Hversu mikil tepra var Viktoría drottning?

Sagt er að Viktoríutímabilið á Englandi hafi einkennst af ótrúlega miklum tepruskap. En í raun var það ekki alveg svo.

LESTÍMI: 2 MÍNÚTUR

 

Sagt er að Viktoríutímabilið á Englandi hafi einkennst af ótrúlega miklum tepruskap og að samfélagið allt hafi verið afar púrítanískt. Það að minnast á nakinn fótlegg þótti allt of djarft. Siðvenjur fyrirskipuðu þannig að ekki mætti raða bókum í hillur hlið við hlið eftir karlrithöfund og kvenrithöfund, nema viðkomandi væru saman í hjónabandi.

 

En á sama tíma fóru læknar að rannsaka fullnægingu kvenna og erótískir rómanar seldust í milljónatali.

 

Út á við predikaði Viktoría strangt siðferði, meðan sjálf teiknaði hún nakta menn.

 

Viktoría drottning hafði ekkert persónulega á móti erótík. Hún teiknaði og safnaði nektarmyndum af karlmönnum – og heiðraði eiginmann sinn með einni slíkri teikningu á afmælisdegi hans.

 

Engu að síður var hún afar siðavönd þegar kom að kynlífi, fyrst og fremst vegna þess hvernig lauslæti forvera hennar hafði dregið úr virðingu þegnannna á konungsfjölskyldunni og aðlinum.

 

Orðspor drottningar – og alls tímabilsins – sem einkennist af miklum tepruskap, er litað af framlagi fjölmargra rithöfunda sem tóku að rita bækur á tuttugustu öld um samfélagið á Viktoríutímabilinu.

 

Margir þeirra, ekki síst Lytton Strachey sem ritaði bókina „Eminent Victorians“ (1918) ýktu verulega siðvendni samfélagsins og sú túlkun er ennþá við lýði.

 

Birt: 01.12.2021

 

 

Bue Kindtler-Nielsen

 

Lestu einnig:

(Visited 676 times, 1 visits today)

Tengdar Greinar

FULLUR AÐGANGUR AÐ VEFNUM Í 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR

PRÓFAÐU 14 DAGA FYRIR 0 KRÓNUR