Lifandi Saga

Dostojevskij lifði af sína  eigin aftöku

Það munaði ekki nema fáeinum mínútum að hann yrði skotinn. Hann var sendur í útlegð til Síberíu. Heilsa hans var stöðugt til vandræða. Og hann tapaði öllu við spilaborðið. Engu að síður tókst Dostojevskij að skrifa skáldsögur sem teljast til bestu verka heimsbókmenntanna.

BIRT: 17/10/2023

Fjodor Dostoyevsky (1821-1881) er einn merkasti rússneski rithöfundur allra tíma. Hann á að baki ómissandi bókmenntameistaraverk eins og “Fávitinn”, “Glæpur og refsing” og “Bræðurnir Karamazov”.

 

Einkalíf Dostojevskíjs var hins vegar langt frá því að vera árangurssaga. Fátækt, hörmuleg dauðsföll, veikindi og lamandi spilafíkn hrjáðu hann alla ævi.

 

En þrátt fyrir hina mörgu persónulegu hörmungar fann höfundurinn engu að síður hvatningu og styrk til að skrifa skáldsögur sínar í oft nánast blindu verki.

 

Lestu hér um ótrúlegt líf og skrif Dostojevskíjs.

Dostojevskij var náðaður á síðasta augnabliki

Þann 22. desember 1849 stendur Fjodor Dostojevskij, 28 ára gamall, á Semyonovskytorgi í St. Pétursborg og býr sig undir að mæta skapara sínum.

 

Það eru liðnir átta mánuðir síðan þessi efnilegi rithöfundur og allmargir vinir hans voru handteknir fyrir að hafa lesið og rætt erlendar bókmenntir og heimspeki. Í einræðisríki keisarans eru greinar og bækur frá Vesturlöndum bannaðar vegna hættulegra hugmynda sem gætu grafið undan stjórnvöldum.

 

Hinum dauðadæmdu er skipt í þriggja manna hópa og hinir fyrstu hafa verið bundnir við stólpa með poka yfir höfuðið. Liðsforinginn les upp dauðadómana og aftökusveitin tekur sér stöðu. Fáeinum sekúndum síðar eru þremenningarnir dauðir og nú er röðin komin að næstu þremur og meðal þeirra er Dostojevskij.

Þann 22. desember árið 1849 stóð Fjodor Dostojevskij ásamt þremur félögum sínum úr rithöfundastétt og beið dauðans. Aftökunni var aflýst á síðustu stundu.

En þá gerist kraftaverk. Boðberi frá Nikulási 1. keisara ríður inn á torgið og stöðvar aftökuna. Á síðasta augnabliki hefur dauðdómnum verið breytt í fjögurra ára útlegð í Síberíu og síðan sex ára herþjónustu.

 

„Líf mitt byrjar í dag. Nú endurfæðist ég í nýju formi,“ skrifaði Fjodor Dostojevskij um þennan atburð.

 

Það eru ekki margir sem fá alveg nýtt tækifæri í lífinu og Dostojevskij ákveður að grípa það. Hann ætlar sér að nýta ævina til að verða besti rithöfundur sem Rússland hafi nokkru sinni eignast.

Faðirinn fannst dauður í skurði

Marinsky sjúkrahúsið í Moskvu, þar sem Fjodor Dostojevskij fæddist 11. nóvember árið 1821. Faðir Dostojevskij, Míkhaíl Andrejevitsj Dostojevskij, starfaði sem læknir á sjúkrahúsinu sem í dag er eitt margra rússneskra Dostojevskij safna.

Bandaríski rithöfundurinn Ernest Hemingway var eitt sinn spurður hver væri mikilvægasta forsenda þess að verða góður rithöfundur. „Erfið barnæska,“ svaraði hann.

 

Sé það rétt mætti segja að Fjodor Dostojevskij hafi ekki átt annarra kosta völ en að verða einn besti rithöfundur heims.

 

Hann fæddist 11. nóvember 1821 á Marinsky-sjúkrahúsinu í Moskvu og var næstelstur í hópi systkina sem alls urðu átta talsins.

 

Töfrar bókanna lukust fyrst upp fyrir honum þegar móðir hans las fyrir hann ævintýri úr Þúsund og einni nótt þegar hann var lítill. Seinna hreifst hann sérstaklega af rússneska skáldinu Alexander Púshkin.

 

Fjodor litli hafði reyndar góða ástæðu til að leita skjóls í heimi bókanna. Faðir hans var grimmlyndur harðstjóri en móðirin heilsutæp og dó úr berklum þegar Fjodor var á unglingsaldri.

 

Eftir dauða hennar hallaði faðir hans sér að flöskunni og þann 16. júní 1939 fannst hann dauður í skurði. Samkvæmt dánarvottorðinu hafði hjartað gefið sig en orðrómurinn sagði að þjónustufólkið hefði orðið honum að bana í harkalegum slagsmálum.

 

Þegar þarna var komið sögu voru Fjodor og Mikhail, eldri bróðir hans, báðir að læra hernaðarverkfræði í samræmi við óskir föðurins. Fjodor lauk náminu 1843 og fékk skömmu síðar lautinantsstöðu í hernum.

 

En aðeins ári síðar sagði hann upp, 23 ára gamall. Hann hafði ekki hug á að eyða ævinni í slíku starfi, heldur vildi hann rannsaka mannlega tilveru. Hann orðaði þetta þannig í bréfi til bróður síns:

 

„Mannveran er ráðgáta. Slíka gátu þarf að leysa og þótt maður eyði til þess allri ævi sinni verður sú vinna aldrei til einskis. Ég helga mig þessari ráðgátu vegna þess að ég vil vera mannvera.“

Sex sinnum var Alexander 2. keisara sýnt banatilræði. Hann lifði þau af nema hið síðasta. Hér er hann sýndur árið 1879 þegar þriðja tilræðið var gert. Byssumaður birtist skyndilega þar sem keisarinn var á göngu utan við höll sína í St. Pétursborg en lífverðir yfirbuguðu hann.

Í Rússlandi 19. aldar voru vopnuð átök daglegt brauð

Rússneski rithöfundurinn Fjodor Dostojevskij var uppi á óróleikatímum. Almenningur bjó við kúgun og uppreisnir eða hugmyndafræðileg átök voru nánast hversdagsleg.

Bændur voru enn ánauðugir

Meðan iðnvæðingin breytti stórum hlutum Evrópu allt frá seinni hluta 18. aldar stunduðu 85% Rússa enn landbúnað. Bændur voru enn bundnir átthagafjötrum og þannig í raun þrælar landeigenda.

Rússar voru undir hæl einveldisins

Í Vestur-Evrópu var lýðræðisþróun hafin þótt hægt gengi en Nikulás 1. (1825-1855) hélt fast við einveldi sitt í Rússlandi. Vestræn heimspeki og bókmenntir sættu banni og þeim var harðlega refsað sem vildu snúa Rússlandi í vesturátt.

Kommúnistar og nihilistar klufu þjóðina

Á síðari hluta 19. aldar fengu tvær hreyfingar byr undir báða vængi í Rússlandi: nihilistar sem ekki aðeins voru guðleysingjar heldur afneituðu því líka að lífið ætti sér einhvern tilgang – og svo kommúnisminn sem barst að vestan. Uppreisnarmenn myrtu Alexander 2. 1881 en það var ekki fyrr en 1917 sem kommúnistar undir stjórn Leníns náðu völdum.

Frægur eftir fyrstu bókina

Fjodor Dostojevskij gaf út fyrstu bók sína, „Vesalings fólkið“, árið 1846. Þessi frumraun þótti bókmenntalegt stórvirki og innan skamms var hann kominn í innsta hring ungra, frjálslyndra rithöfunda í St. Pétursborg.

 

Á hverjum föstudegi hittust rithöfundarnir heima hjá byltingarsinnanum Mikhail Petrasjevskij til að lesa og rökræða bókmenntir. Í þessum svonefnda Petrasjevskij-hópi hrifust menn einkum af vestrænum tímaritum og bókum sem voru bannaðar í Rússlandi vegna ótta við hugmyndir sem gætu grafið undan stjórnvöldum.

 

Vorið 1849 voru dagar þessa lestrarklúbbs taldir. Njósnarar úr leyniþjónustu Nikulásar 1. höfðu komið sér inn í hópinn og náð að safna nægum sönnunum til að unnt væri að handtaka þessa ungu rithöfunda.

 

Kl. 4 að morgni þann 23. apríl var Fjodor Dostojevskij handtekinn í íbúð sinni. Átta mánuðum síðar „endurfæddist“ hann eftir náðun á síðustu stundu á Semyonovsky-torgi og var sendur í fangabúðir í Síberíu. Nú tóku við erfiðustu árin á æviskeiði rithöfundarins.

Kvíðaköst og gyllinæð

Rússneskar fangabúðir í Síberíu árið 1891, nokkrum áratugum eftir dóm Dostojevskij 1850-1854.

Fjodor Dostojevskij kom í fangabúðirnar í Omsk í Síberíu 23. janúar 1850 og þá í fótajárnum. Heimili hans næstu fjögur árin var kaldur, fúinn og skítugur timburskáli.

 

„Skíturinn á gólfinu var sentimetri á þykkt. Frá morgni til kvölds var ógerlegt að hegða sér öðruvísi en eins og svín,“ skrifaði hann um þetta nýja heimili sitt.

 

Dvölin þarna tærði Dostojevskij harkalega. Hann fékk reglubundið kvíðaköst, svaf ekki nema 4-5 tíma á sólarhring og þjáðist þar á ofan af gyllinæð. Síðar lýsti hann dvöl sinni þarna nokkuð dramatískt: „Lífið getur ekki haldið áfram fyrr en ég fæ aftur að gefa út bók!“

 

Dostojevskij var látinn laus í febrúar 1854. Næstu sex árin tók hann út refsingu sem hermaður við Semipalatinsk (nú Semej í Kazakstan), svo eyðilegu svæði að Sovétmenn notuðu það síðar til kjarnorkutilrauna.

 

Í Semipalatinsk varð Dostojevskij ástfanginn af 28 ára ekkju, Maríu Isaevu og þau giftu sig 1857. Á brúðkaupsnóttina vildi ekki betur til en svo að Dostojevskij fékk alvarlegt flogakast. Það var einungis hið fyrsta af mörgum sem hann þurfti að þola um ævina.

Flogaveiki Dostojevskijs

Mynd af flogakasti í vísindatímariti frá 1897

Freud kallaði flogaveiki Dostojevskijs „móðursýki“

Árið 1928 skrifaði hinn þekkti sálgreinir Sigmund Freud ritgerðina „Dostojevsky and Parricide“.

 

Þar færir hann rök fyrir því að flogaveiki rússneska rithöfundarins hafi einungis verið til marks um taugaveiklun. Freud skilgreindi þetta sem „hystero-epilepsi“ eða móðursýkisflogaveiki.

 

Nú hafa taugasérfræðingar fyrir löngu afskrifað þessa greiningu Freuds á sjúkdómseinkennum Dostojevskijs.

 

Það er óvíst hvaða gerð flogaveiki það var sem þjáði Dostojevskij en sérfræðingar hallast helst að því að hún hafi átt uppruna að rekja til gagnaugablaðanna. Þar eru heilastöðvar sem vinna úr hljóðboðum, máltjáningu og minni.

 

Í minnisbókum sínum lýsir Dostojevskij því hvernig minnið virtist ofhlaðið eftir köstin og það gæti einmitt bent til þess að köstin hafi átt upptök á svipuðum slóðum í heilanum.

 

Dostojevskij leitaði oft til lækna í von um lækningu en án árangurs.

 

Nú til dags eru til ýmis lyf sem trúlega hefðu getað linað flogaköst hans eða jafnvel komið alveg í veg fyrir þau.

Frjálslyndari keisari

Skelfingin sem þetta flogakast olli varð hjónabandinu fjötur um fót. Maríu fannst hún hafa verið blekkt til að giftast sjúkum manni og ekki bætti úr skák að fyrsta dóttir hjónanna, Sonja, dó aðeins þriggja mánaða.

 

En meðan ástarglæðurnar kulnuðu færðist þeim mun meira líf í sköpunarkraft Dostojevskijs. Hann byrjaði m.a. að skrifa um reynslu sína í fangabúðunum í Síberíu og þau skrif urðu síðar að skáldsögunni „Dauðahúsið“.

 

Árið 1859 var Dostojevskij endanlega leystur undan herþjónustu vegna flogaveikinnar. Sama ár fluttist hann til St. Pétursborgar með Maríu og son hennar úr fyrra hjónabandi.

„Leyndardómurinn að baki tilvist mannsins er ekki aðeins að lifa, heldur einnig að vita til hvers maður lifir.“
Dostojevskij í skáldsögunni „Karamazovbræðurnir“.

Það var gjörbreytt Rússland sem nú mætti Fjodor Dostojevskij. Nikulás 1. dó 1855 og sonur hans, Alexander 2. sat nú á keisarastóli.

 

Nýi keisarinn var frjálslyndari en fyrirrennarinn og létti t.d. á hinni ströngu ritskoðun. Í þessu mildara pólitíska loftslagi ákváðu bræðurnir Mikhail og Fjodor Dostojevskij að hefja útgáfu tímaritsins „Vremya“ eða „Tímans“ árið 1861.

 

Í árslok 1863 var útgáfan bönnuð eftir birtingu greinar þar sem rithöfundurinn og heimspekingurinn Nikolaj Strakhov gagnrýndi keisarann. Eftir stóðu Dostojevskij-bræður með himinháar skuldir við marga fjárfesta.

 

Skömmu síðar dóu bæði eiginkonan, María út berklum og bróðirinn, Mikhail úr lifrarsjúkdómi, með fárra mánaða millibili.

 

„Lífið hefur kramið mig á aðeins einu ári,“ skrifaði hinn raunamæddi rithöfundur í dagbókina sína.

Tveir mánuðir til að skrifa bók

Vinnustofa Dostojevskijs endurgerð á síðasta dvalarstað höfundar í Sankti Pétursborg. Það eru nokkur Dostoevskij söfn víðsvegar um Rússland. Klukkan til hægri er stöðvuð nákvæmlega á þeim tíma sem höfundurinn lést 9. febrúar 1881.

Fjodor Dostojevskij stóð aftur einn og að þessu sinni vofði yfir honum skuldafangelsi vegna ógreiddra reikninga upp á samtals 25.000 rúblur sem samsvara um 30 milljónum íslenskra króna 2023. Hann þurfti auk þess að sjá fyrir stjúpsyni sínum ásamt ekkju bróður síns og fjórum börnum þeirra.

 

Í þessum vandræðum sínum tók hann til við að skrifa eina allra þekktustu skáldsögu sína, „Glæp og refsingu“ sem kom út 1866. Sama ár skrifaði hann undir einhvern ósanngjarnasta útgáfusamning sögunnar við hinn alræmda forleggjara Stellovskij.

 

Dostojevskij fékk 3.000 rúblur í fyrirframgreiðslu gegn því að Stellovskij eignaðist útgáfuréttinn að öllum fyrri skrifum hans. Jafnframt skuldbatt rithöfundurinn sig til að skila handriti að nýrri sögu þann 1. nóvember 1866.

 

Stæði Dostojevskij ekki við þann tímafrest, átti Stellovskij að eignast útgáfuréttinn að öllum verkum hans næstu níu árin – án nokkurrar greiðslu.

 

Dostojevskij hafði í kollinum hugmynd að skáldsögu um spilafíkil sem spilaði allri tilveru sinni í rúst. Hugmyndin byggðist að stórum hluta á eigin reynslu Dostojevskijs af fjárhættuspilum.

 

Eftir að hafa sótt spilavíti í Þýskalandi árið 1863 var Dostojevskij sjálfur smitaður af fíkninni og rúllettuhjólið varð honum mannskemmandi ástríða á næstu árum.

 

Í september 1866 hafði hann þó ekki skrifað svo mikið sem fyrstu línuna af þeirri sögu sem átti að liggja tilbúin á skrifborði Stellovskijs innan við tveimur mánuðum síðar.

Hraðritarinn varð stóra ástin

Dostojevskij 1876.

Í örvæntingu sinni réð Dostojevskij hraðritara til að skrifa niður það sem hann las fyrir.

 

Fyrir valinu varð tvítug stúlka, Anna Snitkina og í október tókst þeim að ganga frá handriti að „Fjárhættuspilaranum“ á aðeins 26 dögum og skila því til forlagsins 1. nóvember, aðeins nokkrum klukkutímum áður en fresturinn rann út.

 

Dostojevskij sem nú var 45 ára gamall, hafði fram að þessu hvorki haft heppnina með sér í fjármálum né ástum en Anna Snitkina reyndist verða stóri vinningurinn.

 

Þau urðu ástfangin og giftu sig 1867. Þau eignuðust fjögur börn en tvö þeirra dóu í bernsku.

 

Þau fóru vestur til Evrópu í brúðkaupsferð sem átti að taka þrjá mánuði en spilafíknin læsti aftur klónum í Dostojevskij og hann tapaði peningunum fyrir heimferðinni. Spilafíknin framlengdi brúðkaupsferðina í fjögur ár.

Fjögur meistaraverk Dostojevskijs

Þessi rússneski höfundur skrifaði bækur sem teljast til gullkorna heimsbókmenntanna. Hér eru fjórar bækur sem teljast til merkustu skáldsagna hans.

Sú fræga- „Glæpur og refsing“ (1866)

Þessi saga telst eitt merkasta bókmenntaverk sögunnar. Hún fjallar um fátækan stúdent, Rodion Raskolnikov sem þrautskipuleggur ránmorð. Sagan snýst um grundvallaratriði í mannlegri tilveru, svo sem sekt, refsingu og samvisku eða þá jafnvel fullkomið samviskuleysi.

Sú mannlega - „Fávitinn“ (1869)

Þessi viðburðasnauða, nærri 800 síðna skáldsaga, segir frá Leo Mysjkin fursta sem er svo góðhjartaður og vill svo vel að hann sér ekki illsku annarra. Á þessa söguhetju líta allar aðrar persónurnar sem – já, einmitt, fávita. Og eins og höfundurinn þjáist hann af flogaveiki.

Sú sjálfsævisögulega - „Dauðahúsið“ (1860)

Flestar sögur Dostojevskijs byggjast á reynslu hans sjálfs en fæstar jafn augljóslega og þessi. Sagan byggir á dvölinni í Síberíu og aðalsmaðurinn Alexander Petrovitj er í hlutverki hans. Með þessari sögu birtist hann aftur á ritvellinum eftir 10 ára útlegð í fangabúðum og herbúðum í Kazakstan.

Sú síðasta (og besta?) - „Karamazovbræðurnir“ (1880)

Hver myrti Fjodor Karamazov? Sú spurning myndar grundvöllinn í síðustu og metnaðarfyllstu bók Dostojevskijs. Hann dregur saman þræði úr fyrri verkum, kynnir lesandann fyrir ósamstæðum fjölskyldum, kvölum ástarsorgar og spennuréttarhöldum. Margir kalla þetta hiklaust bestu bók hans.

Bloggari á 19. öld

Það var einungis að þakka höfðinglegu láni frá auðugum frænkum Dostojevskijs sem hjónin gátu snúið heim til St. Pétursborgar sumarið 1871.

 

Árið eftir kom út skáldsagan „Sá heltekni“ og 1876 hóf Dostojevskij að gefa út „Dagbók rithöfundar“ í formi mánaðarrits.

 

Þessum skrifum mætti líkja við bloggsíður nútímans því þarna skrifaði Dostojevskij ýmis konar hugleiðingar sínar, skoðanir og athugasemdir um þjóðlífið og samfélagið í Rússlandi þar sem keisarinn sat nú á stóli sem fyrir alvöru var tekinn að skjálfa undir honum.

Vetrarhöllin í Sankti Pétursborg þar sem Dostojevsskij var boðið í te með keisaranum. Í dag hýsir höllin eitt mikilvægasta listasafn heims: Hermitage-safnið

„Karamazovbræðurnir“ komu út 1880 og urðu eins konar endanleg staðfesting á stöðu Dostojevskijs sem merkasta rithöfundar Rússlands. Þeirrar frægðar naut hann þó ekki lengi.

 

Hann dó 9. febrúar 1881 úr lungnabólgu og flogaveikinni sem hafði fylgt honum lengst af. Hann varð 59 ára.

 

Þá hafði hann varið allri ævinni í að leysa ráðgátuna um tilvist mannsins og svarið gaf hann lesendum sínum loks í frægri tilvitnun í „Karamazovbræðrunum“:

 

„Leyndardómurinn að baki tilvist mannsins er ekki aðeins að lifa, heldur einnig að vita til hvers maður lifir.“

Lestu meira um Dostojevskij

Joseph Frank: Dostoevsky: A Writer In His Time, Princeton University Press 2010

 

Alex Christofi: Dostoevsky In Love: An Intimate Life, Bloomsbury Continuum 2021

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: ANDREAS EBBESEN JENSEN

Look and Learn/Bridgeman Images. © Wikimedia Commons. © Creative Commons. © Imageselect. © Library of Congress/World Digital Library. © Public domain. © Creative Commons/Davide Mauro. © “Forbrydelse og straf”: Kvasnička og Hampl, Prag, 1925. © “Idioten”: Kvasnička og Hampl, Prag, 1925. © “Det døde hus”, anden del: Kvasnička og Hampl, Prag, 1926. © “Brødrene Karamazov”, tredje del: Kvasnička og Hampl, Prag, 1926. © Shutterstock.

Lifandi Saga

Hreingerning í Þýskalandi:  Rætur nasisma átti að rífa upp með rótum

Náttúran

Geta plöntur fundið fyrir sársauka?

Náttúran

Geta plöntur fundið fyrir sársauka?

Náttúran

Óvænt uppgötvun á 130 ára gömlum tasmaníuúlfi

Náttúran

Óvænt uppgötvun á 130 ára gömlum tasmaníuúlfi

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

NÝJASTA NÝTT

Lifandi Saga

Brostu! Þetta er falin myndavél

Náttúran

Skynja dýr yfirvofandi náttúruhamfarir?

Heilsa

Of lítið af þessari fæðutegund á meðgöngu getur aukið hættuna á að barnið fái ADHD

Lifandi Saga

Hver var æpandi múmían?

Maðurinn

Er hægt að þreytast af fersku lofti?

Lifandi Saga

Hvers vegna lítur dagatal svona út?

Tækni

Óvinsæl flugsæti eru öruggust

Lifandi Saga

Búdda skapaði paradís – fyrir karla

Heilsa

Vísindamenn uppgötva óvænta orsök útbreiðslu krabbameins

Náttúran

Moskítóflugur: Hvað elska þær og hvað hata þær?

Lifandi Saga

Brostu! Þetta er falin myndavél

Náttúran

Skynja dýr yfirvofandi náttúruhamfarir?

Heilsa

Of lítið af þessari fæðutegund á meðgöngu getur aukið hættuna á að barnið fái ADHD

Lifandi Saga

Hver var æpandi múmían?

Maðurinn

Er hægt að þreytast af fersku lofti?

Lifandi Saga

Hvers vegna lítur dagatal svona út?

Tækni

Óvinsæl flugsæti eru öruggust

Lifandi Saga

Búdda skapaði paradís – fyrir karla

Heilsa

Vísindamenn uppgötva óvænta orsök útbreiðslu krabbameins

Náttúran

Moskítóflugur: Hvað elska þær og hvað hata þær?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Lifandi Saga

Hermaður sá heiminn á hvolfi eftir heilaskaða

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Alheimurinn

Eitilhörð samkeppni um að leysa ráðgátur sólkerfisins

Læknisfræði

Soðnir kettir læknuðu nánast allt á miðöldum

Tækni

Eru eineggja tvíburar erfðafræðilega eins?

Alheimurinn

Mistök geta verið banvæn fyrir geimfara 

Náttúran

Kisulóra er villiköttur

Vinsælast

1

Náttúran

Moskítóflugur: Hvað elska þær og hvað hata þær?

2

Heilsa

Vísindamenn uppgötva óvænta orsök útbreiðslu krabbameins

3

Náttúran

Óvænt uppgötvun á 130 ára gömlum tasmaníuúlfi

4

Lifandi Saga

Hver var æpandi múmían?

5

Maðurinn

Höfuðkúpan getur afhjúpað sjúkdóm

6

Náttúran

Geta plöntur fundið fyrir sársauka?

1

Náttúran

Moskítóflugur: Hvað elska þær og hvað hata þær?

2

Heilsa

Vísindamenn uppgötva óvænta orsök útbreiðslu krabbameins

3

Lifandi Saga

Hver var æpandi múmían?

4

Maðurinn

Höfuðkúpan getur afhjúpað sjúkdóm

5

Náttúran

Geta plöntur fundið fyrir sársauka?

6

Tækni

Óvinsæl flugsæti eru öruggust

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Maðurinn

Þráhyggja tekur heilann í gíslingu

Saga

Af hverju ráða Bandaríkin yfir Guantanamo?

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Maðurinn

Af hverju get ég ekki kitlað sjálfan mig?

Menning

11 dýrustu málverk heims

Maðurinn

Hversu lengi getum við lifað án matar?

Lifandi Saga

,,Kjarnorkusprengjurnar voru ástæða uppgjafar Japana“

Maðurinn

Hvað verður um líkamann eftir jarðarförina?

Maðurinn

Geta siðblindir lifað eðlilegu lífi?

Tækni

Vetnisflugvél fer sína fyrstu mönnuðu ferð

Jörðin

Hvaða eldgos drap flest fólk?

Brostu! Þetta er falin myndavél

Faldir hljóðnemar og útsmognir sjónvarpshrekkir gerðu Allen Funt frægan um gervöll Bandaríkin á sjöunda áratugnum. En þegar hann lenti í raunverulegu flugráni reyndist það vera hálfgerð martröð að vera þekktur prakkari.

Lifandi Saga

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is