saga

BNA á barmi borgarastyrjaldar: Nasista-prestur vildi bylta lýðræðinu

5

Lifandi Saga

Af hverju er rússneskur bær í Noregi?

6

Lifandi Saga

Hvers vegna klæddust fangar röndóttum búningum í gamla daga?

1

Maðurinn

Heilsa okkar ræðst af blóðinu

2

Náttúran

Topp 5: Hvaða dýr stunda lengsta mökun?

3

Lifandi Saga

Af hverju er rússneskur bær í Noregi?

4

Lifandi Saga

Hvers vegna klæddust fangar röndóttum búningum í gamla daga?

5

Jörðin

Leiða loftslagsbreytingar til fleiri jarðskjálfta?

6

Alheimurinn

Tvíburi Vetrarbrautarinnar finnst í útjaðri alheimsins

Lifandi Saga

Fótbolti: Sjálfsmark kostaði landsliðsmann lífið

Náttúran

Af hverju sveigir bolti?

Maðurinn

Rannsókn: Hvernig færðu aðra til að líka vel við þig?

Náttúran

Þannig sigruðu fuglaköngulærnar allan heiminn

Náttúran

Hver er hæsta tala sem hefur fengið nafn?

Náttúran

Taumhald á gróðureldum: Skógareldar

Lifandi Saga

7 óviðeigandi brandarar frá fornöld

Alheimurinn

Slær öll met:  Brúnn dvergur er heitari en sólin

Lifandi Saga

Hve fjölmennir eru rússnesku minnihlutahóparnir í Austur-Evrópu?

Lifandi Saga

Afþreying í gegnum tímann: Allt frá skylmingabardögum til sirkustrúða

Maðurinn

Þannig kemstu í gegnum þrep sorgarinnar

Heilsa

Sorg getur breyst í sjúkdóm

Tvíburi Vetrarbrautarinnar finnst í útjaðri alheimsins

Öflugasti sjónauki veraldar, James Webb, hefur nú fundið fjarlægustu þyrilþoku sem nokkru sinni hefur greinst.

Alheimurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is