Náttúran

Skriðdýr gegn spendýrum: Andstæðingar berjast með lífið að veði

Sljó dýr sem fylgja eðlishvötinni - þetta var álit manna á skriðdýrum en nýjustu rannsóknir hafa leitt í ljós að dýrin eru útbúin leiftursnöggum vöðvum og að þau samhæfa árásir sínar. Þetta gerir þau að verðugum andstæðingum spendýranna.

BIRT: 22/04/2023

Líkamsburðir

 

Górillan er raunverulegur „King Kong“

Górillur geta lyft fjórfaldri þyngd sinni með sterklegum framlimunum en suðurameríska kyrkislangan getur hins vegar lagt að velli hirti og krókódíla.

Górillan beitir styrk sínum til að velta um koll pálmatrjám og berjast við andstæðinga sína.

Afríkufíllinn getur lyft allt að 9.000 kílóum sem samsvarar þunga 120 manns en sé aðeins litið til líkamsþyngdar dýranna er górillan talsvert sterkari, því fíllinn getur einungis lyft hálfri annarri þyngd sinni á meðan karlgórillan geturn lyft 800 kílóum sem er rösklega fjórföld þyngd dýrsins.

 

Górillur beita sterklegum framlimunum ekki einungis þegar dýrið gengur, heldur einnig til að sveigja niður bananapálma, til þess að ná taki á ávöxtunum, ellegar þá til að berjast við óvini sína.

 

Stærsta vöðvabúnt heims er kyrkislangan anakonda sem einkum sýnir styrk sinn þegar hún kreistir lífið úr bráð sinni.

Anakondan kreistir lífið úr bráð sinni með því að herða að svo hressilega, að æðarnar lokast.

Þessi 250 kg þunga kyrkislanga í Suður-Ameríku getur gleypt hjartardýr, tapíra og krókódíla.

 

Þrátt fyrir það hvað heitið gefur til kynna, þá drepur slangan ekki bráð sína með því að kyrkja hana, heldur þrengir hún svo mikið að dýrinu að æðarnar lokast. Hjarta bráðarinnar er ekki nægilega sterkt til að geta dælt blóðinu áfram undir þessum mikla þrýstingi.

 

Anakondur verða þó að játa sig sigraðar gagnvart King Kong raunveruleikans, því slöngurnar geta aðeins murkað lífið úr dýrum í sama þyngdarflokki og þær sjálfar eru.

 

Sigurvegari: Spendýr

LESTU EINNIG

Hraði: Kameljón slær blettatígur með tungunni

Skriðdýr komast ekki nándar eins hratt yfir og blettatígrar, en kameljón hafa engu að síður tromp á munni.

Kameljón skjóta tungunni á eftir skordýrum með hraðaaukningu sem nemur allt að 2.590 m/s2.

Skriðdýr eru með kalt blóð og tiltölulega hæg efnaskipti, auk þess sem þau eru með hlutfallslega lítið hjarta. Þetta gerir það að verkum að þau komast ekki ýkja hratt yfir, miðað við spendýrin.

 

Blettatígurinn hleypur hraðar en nokkurt annað spendýr, en hann getur komist upp í 73 km hraða á einungis tveimur sekúndum, sem táknar að hraðaaukningin nemur 10 m/s2, en dýrið getur náð alls 120 km hraða.

 

Til samanburðar má geta þess að hraðskreiðasta skriðdýrið, „skeggjaði drekinn“, getur komist upp í 40 km hraða þegar best lætur. Skriðdýrin eiga sér þó hins vegar vinningshafa á sviði spretthlaupa, en með því er átt við litla dvergkameljónið sem ber latneska heitið Rhampholeon spinosus.

1. Tunguvöðvi dregst saman

Þegar tungan er slök er hröðunarvöðvinn upprúllaður umhverfis tungubeinið. Milli beinsins og vöðvans er að finna teygjanlegt lag kollagentrefja. Þegar kameljónið undirbýr árás dregst vöðvinn saman og þrýstir að beininu.

2. Þrýstingur veldur því að tungan skýst af stað líkt og handsápa

Svipað því sem gerist þegar haldið er þéttingsfast utan um sleipa handsápu renna hröðunarvöðvarnir út yfir beinenda tungunnar. Það teygist á kollagentrefjunum en þær eru þó enn áfastar vöðvunum á enda tungunnar og tungubeininu við tungurótina.

3. Klístrugt slím kemst að bráðinni

Yst á tungunni hefur kameljónið yfir að ráða klístrugu svæði sem nær taki á bráðinni. Yfirborðið er þakið kirtlum sem framleiða seigfljótandi slím sem er 400 falt þykkara en munnvatn manna. Þegar skordýrið hefur fest sig dregst tungan til baka og fer í hefðbundna stöðu á tungubeininu.

Kameljón eru að öllu jöfnu hægfara dýr en þegar þau verða vör við skordýr skýst tungan út úr kjafti þeirra á ógnarhraða.

 

Hraðaaukning tungunnar í litla dvergkameljóninu nemur 2.590 m/s2, sem er u.þ.b. 264 falt meiri en hraðaaukning þyngdaraflsins og á að giska 250 sinnum meiri en hraðaaukning blettatígursins.

Blettatígurinn nær 73 km hraða á aðeins tveimur sekúndum. Hámarkshraðinn nemur 120 km/klst.

Þessi ógnarhraði á rætur að rekja til sérlegrar vöðvabyggingar tungunnar sem hegðar sér ekki ósvipað og fjöður.

 

Vísindamenn við Brown háskóla í Bandaríkjunum gerðu sér grein fyrir ógnarhraða tungunnar þegar þeir tóku upp hreyfimyndir af kameljónum sem fólu í sér allt að 3.000 myndir á sekúndu.

 

Sigurvegari: Skriðdýr

LESTU EINNIG

Græðing: Halinn á eðlum vex aftur

Hlébarðagekkóinn getur bjargað lífi sínu á einstakan hátt ef rándýr nær taki á hala hans.

 

Gekkóinn er með liðskiptan hala og þar sem dýrið hangir og berst um í skolti rándýrsins getur það losað af sér halann við þau liðamót sem rándýrið hefur náð tökum á.

Hlébarðagekkóinn getur losað sig við halann og myndað nýjan á nokkrum mánuðum.

Halabúturinn vex út aftur á nokkrum mánuðum, allt eftir því hversu stórum hluta hans dýrið glatar. Missirinn hefur þó afleiðingar í för með sér.

 

Halinn gegnir nefnilega mikilvægu hlutverki sem jafnvægislíffæri og til að geyma í fituforða, svo dýrið kemst hægar yfir án hans.

 

Spendýr hafa ekki yfir að ráða sömu eiginleikum við að endurmynda glataða útlimi en tvær tegundir broddmúsa eru þó ekki langt undan.

Broddmúsin getur endurnýjað húðina og feldinn jafnvel þótt sárið þeki u.þ.b. 60 hundraðshluta baksins.

Vísindamenn uppgötvuðu fyrir örfáum árum að mýs þessar geta grætt sár sem þekja allt að 60 hundraðshluta baksins.

 

Þar sem önnur spendýr mynda örvef geta broddmýsnar endurmótað glataða húð með hársekkjum, húð, svitakirtlum, feldi og brjóski, án nokkurs sýnilegs meins.

 

Húð broddmúsarinnar er stökk og viðkvæm og rifnar auðveldlega, svo mýsnar geta auðveldlega losað sig við hana og sloppið burt þegar rándýr nær taki á þeim eða bítur í þær.

 

Sigurvegari: Skriðdýr

 

Greind

 

Samskipti: Sléttuhundar lýsa útliti óvinanna

Sléttuhundar lifa saman í litlum búsvæðum neðanjarðar og tungumál þeirra er með því flóknara sem vísindamönnum hefur tekist að ráða meðal dýra.

 

Samskiptin samanstanda ekki einvörðungu af mismunandi viðvörunarhljóðum sem vara hvert við sínu rándýrinu, heldur lýsa þau jafnframt útliti óvinarins.

 

Sem dæmi má nefna að sléttuhundar brugðust við með ólíkum hljóðum í tilraun einni sem fólst í því að vísindamenn gengu fram hjá þeim í gulum eða bláum peysum.

Sléttuhundurinn hefur yfir að ráða sérstökum hljóðum fyrir ólíkar tegundir óvina og getur að sama skapi lýst stærð þeirra, fjarlægð og hraða.

Þá voru sléttuhundarnir enn fremur færir um að gefa frá sér ný hljóð þegar þeir sáu eitthvað sem þeir ekki höfðu séð áður, svo sem eins og sérhæfða lögun, í líkingu við þríhyrning eða hring.

 

Skriðdýr hafa ekki yfir að ráða sömu félagstengslunum og eiga við um mörg spendýr. Tókay-gekkóinn er eitt fárra skriðdýra sem á í munnlegum samskiptum við dýr sömu tegundar.

Gekkóinn lagar lengd hljóðanna að umhverfishljóðum.

Tilraunir hafa leitt í ljós að gekkóar þessir laga köll sín að umhverfinu og lengja t.d. hljóðin þar sem umferðarhávaði er.

 

Þessi eiginleiki hefur áður verið tengdur við samskipti meðal fugla og spendýra.

 

Veiðiaðferðir: Háhyrningar velta selum af ísjökunum

Samhæfðar veiðar, þar sem öll dýrin í hjörðinni aðlaga atferli sitt að hinum dýrunum, er til marks um háþróaða vitsmuni.

 

Þetta krefst þess ekki hvað síst að dýrin geti átt í nákvæmum samskiptum hvert við annað. Aðferð háhyrninganna við selaveiðar við Norðurskautið er gott dæmi um þetta.

 

Í því skyni að koma selunum í sjóinn, þar sem háhyrningarnir eiga auðvelt með að ná þeim, synda veiðidýrin í sérstakri röð og kafa svo öll á sömu stundu. Við þetta myndast öldugangur sem skolar hjálparvana selnum út í sjóinn.

1. Háhyrningar fylgjast með sel

Háhyrningarnir synda inn á svæði sem þakið er ísjökum og stinga höfðum hátt upp úr sjónum til að sjá vel yfir. Komi þeir auga á sel synda þeir alveg upp að jakanum og fylgjast með því hvar á ísnum selurinn liggur.

2. Högg veldur því að ísjakinn brotnar

Sé ísjakinn stór ýta háhyrningarnir við honum þannig að hann brotnar og selurinn hefur þá minni ísjaka til umráða. Þá fjarlægja þeir allan ísinn í kring og ýta ísjakanum með selnum út á opið hafið þar sem auðveldara er að ráðast til atlögu.

3. Samræmd köfun myndar öldugang

Háhyrningarnir koma sér fyrir í beinni röð og synda á miklum hraða í átt að selnum. Þeir halda sig alveg uppi við yfirborðið og rétt áður en komið er að ísjakanum kafa þeir allir sem einn með þeim afleiðingum að alda myndast sem skolast yfir selinn og ýtir honum út í sjó.

Ef ekki væri fyrir nákvæmlega samræmda hreyfingu, tækist háhyrningunum aldrei að mynda nægilega öfluga öldu til að velta selnum.

 

Veiðar í hjörðum eru einnig þekktar meðal annarra spendýra sem búa yfir greind, á borð við hýenur, úlfa og höfrunga en eru aftur á móti einkar sjaldséðar í heimi skriðdýranna.

Kúbanskar kyrkislöngur beita samstarfi á leðurblökuveiðum.

Eina þekkta dæmið eru kúbanskar kyrkislöngur sem veiða leðurblökur í hjörðum.

 

Slöngurnar koma sér fyrir í nánd við hver aðra við inngang hellanna sem leðurblökurnar halda sig í.

 

Með því að mynda eins konar múr auka þær svo líkurnar á að þeim takist að veiða bráðina.

 

Sigurvegari: Spendýr

 

Minni: Höfrungar muna eftir vinum sínum

Höfrungar geta munað eftir vinum sínum 20 árum síðar. Eðlur geta lagt á minnið göt á snúningsdiski.

Höfrungar geta borið kennsl á hljóð dýra sömu tegundar eftir margra ára aðskilnað.

Höfrungar eru þekktir fyrir gott minni og þetta á einkum við þegar félagsleg tengsl eiga í hlut.

 

Vísindamenn hafa uppgötvað að höfrungar muna hljóð gamalla kunningja, jafnvel eftir 20 ára aðskilnað. Gerð var tilraun þar sem spiluð voru sérlega valin höfrungahljóð í sædýrasafni, þar sem í ljós kom að höfrungarnir brugðust frekar við hljóðum gamalla kunningja en óþekktra höfrunga.

 

Dýr sem fela fæðuna búa yfir þróuðu minni hvað varðar rými. Þetta á m.a. við um eðluna Uta stansburiana.

Eðlan getur ratað með hliðsjón af viðmiðunarmerkjum og fundið gat á tilteknum stað á diski.

Í tilraun einni sem gerð var við Nevada-háskóla, komu vísindamenn eðlu fyrir á snúningsdiski sem á voru tíu göt meðfram brúninni.

 

Tvö viðmiðunarmerki á veggnum gerðu vísindamönnunum kleift að ákvarða staðsetningu gatanna miðað við rýmið umhverfis. Eðlurnar voru þjálfaðar í því að finna tiltekið gat og síðan var diskinum snúið um 180 gráður.

 

Allar eðlurnar gátu ratað að gatinu sem var staðsett á sama stað og hið fyrra með tilliti til viðmiðunarmerkjanna.

 

Þetta þótti sanna að eðlurnar myndu eftir staðsetningu gatsins út frá rýmisminni.

 

Sigurvegari: Spendýr

LESTU EINNIG

Vopn

 

Bitstyrkur: Skoltur krókódílsins bítur í sundur hvaða bráð sem er

Saltvatnskrókódíllinn er með sterkara bit en nokkurt annað dýr, samkvæmt vísindalegum mælingum. Meðal spendýra á flóðhesturinn þó vinninginn en dýrið bítur andstæðinga sína þegar til bardaga kemur.

Saltvatnskrókódíllinn er með sterkara bit en nokkurt annað dýr.

Þegar saltvatnskrókódíllinn skellir skoltunum saman utan um bráð sína eru litlar líkur á að hún sleppi lifandi.

 

Hartnær fimm metra langur krókódíllinn er með sterkasta kjaftsbit í heimi og nemur styrkurinn alls 25.510 kílópaskölum en eitt kílópaskal samsvarar þeim þrýstingi sem verður af völdum 10 g af massa á eins fersentímetra stóru svæði.

 

Þetta er sterkasti bitkraftur sem mælst hefur í dýrum. Vísindamennirnir við Florída-ríkisháskólann sem stóðu fyrir mælingunni, mældu bitkraft alls 23 krókódílategunda.

 

Flóðhesturinn er með sterkara bit en nokkurt annað spendýr og nemur bitstyrkurinn alls 12.410 kílópaskölum.

Flóðhesturinn notar skoltinn til að verja yfirráðasvæði sitt.

Þar sem flóðhestar eru jurtaætur eru þeir ekki háðir öflugum skoltum í því skyni að slátra bráðinni, heldur beita þeir þeim í bardögum við aðra flóðhesta.

 

Flóðhestar halda sig í miklum mæli við sömu búsvæðin og þegar kemur að fengitímanum bíta karldýrin frá sér.

 

Sigurvegari: Skriðdýr

 

Eitur: Áströlsk slanga getur slátrað tveimur fílum

Breiðnefurinn beitir eitri í baráttunni um kvendýrin en eitur þetta er þó leikur einn miðað við eitruðustu slöngu heims.

Smáhreistursnaðran getur deytt allt að hundrað manns eða þá tvo Afríkufíla, með eitri úr einu biti.

Af öllum þeim aragrúa eiturslangna sem fyrirfinnast er tveggja metra löng smáhreistursnaðran alveg sér á parti.

 

Þessi ástralska slanga er eitraðasta skriðdýr í heimi og eitt bit hennar nægir til að deyða 250.000 mýs, hundrað manns ellegar tvo Afríkufíla.

 

Eitrun af völdum slöngunnar hefur í för með sér heiftarlegan höfuðverk, ógleði, uppköst, magaverki, örmögnun og lömun. Eitrið er banvænt, nema þá móteitur sé gefið mjög fljótt.

 

Eitrið inniheldur m.a. sterka taugaeitrið taípoxín sem heftir taugaboðin með þeim afleiðingum að vöðvar lamast, svo og blóðþynnandi efni sem valda heiftarlegum innri blæðingum.

1. Sprautar eiturblöndu í bráð sína

Smáhreistursnaðran bítur bráð sína hratt og bítur jafnvel aftur og aftur á meðan sterk eiturblandan sprautast inn í blóð bráðarinnar. Blandan felur m.a. í sér taugaeitrið taípoxín sem lamar taugakerfið, svo og blóðþynnandi eiturefni sem orsaka innri blæðingar.

2. Taugaeitur heftir boðefni til vöðvanna

Vöðvarnir eru háðir boðefnum frá taugakerfinu. Eitt þessara mikilvægu boðefna er asetýlkólín sem taugafrumurnar losa frá sér og viðtakar vöðvafrumnanna taka upp. Taípoxín kemur í veg fyrir losun asetýlkólíns, með þeim afleiðingum að taugaboðin ná ekki til vöðvanna.

3. Blóðþynning orsakar innri blæðingar

Svonefndar fíbrínógensameindir valda því að blóðflögurnar klumpast saman. Blóðþynnandi prótein í eitrinu gerir það að verkum að fíbrínógenið klárast, svo blóðið verður þunnfljótandi og finnur sér leið gegnum æðaveggina. Þetta hefur í för með sér innri blæðingar og líffærin byrja að gefa sig.

Að undanskildum eiturefnunum felur eitur slöngunnar að sama skapi í sér sérlegt ensím sem eykur upptöku eitursins og dreifir því um líkama bráðarinnar.

 

Ógrynni eitraðra skriðdýra fyrirfinnast en raunar aðeins mjög fá eitruð spendýr.

 

Breiðnefurinn hefur sennilega vinninginn hvað spendýrin snertir.

Breiðnefskarlinn er útbúinn eitruðum sporum á afturfótunum sem hann beitir þegar slegist er um kvendýrin á fengitímanum.

Breiðnefskarlar eru með tvo eitraða spora á afturfótunum. Jafnvel þótt eitrið sé ákaflega kvalafullt mönnum, þá er það þó ekki banvænt. Andstætt því sem við á um eiturslöngur notar breiðnefurinn eitrið ekki til að leggja bráð sína að velli.

 

Karldýrin nota það hins vegar þegar þeir slást um hylli kvendýranna á fengitímanum.

 

Auk breiðnefsins hafa blóðsuguleðurblakan, afríska rottan, moldvörpur og eitraðar snjáldurmýs einnig yfir að ráða eitri en ekkert þeirra þó í sama mæli og smáhreistursnaðran.

 

Sigurvegari: Skriðdýr

 

Klær: Kötturinn gefur kómódódrekanum hárbeitta fimmu

Kómódódrekinn er grimmt drápsdýr með beittar klær en í raun réttri eru klær heimiliskatta þó langtum beittari.

Kötturinn er útbúinn beittustu klónum.

Bognar klær kattarins eru afar smágerðar og broddarnir fremst vart sýnilegir sem gerir það að verkum að klærnar geta stungist inn í hvaða dýr sem er.

 

Eitt af því sem einkennir helst beittu kattarklærnar er að þær má draga inn og verja á bak við húð og feld þegar þær ekki eru í notkun.

 

Fyrir vikið slitna þær heldur ekki vegna beinnar snertingar við jörðu, líkt og við á um klær kómódódrekans.

 

Sigurvegari: Spendýr

Kómódódrekinn er með stórar og sterklegar klær.

Sigurvegarinn: 5-4 fyrir spendýrin

Skriðdýrin höfðu vinninginn hvað snerti líkamsburði opg vopn en spendýrin báru hins vegar sigur úr býtum þökk sé greindinni.

 

Þó svo að rannsóknir undanfarinna ára hafi leitt í ljós að skriðdýr búi einnig yfir vitsmunum, þá komast skriðdýrin ekki með tærnar þar sem spendýrin hafa hælana, ef þannig má að orði komast.

 

Í rauninni er einnig viðbúið að spendýrin verði hlutskörpust til lengri tíma litið, því rannsóknir á dýrum með heitt blóð hafa leitt í ljós að þau eiga auðveldara með að laga sig að loftslagsbreytingum en dýr með kalt blóð sem eru háð hitastigi umhverfisins og eru fyrir bragðið viðkvæmari fyrir breytingum.

 

Spendýr geta t.d. fjölgað sér í hvaða veðri sem er, því afkvæmin þroskast í móðurkviði, á meðan egg skriðdýranna krefjast tiltekins hitastigs.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Jonas Grosen Meldal

© Christophe Courteau,© Hermann Brehm/NaturePL,© Ingo Arndt/NaturePL,© Shutterstock,© Getty Images,© Shattil & Rozinski/NaturePL,© Victoria Retter,© Doug Perrine/NaturePL,© ImageSelect,© Dave Watts/NaturePL & Dave Watts/ImageSelect,© Pedro Narra/NaturePL

Alheimurinn

Mistök geta verið banvæn fyrir geimfara 

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

NÝJASTA NÝTT

Tækni

Ormar spinna þræði sex sinnum sterkari en skothelt kevlarefni

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Maðurinn

Hve mikið gagnamagn rúmast í heilanum?

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Tækni

Ormar spinna þræði sex sinnum sterkari en skothelt kevlarefni

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Maðurinn

Hve mikið gagnamagn rúmast í heilanum?

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Maðurinn

Með skönnun má spá fyrir um þunglyndi

Maðurinn

Með skönnun má spá fyrir um þunglyndi

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Vinsælast

1

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

2

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

3

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

4

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

5

Lifandi Saga

Greitt fyrir Pepsi-Cola með sovéskum kafbátum

6

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

1

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

2

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

3

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

4

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

5

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

6

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Er það skaðlegt að plokka nefhárin?

Tækni

Brennandi gas gaf vélinni ofurkrafta

Maðurinn

Þessi tvö efni geta átt þátt í að lækka líffræðilegan aldur okkar

Lifandi Saga

Hin dularfulla María Magdalena var nákomin frelsaranum

Menning og saga

Múmía hræddi líftóruna úr vörðum

Náttúran

Topp 5: Hvaða könguló er stærst?

Náttúran

Tuttugu arma sædýr fannst við suðurskautið

Maðurinn

Styrktu alla þrjá þætti greindarinnar

Jörðin

Evrópsk ofureldstöð virðist undirbúa gos

Ormar spinna þræði sex sinnum sterkari en skothelt kevlarefni

Vísindamenn hafa skapað níðsterkt silki sem með seiglu og sveigjanleika gæti orðið valkostur við gerviefni á borð við pólýester og nælon.

Tækni

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is