Lifandi Saga

Leitin að hinum heilaga bikar

Bikarinn sem blóð Jesú draup í, veitir samkvæmt helgisögninni eilíft líf. Musterisriddarar, fornleifafræðingar og fjársjóðaleitendur hafa leitað að þessum mesta fjársjóði kristninnar öldum saman - en kannski er hann einfaldlega öllum til sýnis í Valencia.

BIRT: 30/08/2023

Vindurinn tekur dálítið í síðan, grænan frakka Johns Bowers þar sem þessi miðaldra Breti gengur fram og aftur yfir hauginn Glastonbury Tor í Suður-Englandi.

 

Vökulum augum svipast hann um eftir dældum og ummerkjum eftir vatn sem gætu gefið til kynna holrúm undir grænu og gróskumiklu grasi.

 

Þeir dagar sem Bowers hefur eytt á þessari 158 metra háu hæð skipta nú hundruðum. Hann er fyrrverandi rútubílstjóri og sannfærður um að einmitt í Glastonbury Tor leynist hinn heilagi bikar.

 

Ásamt fleiri áhugamönnum um hinn heilaga gral hefur hann árum saman leitað á hæðinni og þar í grennd.

 

Þessi dularfulla hæð öðlaðist upphaflega frægð í sögnunum um Arthúr konung og virkar nú eins og segull á ævintýramenn sem allir eiga sér sama markmið: Að finna sögufrægasta grip kristninnar.

Minnst er á Glastonbury Tor hæðina í keltneskri goðafræði og einnig er minnst á hana í nokkrum sögum um Arthur konung.

Sagnir herma að bikarinn helgi sé sá bikar sem Jesús drakk úr við síðustu kvöldmáltíðina. Sami bikar var svo notaður til að taka við því blóði sem draup af líkama Jesú á krossinum.

 

Þar eð í bikarnum eru leifar af blóði sem eitt sinn streymdi um æðar sonar Guðs, ber hann samkvæmt arfsögnunum í sér guðdómlega eiginleika og veitir eiganda sínum ríkidæmi, hamingju og eilíft líf.

 

Bikarinn hefur af þessum sökum verið eftirsóttur í hátt í 2.000 ár og hörðustu fjársjóðsleitarmenn eru þeirrar skoðunar að bikarinn sé nú niðurkominn einhvers staðar langt frá sólskini og ryki Jerúsalemborgar.

 

Þeir hafa þess í stað litið vonaraugum til Suður-Englands. Það kann að virðast furðulegt að á þeim tímum þegar langar sjóferðir voru bæði sjaldgæfar og erfiðar, skyldi bikarinn enda svo langt frá Golgatahæð, þar sem Jesús var píndur til dauða á krossi.

 

Áhugamenn um bikarinn sækja fróðleik sinn hins vegar í gamlar arfsagnir og skrifaða texta og ekki síst í þekkta persónu úr Biblíunni: Jósef frá Arímaþeu.

Bikarinn helgi hvarf eftir síðustu kvöldmáltíðina en kann að hafa sést í Jerúsalem á 7. öld.

Leyndardómur í guðspjöllum

Samkvæmt nýja testamentinu var Jósef vel stæður og hann fékk leyfi Rómverja til að taka lík Jesú af krossinum og jarðsetja í sinni eigin gröf. Jósef er nefndur í öllum guðspjöllunum fjórum og hugsanlegt er að hann hafi verið frændi Jesú.

 

Arfsagnir herma að Jósef hafi borið bikar undir blóð Jesú eftir að Rómverjinn Longinus stakk spjóti sínu í síðu hans.

 

Þótt ekki sé getið um þetta í guðspjöllunum gæti sögnin vel staðist. Gyðinglegar hefðir á þessum tíma buðu að lík skyldu jarðsett alveg heil og í því fólst auðvitað líka blóðið.

 

Hafi Jesús verið stunginn eins og frá er sagt í Biblíunni hefði – á sögulegum forsendum – verið eðlilegt að reynt hefði verið að varðveita sem mest af blóðinu.

 

Eftir krossfestinguna lenti söfnuðurinn kringum Jesú í andbyr. Rómverjar sem höfðu hernumið landið, voru ekki hrifnir af trúarhreyfingum á þessu óróasvæði og kristnir leiðtogar flúðu eða lentu í fangavist um tíma, eins og Jósef frá Arímaþeu.

Jósef fékk leyfi til að taka Jesú niður af krossinum og jarða hann í gröf sem var skorin í kletta nálægt Jerúsalem.

Þegar Jósef var sleppt ákvað hann að flytjast úr landi, enda var orðið ógerlegt að boða þar kristna trú.

 

Áhugamenn um bikarinn helga geta sér þess til – án nokkurra minnstu sönnunargagna – að Jósef hafi viljað koma honum í öruggt skjól eins langt frá Jerúsalem og mögulegt var, einmitt í Glastonbury í Englandi.

 

Fyrir 2.000 árum hefur slíkt ferðalag þó bæði verið hættulegt og tímafrekt.

 

En sé á annað borð farið að gæla við þessa hugsun, þarf England ekki endilega að vera órökréttur áfangastaður.

 

Í Biblíunni er Jósef sagður auðugur kaupmaður og sem slíkur gæti hann auðvitað hafa ferðast víða, jafnvel til Englands. Glastonbury er ekki ýkja fjarri sjó og siglingaleiðinni úr suðri, auk þess sem þarna hefur verið helgistaður í mörg þúsund ár.

 

Í augum kaupmanns á flótta má hugsa sér að helgistaður í útjaðri Rómarveldis væri kjörinn felustaður fyrir helgasta dýrgrip kristninnar.

Samkvæmt Jóhannesarguðspjalli var spjóti stungið í síðu Jesús til ganga úr skugga um að hann væri látinn. Blóðið sem streymdi úr líkama Jesú var að sögn safnað og varðveitt.

Háskólakennarinn Gordon Strachan sem hefur kynnt sér ýtarlega sagnir um bikarinn, telur sig hafa fundið allmörg ummerki þess að Jósef hafi verið í Glastonbury – einkum bendir hann á hlaðna minnisvarða á svæðinu sem eru sömu gerðar og minnisvarðar í Mið-Austurlöndum.

 

Til viðbótar kemur svo viss samsvörun heita: Jósef var trúlega fæddur nálægt Ayalon í Ísrael og það heiti er vissulega líkt „Avalon“ sem er fornt heiti á Glastonbury-svæðinu.

 

Líkindi í heitum og líkindi með minnismerkjum eru þó það eina sem mögulega gæti tengt bikarinn, Jósef, Ísrael og England.

Bikarinn hefur oft skipt um form

Þótt flestir sjái fyrir sér bikar þegar minnst er á „the holy grail“ hefur þessum helgigrip verið lýst með margvíslegu móti.

Blóði Jesú safnað í bikar

Sem drykkjarílát við síðustu kvöldmáltíðina var þetta krús eða bikar, notaður þegar Jesú deildi víni með postulum sínum. Sami bikar eða annar svipaður, var notaður til að taka við blóði frelsarans þegar hann hékk á krossinum.

Miðaldasögur nefndu skál

Í sögum frá 12. og 13. öld er helgigripnum lýst sem skál eða fati. Í sögunum er gripurinn afar merkilegur – stundum úr skíragulli og settur dýrum eðalsteinum. Hann hefur líka dulræna eiginleika.

Tengdist líka viskusteininum

Á miðöldum var sú hugmynd útbreidd að bikarinn helgi gæfi visku, innsæi og eilíft líf. Viskusteinninn var einmitt talinn hafa þá eiginleika og stundum líka álitinn geta breytt öðrum efnum í gull. Í mörgum sögum varð þetta tvennt að einum og sama hlutnum.

Skáldsaga um heilagt blóð

Í Da Vinci-lyklinum eftir Dan Brown er bikarinn helgi ekki áþreifanlegur gripur, heldur tákn um afkomendur Jesú. Dan Brown greip hugmyndina úr bókinni Heilagt blóð, helgur bikar sem út kom 1982. Sú bók byggist aftur á móti á getgátum og kenningin styðst ekki við neinar heimildir.

Runni sem blómstrar á jólum

Það er ekki nóg með að bikarinn helgi sé hvergi nefndur í skriflegum heimildum, heldur hafa fornleifafræðingar ekki getað fundið nein ummerki þess að Jósef frá Arímaþeu hafi verið í Englandi.

 

Þeir sem leita bikarsins verða því að láta sér nægja þjóðsögur og hjátrú.

 

Sagan segir að þegar Jósef frá Arímaþeu kom til Glastonbury hafi rósaþyrnir skyndilega sprottið upp úr jörðinni til marks um að hann væri kominn á þann stað sem Guð hefði valið.

 

Svo mikið er reyndar víst að sérstök tegund þessa runna, rósaþyrnis eða „hawthorn“ vex á þessum slóðum en hvergi annars staðar.

 

Öfugt við aðrar tegundir rósaþyrnis blómstrar þessi tegund m.a.s. tvisvar á ári – kringum jól og páska.

 

Margar tilraunir til að skera græðlinga af runnunum og gróðursetja annars staðar hafa misheppnast.

 

Ef við nú samþykkjum þá hugmynd að Jósef frá Arímaþeu hafi komist til Glastonbury, hefði hann líklegast grafið bikarinn við Glastonbury Tor, hæðina sem þar gnæfir hátt yfir umhverfið og hefur verið tengd heilögum öflum allt frá dögum Kelta.

 

Þetta er líka ástæða þess að þarna hafa menn verið að grafa eftir bikarnum í meira en 100 ár.

Í frásögnum um Artúr konung leitar riddarinn Galahad í mörg ár að hinum heilaga gral – hann finnur hann að lokum og velur að deyja skömmu síðar.

Leitað hefur verið að hinum heilaga gral um aldir

– Árið 33

Jesús deyr. Síðasta kvöldmáltíðin, sem samkvæmt Biblíunni fer fram kvöldið fyrir krossfestinguna, verður upphafið að goðsögninni um gralinn – bikarinn sem Jesús og lærisveinar hans drekka úr. 

 

– Árið 256

Að sögn er hinn heilagi gral í Róm ásamt fjölda annarra kristilegra minja frá landinu helga. Árið 256 skipuðu Rómverjar svo fyrir að allar minjar skyldu afhentar, en gralnum er bjargað á síðustu stundu.

 

– Árið 500

Artúr konungur sendir riddara sína í leit að hinum heilaga gral. Frásagnir segja að gralnum sé stolið frá Glastonbury af öðrum konungi og riddarinn Galahad og félagar verði að endurheimta hlutinn.

 

– Árið 1180

Fyrsta skáldsagan um gralinn er skrifuð af franska rithöfundinum Chrétien frá Troyes. Skáldsagan lýsir gralinu sem ljómandi hlut sem hverfur við dularfullar aðstæður.

 

– Árið 1437

Þann sem margir telja hinn eina og sanna gral, Santo Cáliz, er fluttur til Valencia þar sem hann er enn. Santo Cáliz er líklega frá tímum Jesú og fyrir mörgum talinn vera hinn raunverulegi gral.

 

– Árið 1982

Bókin ,,Heilagt blóð, heilagur gral” kemur út. Í bókinni kemur fram sú kenning að hinn heilagi gral sé ekki efnislegur hlutur heldur einfaldlega afkomendur Jesú. Hugmyndinni er fylgt eftir í ,,Da Vinci lyklinum”.

Kornkaupmaður fann bikar

Gröftur eftir bikarnum náði hámarki um aldamótin 1900, þegar fjársjóðsleitarmenn lögðu mikið á sig til að komast til botns í málinu.

 

Hápunkturinn kom árið 1906 þegar kornkaupmaðurinn og sérvitringurinn Wellesley Tudor Pole fékk vitrun og var sagt að bikarinn væri á botni brunns skammt frá Glastonbury Tor.

 

Í brunninum fundu Pole og hjálparmenn hans einmitt gamlan bikar úr bláu gleri, skreyttan litlum krossum, eins og kraftaverk hefði gerst. Fornleifafræðingar og prestar rannsökuðu gripinn en gátu ekki skorið úr um hvort hér væri hinn heilagi bikar fundinn.

„Margir viðstaddra voru sannfærðir um að þetta væri bikarinn sem í leynum var smyglað burtu að næturlagi fyrir nærri 19 öldum.“
Mark Twain 1907.

Þann 20. júlí 1907 kynnti Wellesley Tudor Pole bikarinn fyrir heimspressunni og blaðamenn störðu í forundran á bikarinn frá krossfestingu Jesú.

 

Fögnuðurinn entist mánuðum saman en fór svo dvínandi. Eftir að hafa virt bikarinn fyrir sér á einni sýningunni, skrifaði sjálfur Mark Twain nokkuð kaldhæðna frásögn:

 

„Það gleður mig að hafa upplifað þennan hálftíma – sem á sinn hátt var einstæður í lífi mínu. Margir viðstaddra voru sannfærðir um að þetta væri bikarinn sem í leynum var smyglað burtu að næturlagi fyrir nærri 19 öldum, eftir að skapari alheimsins hafði fórnað lífi sínu á krossi,“ skrifaði Mark Twain, en bætti svo við:

 

„Hinn eini sanni bikar sem riddarinn í ryðfríu brynjunni, sir Galahad hafði leitað af riddaralegri fórnarlund á dögum Arthúrs konungs. Einmitt sá sanni bikar sem prinsar hefðu fórnað lífi sínu til að finna. Þarna kom hann loksins í leitirnar.

 

Grafinn upp af kornkaupmanni án nokkurs tilkostnaðar í formi blóðs eða langferða. Ekki neinar kröfur gerðar til hreinleika andans hjá finnandanum til viðbótar við almennt hreinlæti hveitisala. Virðulegt nafn þurfti heldur ekki til. Ekki sir Galahad, ekki sir Bors de Ganis, ekki sir Lancelot. Bara hr. Pole.“

Chalice Well er við rætur Glastonbury Tor. Fornleifafræðingar hafa fundið bæði steinaxir frá steinöld og leirker frá járnöld nálægt brunninum.

Bikar Poles reyndist auðvitað vera fölsun. Í janúar gat hópur vísindamanna, þeirra á meðal glersérfræðingar, eftir vandaða rannsókn, lýst því yfir að bikarinn væri „tiltölulega nýlegur“.

 

Við nánari athugun fékkst staðfest að bikarinn hafði verið keyptur í Bordighera á Ítalíu á síðasta tug 19. aldar og annar sérvitringur, dr. John Goodchild, hafði komið honum fyrir í brunninum.

 

Áfram var haldið að grafa á 20. öldinni, ekki síst í rústum klaustursins Glastonbury Abbey skammt frá hæðinni. Í rústirnar var grafið a.m.k. 36 sinnum á árabilinu 1904-1979. Þessi uppgröftur leiddi í ljós fjöldamargt varðandi sögu klaustursins en enginn bikar fannst.

 

Svonefndur „bikarbrunnur“, Chalic Well sem einnig var í nágrenni hæðarinnar var líka rannsakaður og grafið í hann en án árangurs.

 

Sá uppgröftur sýndi reyndar að brunnurinn hefur verið í notkun í meira en 2.000 ár. Vatnið úr Chalic-brunninum er örlítið rauðleitt og sagan segir að liturinn sé til minningar um blóð Jesú.

 

Vísindarannsóknir hafa hins vegar sýnt að litarefnið kemur úr setlögum sem vatnið rennur um.

 

Bikarinn hefur sem sé ekki fundist í Glastonbury. Augljósasta skýringin er auðvitað sú að hann hafi aldrei verið til.

 

En þó má líka hugsa sér að hann hafi horfið ásamt öðrum gripum í fjársjóði musterisriddaranna. Vissar vísbendingar gætu nefnilega bent til þess að musterisriddararnir hafi eitt sinn haft undir höndum bikar sem þeir töldu vera þann rétta.

Menn leita bikarsins frá Kýpur til Norður-Ameríku

Mörg þúsund fjársjóðsleitarmenn hafa lengi leitað að bikarnum helga. Áhugamenn telja vísbendingar leiða til klaustra, kirkna og brunna, allt frá Kýpur í austri til Oak Island í vestri.

Rosslyn Chapel í Skotlandi.

Bygging hófst 1446, löngu eftir að Filippus fagri leysti upp reglu musterisriddaranna. Í kirkjunni telja menn ummerki benda til að leynibræður musterisreglunnar hafi hjálpað við bygginguna og þrálátur orðrómur er um að bikarinn sé falinn undir kirkjugólfinu.

Temple Church í Bristol var eitt mikilvægasta aðsetur musterisriddaranna í Englandi og því eðlilegt að fela þar fjársjóði. Fornleifafræðingar hafa grafið undir kirkjuna og fundið glæsilegan ljósastjaka en ekki ennþá neinn bikar.

Glastonbury Tor er ævagamalt helgisvæði þar sem sagan segir að Jósef frá Arímaþeu hafi falið bikarinn eftir flótta sinn frá Jerúsalem.

Dómkirkjan í Valencia hýsir Santo Cáliz sem margir Spánverjar eru sannfærðir um að sé bikarinn helgi. Allmargir vísindamenn eru sammála um að þessi litla skál úr rauðum agatsteini hafi verið til á dögum Jesú.

Gisors í Normandí er gömul höll musterisriddara. Áletranir á veggjum o.fl. benda til að musterisriddarar hafi haft þar viðkomu á flóttanum eftir handtökuskipunina 1307 og kannski skilið þar eftir fjársjóð.

Róm varð miðstöð helgra gripa þegar Rómarveldi varð kristið á 4. öld. Sagan segir að bikarinn helgi hafi þá verið kominn til Rómar. Bikarinn gæti leynst undir kirkju eða í katakombunum.

Kýpur er mögulegur felustaður bikarsins og annarra fjársjóða musterisriddaranna. Aðalstöðvar musterisriddaranna fluttust þangað þegar þeir hröktust frá Landinu helga. Í Kolossi-höll á suðurströndinni hafa trúlega verið geymd mikil verðmæti en eitthvað af þeim gæti hafa verið flutt á brott við innrás Ottómana 1571.

Oak Island við austurströnd Nova Scotia í Kanada. Frá um 1800 hefur verið leitað þar að fjársjóðum, m.a. bikarnum helga, í og við djúpan brunn sem fyllt hefur verið í. Sumir ævintýramenn telja að bikarinn sé á botninum enda séu þarna manngerðar gildrur sem minni á musterisriddarana.

Menn leita bikarsins frá Kýpur til Norður-Ameríku

Mörg þúsund fjársjóðsleitarmenn hafa lengi leitað að bikarnum helga. Áhugamenn telja vísbendingar leiða til klaustra, kirkna og brunna, allt frá Kýpur í austri til Oak Island í vestri.

Rosslyn Chapel í Skotlandi.

Bygging hófst 1446, löngu eftir að Filippus fagri leysti upp reglu musterisriddaranna. Í kirkjunni telja menn ummerki benda til að leynibræður musterisreglunnar hafi hjálpað við bygginguna og þrálátur orðrómur er um að bikarinn sé falinn undir kirkjugólfinu.

Temple Church í Bristol var eitt mikilvægasta aðsetur musterisriddaranna í Englandi og því eðlilegt að fela þar fjársjóði. Fornleifafræðingar hafa grafið undir kirkjuna og fundið glæsilegan ljósastjaka en ekki ennþá neinn bikar.

Glastonbury Tor er ævagamalt helgisvæði þar sem sagan segir að Jósef frá Arímaþeu hafi falið bikarinn eftir flótta sinn frá Jerúsalem.

Dómkirkjan í Valencia hýsir Santo Cáliz sem margir Spánverjar eru sannfærðir um að sé bikarinn helgi. Allmargir vísindamenn eru sammála um að þessi litla skál úr rauðum agatsteini hafi verið til á dögum Jesú.

Gisors í Normandí er gömul höll musterisriddara. Áletranir á veggjum o.fl. benda til að musterisriddarar hafi haft þar viðkomu á flóttanum eftir handtökuskipunina 1307 og kannski skilið þar eftir fjársjóð.

Róm varð miðstöð helgra gripa þegar Rómarveldi varð kristið á 4. öld. Sagan segir að bikarinn helgi hafi þá verið kominn til Rómar. Bikarinn gæti leynst undir kirkju eða í katakombunum.

Kýpur er mögulegur felustaður bikarsins og annarra fjársjóða musterisriddaranna. Aðalstöðvar musterisriddaranna fluttust þangað þegar þeir hröktust frá Landinu helga. Í Kolossi-höll á suðurströndinni hafa trúlega verið geymd mikil verðmæti en eitthvað af þeim gæti hafa verið flutt á brott við innrás Ottómana 1571.

Oak Island við austurströnd Nova Scotia í Kanada. Frá um 1800 hefur verið leitað þar að fjársjóðum, m.a. bikarnum helga, í og við djúpan brunn sem fyllt hefur verið í. Sumir ævintýramenn telja að bikarinn sé á botninum enda séu þarna manngerðar gildrur sem minni á musterisriddarana.

Riddararnir áttu bikar

Sagan segir að musterisriddararnir hafi af ákafa leitað bikarsins helga undir Musterishæðinni í Jerúsalem á fyrstu árum reglunnar í Jerúsalem.

 

Musterishæðin er í grennd við þá staði þar sem Jesús neytti síðustu kvöldmáltíðarinnar og var krossfestur.

 

Hafi Jósef frá Arímaþeu ekki flutt bikarinn til Englands, mátti þykja sennilegast að hann leyndist einhvers staðar á þeim slóðum.

 

Árið 1867 uppgötvaði enski kapteinninn Charles Warren leynigöng undir hæðinni og hugsanlegt að musterisriddarar hafi grafið þau.

 

Göngin gætu verið til vitnis um ákefð þessara reglubræðra og Warren dró þá ályktun að leitin að bikarnum helga og fleiri helgigripum gæti jafnvel hafa verið ástæða þess að riddarareglan óskaði þess að fá að hafa höfuðstöðvar sínar á hæð hins forna musteris sem reglan var kennd við.

„Milli kirkjunnar í Golgata og aftökustaðarins er kapella þar sem bikar Herrans stendur.“
Pílagrímurinn Arculf á 7. öld.

Og reyndar er til ein heimild sem styður þann möguleika að musterisriddararnir hafi talið bikarinn helga leynast á þessum slóðum. Pílagrímurinn Arculf ferðist um Mið-Austurlönd á 7. öld og lýsti því sem fyrir bar:

 

„Milli kirkjunnar í Golgata og aftökustaðarins er kapella þar sem bikar Herrans stendur. Hann blessaði bikarinn eigin höndum og gaf postulunum hann, þegar þeir borðuðu saman kvöldið áður en hann var þjáður. Arculf sá bikarinn eigin augum og snart hann með hendi sinni. Allir íbúar borgarinnar hópast að bikarnum með djúpri virðingu.“

 

Engin önnur heimild nefnir nokkurn bikar eftir 7. öld og annað hvort hefur bikarinn verið tekinn niður og falinn eða Arculf hefur hreinlega spunnið söguna upp.

Bækur Chrétien de Troyes voru skrifaðar áður en prentlistin var fundin upp og því þurfti að afrita þær í höndunum.

Dularfullur höfundur fann upp skáldsöguna

Hinn heilagi gral birtist fyrst í bókmenntum um árið 1180, þegar franski rithöfundurinn Chrétien de Troyes skrifaði um skarti skreyttan bikar sem riddarinn Perceval ætlaði sér að finna.

 

Sagan veitti mörgum öðrum rithöfundum innblástur og gralskáldsögur urðu miðaldasvarið við Harry Potter. Lengri sögur komust í tísku og er Chrétien talinn faðir skáldsögunnar.

 

Þó að allir þekktu sögurnar um hinn heilaga bikar er höfundur upprunalegu sögunnar dularfull persóna. Sagnfræðingar vita ekki mikið um Chrétien en tungumál hans er rakið til svæðisins í kringum borgina Troyes en þaðan kemur eftirnafn hans.

 

Fræðimenn eru heldur ekki vissir hvaðan hann fékk innblástur sinn að sögunni um gralinn en nokkrar af forngrísku bókmenntunum eins og Illionskviður eftir Hómer voru nýlega þýdd á fornfrönsku á 12. öld og ritstíll Chrétiens bendir til þess að hann hafi lesið þessa fornu texta.

Mikil verðmæti hurfu

Hafi nú riddararnir fundið bikarinn í Jerúsalem er fyllilega rökrétt að álykta að þeir hafi flutt hann með sér til Vestur-Evrópu snemma á 12. öld.

 

Það kemur líka heim og saman við þann tíma þegar farið er að nefna bikarinn í rituðum heimildum.

 

Undir lok 12. aldar hófst eins konar bókmenntaleg tískubylgja og franski rithöfundurinn Chrétien de Troyes skrifaði fyrstur um heilagan bikar sem hefði yfirnáttúrulega eiginleika.

 

Margir aðrir fylgdu í kjölfarið og frásagnir af bikarnum helga urðu meðal útbreiddustu sagna miðalda. Margar hástéttarfjölskyldur í Evrópu áttu bikarskáldsögur í skrautbandi í bókahillum sínum.

Riddararnir hafa að líkindum átt mikið magn af rúbínum og safírum sem gætu verið grafnir með bikarnum.

Sögusagnir um musterisriddarana sem gæslumenn hins heilaga grals blómstruðu líka á miðöldum. Sé eitthvað til í þessum sögum hefur bikarinn horfið ásamt öðru því sem eftir var af fjársjóðum reglunnar við handtökurnar 1307.

 

Sagnfræðingar vita með vissu að reglubræðurnir höfðu undir höndum gríðarleg verðmæti sem m.a. voru til komin vegna gjafa frá frómum aðalsfjölskyldum og furstum sem gáfu ríkulega til reglunnar í þakklætisskyni til riddaranna sem varið höfðu kristnina í landinu helga.

 

Til viðbótar græddi regla musterisriddaranna á tá og fingri í viðskiptum en reglan tók að sér að varðveita verðmæti gegn greiðslu og hún lánaði líka stórfé til stórhöfðingja og valdamanna einstakra ríkja þegar þeir lentu í peningavandræðum.

 

En allir fjársjóðir reglunnar virtust skyndilega hafa gufað upp þegar riddararnir voru handteknir árið 1307.

 

Filippus 4. Frakkakonungur, nefndur Filippus fagri sem að líkindum stóð að samsærinu gegn musterisriddurunum, hefur vafalaust vonast til að finna mikla fjársjóði í fjölmörgum húseignum og köstulum reglunnar í Vestur-Evrópu en hann fann ekkert annað en – musterisriddarana sjálfa.

Bikar frá tíma Jesú

Bikarinn helgi hefði án nokkurs vafa verið falinn, hefði hann verið í eigu musterisriddaranna. Mikilvægasta grip kristninnar gat reglan ekki látið ganga sér úr greipum. En það er þá óupplýstur leyndardómur hvað varð um hinn heilaga gral.

 

Til eru meira en 200 mismunandi bollar, könnur og bikarar sem menn fullyrða að séu einmitt hinn eini sanni bikar – en fæstar kirkjur hafa fallist á að leyfa vísindalega skoðun.

 

Ein af fáum undantekningum er dómkirkjan í Valencia á Spáni, þar sem bikarinn Santo Cáliz er til sýnis í hliðarkapellu. Santo Cáliz er einföld, dökkrauð skál úr agatsteini.

 

Sjálf skálin er skorin út úr agatsteini og er um sjö sentimetra há og níu sentimetrar í þvermál. Fóturinn er skreyttur eðalsteinum og á honum eru arabísk rittákn en um tilgang táknanna eru fræðimenn ekki sammála.

Margir Spánverjar telja bikarinn í dómkirkjunni í Valencia vera hinn upprunalega bikar Jesú.

Fóturinn er án efa gerður á miðöldum en vísindamenn telja skálina sjálfa miklu eldri.

 

Það er erfitt að meta aldur agats en miðað við útskurðartækninga telja sagnfræðingar að skálin sé um 2.000 ára gömul.

 

Spænski prófessorinn Antonio Beltrán telur skálina frá árabilinu 100-50 f.Kr. og handverkið bendir til að hún sé palestínskt eða egypskt handverk.

 

Skálin í dómkirkjunni í Valencia hefur sem sagt að öllum líkindum verið til á dögum Jesú – öfugt við nánast alla aðra gripi sem sagðir hafa verið tengjast honum.

 

Þrátt fyrir háan aldur er Santo Cáliz ekki nefndur í heimildum fyrr en 1134 en þá er bikarinn talinn upp meðal gripa í eigu klaustursins San Juan de la Pena og þar nefndur bikarinn „sem Kristur vígði með blóði sínu.“

 

Í skjali frá 1399 segir að klaustrið hafi afhent Martin konungi af Aragóníu gripinn í skiptum fyrir gullkönnu.

 

Konungar Aragóníu virðast hafa verið áhugasamir um bikarinn helga, því vitað er að Jakob 2. Aragóníukonungur skrifaði súltani Egyptalands árið 1322 og bað um að „fá sendan bikarinn sem Jesús drakk af við síðustu kvöldmáltíðina“.

 

Jakob 2. gaf líka allmörgum musterisriddurum upp sakir eftir uppgjörið 1307.

Í fjölmörgum spænskum málverkum af Jesú hefur hinn heilagi gral frá Valencia fylgt með. Til dæmis í mynd endurreisnarmálarans Vicente Juan Masip frá u.þ.b. 1550.

Þessar ágiskanir eru að öllum líkindum fyrst og fremst óskhyggja. En þeim sem bíða og vona gefst tækifæri til að halda sér í vinsæla þjóðsögu sem segir að Pétur postuli hafi flutt Santo Cáliz til Rómar á 1. öld og djákninn heilagur Lárentíus hafi svo fengið bikarinn að gjöf frá Sixtusi 2. páfa árið 256.

 

Lárentíus smyglaði bikarnum til heimaborgar sinnar, Valencia, þar sem hann endaði í klaustrinu San Juan de la Pena. Enn í dag hefur Santo Cáliz mikið aðdráttarafl á pílagríma og margir páfar hafa látið í ljós aðdáun á bikarnum; m.a. notaði Benedikt 16. páfi bikarinn í messu í dómkirkjunni í Valencia árið 2006.

Samkvæmt frásögnum um Artúr konung opinberaðist hinn heilagi gral riddurum hringborðsins.

Þetta vita menn með vissu:

 • Mýtan hefur verið til öldum saman

 

 • Sögur um bikarinn birtast á 12. öld.

 

 • Margar sagnanna lýsa musterisriddurum sem varðmönnum bikarsins.

 

 • Musterisriddarar áttu miklar landareignir og gríðarmikla fjármuni.

 

 • Nánast ekkert fémætt fannst við handtökurnar 1307.

 

 • Margir komust undan, m.a. til Spánar og Portúgals.

 

 • Dálítið af myntum hefur fundist en enginn fjársjóður.

Konunglegt blóð

Santo Cáliz er sennilega sá bikar sem kemst næst því að geta verið trúverðugur sem „sá eini sanni“ – ef sögusagnir um hinn heilaga gral vísa á annað borð til áþreifanlegs hlutar.

 

Sú kenning er til að hugmyndin um þennan helgidóm vísi hvorki til bikars né skálar, heldur einfaldlega til afkomenda Jesú.

 

Hugmyndin er best þekkt úr skáldsögunni Da Vinci-lykillinn eftir Dan Brown og byggist á því að Jesús og María Magdalena hafi verið hjón en samkvæmt Biblíunni var hún viðstödd krossfestinguna.

 

Samkvæmt þessari tilgátu var María barnshafandi og flýði til Frakklands eftir að Jesús var tekinn af lífi. Þar fæddi hún dóttur sem síðar varð ættmóðir Frakkakonunga af ætt Meróvinga. Eftir að sú ætt var hrakin frá völdum á 8. öld, lifði hún áfram og á afkomendur enn í dag.

Er það í raun María Magdalena en ekki Jóhannes sem situr vinstra megin við hlið Jesú í málverki Leonardo da Vincis „Síðasta kvöldmáltíðin“? Það er ein af kenningunum í "Da Vinci lyklinum".

Sú hugmynd að átt sé við konungsætt en ekki bikar byggist m.a. á því að rangur skilningur hafi verð lagður í tvö frönsk orð.

 

Á miðaldafrönsku merktu orðin „san greal“ heilagan gral, sem sagt heilagan bikar en kenningin byggist á því að g-ið tilheyri í raun fyrra orðinu og beri að lesa sem „sang real“ sem merkir blóð konungs eða „konunglegt blóð“.

 

Leynilegar tilvísanir varðandi hjónabandsstöðu Jesú á samkvæmt kenningunni að vera að finna víða í bókmenntum og listaverkum, t.d. í hinu fræga málverki Leonardos da Vinci, Síðasta kvöldmáltíðin.

 

Það er ekki postulinn Jóhannes sem situr Jesú til hægri handar, heldur María Magdalena. Á málverkinu er þessi persóna óneitanlega líkari konu en karli og saman mynda þau V sem á að vera tilvísun til móðurlífs Maríu og til marks um að hún sé barnshafandi.

 

Ef við hugsum okkur að María sé flutt til á myndinni og höfð hinum megin við Jesú, hvílir hún höfuðið á öxl hans eins og telja mætti eðlilegar stellingar hjóna.

Leonardo da Vinci er sagður stórmeistari leynireglunnar Priorat of Sion. Engar sannanir eru fyrir þessari kenningu.

Sagan segir að afkomendur Jesú njóti verndar dularfullrar hreyfingar sem kallast Príorat Síons og var stofnuð í Jerúsalem 1099. Skömmu síðar stofnaði hreyfingin reglu musterisriddaranna sem hernaðararm samtakanna.

 

Príoratið hefur síðan haft innan sinna vébanda reglubræður með stórmeistaratign sem margir voru vel þekktir listamenn, svo sem Claude Debussy, Ísak Newton og Leonardo da Vinci.

 

Sem stórmeistari reglunnar þekkti Leonardo dýpstu leyndardóma hennar og málaði þess vegna Síðustu kvöldmáltíðina á þennan hátt.

 

Kenningin er ekki skáldskapur Dans Brown sjálfs, heldur sótti hann hugmyndina í bókina Heilagt blóð, helgur bikar sem fyrst var gefin út 1982.

 

Sú bók varð metsölubók víða um heim og áhangendum kenningarinnar fjölgaði svo aftur gríðarlega þegar Dan Brown sendi Robert Langdon í leit að lausn gátunnar.

Við þessu vantar svör:

Smelltu á mynd til að sjá hana stærri með lýsingu

Höfundar plötuðu heiminn

Gallinn er bara sá að nánast ekkert í þessari kenningu heldur vatni. Vísindamenn, einkum franskir, hafa lagst í miklar rannsóknir og rakið í sundur tilgátuflækjur í bókinni Heilagt blóð, helgur bikar.

 

Í rituðum heimildum er hvergi neitt að finna um afkomendur Jesú og ekkert styður þá tilgátu að María Magdalena hafi farið til Frakklands.

 

Listasögufræðingar vísa því líka algerlega á bug að hana sé að finna á málverkinu Síðasta kvöldmáltíðin. Jóhannes postuli er víðast dreginn nokkuð kvenlegum dráttum og ef María Magdalena er á málverkinu, vantar Jóhannes alveg, þar eð einungis 13 eru á myndinni.

 

Orðaleikurinn þar sem „san greal“ verður að „sang real“ stenst heldur ekki skoðun. Bikarinn helgi hét á miðöldum einfaldlega „Graal“. Blóð kallaðist heldur ekki „sang“ á miðaldafrönsku, heldur „sanc“ og c-ið táknaði k-hljóð.

 

Príorat Síons var heldur ekki stofnað 1099. Samtökin eru reyndar til en þau voru stofnuð 7. maí 1956 í Annemasse í Frakklandi nálægt landamærunum að Sviss sem leigjendasamtök til að berjast gegn íbúðaspákaupmennsku.

 

Kenningin um táknræna ímynd bikarsins fyrir afkomendur Jesú er því nokkurn veginn örugglega uppspuni frá rótum en leitin að bikarnum heldur hins vegar áfram í Glastonbury í Englandi og reyndar víða annars staðar.

 

Menn hafa síður en svo gefið upp alla von um að finna þennan helgidóm og sömuleiðis gætu fjársjóðir musterisriddaranna vel mögulega leynst undir einhverjum gömlum kastala einhvers staðar í Evrópu.

 

Kannski finnst bikarinn helgi einn góðan veðurdag og veitir þá ef til vill eiganda sínum óendanlegt ríkidæmi. En hingað til er þó aðeins vitað um einn mann sem hefur með fullri vissu auðgast vel á þessum merkilega bikar: Dan Brown.

Lestu meira um leitina að hinum heilaga graal

Richard Barber: The Holy Grail: Imagination and Belief, Harvard University Press, 2005

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Erik Wied , Bue Kindtler-Nielsen

© Eugene Birchall,© Fine Art Images/Heritage Images/Getty Images,© Shutterstock,© Thoughtco.com/Getty,© Tate Gallery,© Bibliothèque nationale de France,© Lesavoirperdudesanciens.com,© Jl FilpoC,© Museo del Prado,© Gallica Digital Library,© Santa Maria delle Grazie,© Web Gallery of Art

Náttúran

Af hverju eru lauf trjáa með mismunandi lögun?

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Náttúran

Jörðin eftir manninn: Svona munu leifar siðmenningar okkar hverfa

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Jörðin

Af hverju er ís svona háll?

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Jörðin

Af hverju er ís svona háll?

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

Maðurinn

Vísindamenn vara við langvarandi notkun á snuði

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Alheimurinn

Tvíburi Vetrarbrautarinnar finnst í útjaðri alheimsins

Lifandi Saga

Hvers vegna klæddust fangar röndóttum búningum í gamla daga?

Lifandi Saga

Af hverju er rússneskur bær í Noregi?

Jörðin

Leiða loftslagsbreytingar til fleiri jarðskjálfta?

Vinsælast

1

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

2

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

3

Heilsa

Líkamleg snerting er mikilvæg milli föðurs og ungabarns

4

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

5

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

6

Jörðin

Af hverju er ís svona háll?

1

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

2

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

3

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

4

Jörðin

Af hverju er ís svona háll?

5

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Náttúran

Topp 5: Hvaða dýr stunda lengsta mökun?

Lifandi Saga

Sósíaldarwinistarnir lýstu yfir stríði gegn fátækum

Lifandi Saga

BNA á barmi borgarastyrjaldar: Nasista-prestur vildi bylta lýðræðinu

Lifandi Saga

Bretar knúðu fram frjálsa verslun með fallbyssum

Maðurinn

Eru fingraför óhjákvæmilega ólík?

Maðurinn

Frestar þú leiðinlegum verkefnum? Samkvæmt vísindamönnum er það slæm hugmynd

Læknisfræði

Hversu gamalt er Viagra?

Maðurinn

Ný rannsókn: Áhrif framhjálds á konur koma á óvart

Maðurinn

Hve lengi hefur krabbamein hrjáð mannkynið?

Maðurinn

Við getum lifað án heilastofns

Náttúran

Vísindamenn kortleggja nú heimshöfin

Heilsa

41 næringarríkustu fæðutegundir jarðar

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Skógarhöggsmenn hafa yfirtekið svæði ættflokksins sem skapar ýmsar hættur fyrir hann.

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is