Maðurinn

Hvernig starfar minnið?

Hvernig ber heilinn sig að við að varðveita minningar? Vísindamenn hafa um áraraðir reynt að skýra hvernig við erum fær um að muna mikilvæga hluti en gleyma öðrum. Og á síðustu árum hafa ótal rannsóknir á bæði heilbrigðum manneskjum og persónum með alvarlegt minnisstol hjálpað fræðimönnum að afmarka svarið.

BIRT: 14/02/2024

Minnið er vafalítið einn mikilvægasti eiginleiki heilans. Án þess værum við ófær um að læra nokkuð. Við gætum ekki kallað fram minningar frá síðasta sumarfríi, og um leið og við værum sest inn í bílinn værum við búin að gleyma hvert förinni væri heitið.

 

En þetta er aðeins toppurinn á ísjakanum, því minnið sér einnig um að við getum yfirhöfuð starfað dags daglega. Þegar heyrnin nemur hljóð, snertiskynið finnur fyrir snertingu, eða sjónin skynjar hreyfingu útundan sér þá eiga þessi skynáreiti sér stað á sekúndubroti áður en taugaboðin deyja út.

 

Heilinn þarf hins vegar lengri tíma til að tileinka sér þessi áreiti, ráða í samhengi þeirra, tengja þau við fyrri reynslu og ákvarða hvort bregðast þurfi við þeim. Ef minnið sæi ekki um að halda í þessi skynáreiti gæti heilinn alls ekki unnið úr þeim áður en þau væru horfin út í buskann.

 

Fræðimenn greinir á um skilgreiningar

Hið svonefnda vinnsluminni er oft skilgreint sem það sem við beinum athygli okkar að á tilteknu augnabliki og því geymir það aðeins afar litlar upplýsingar sem skiptast út mörgum sinnum á sekúndu.

 

Vinnsluminnið er því nauðsynlegt til að við getum yfirhöfuð tengt okkur við umheiminn meðan skammtíma- og langtímaminnið sér til þess að við getum nýtt þessar upplýsingar og gleymum ekki fyrstu orðum í setningu áður en við náum að ljúka henni. Eins að við getum munað textann næsta dag eða jafnvel mörgum árum seinna.

 

Þrátt fyrir að flestir fræðimenn séu sammála um að minnið hvíli á þessum þremur grunnstólpum þá leikur meiri vafi á hvar beri að draga mörkin milli þeirra og hvernig þeir vinna saman. Margir fræðimenn hafa því gefist upp á að greina á milli vinnslu- og skammtímaminnis þar sem sérkenni beggja er að vera ákaflega hverful.

 

Ólíkt langtímaminninu sem í raun getur geymt feiknarlegt magn upplýsinga í ótakmarkaðan tíma þá er skammtímaminnið talið vera mun takmarkaðra, bæði hvað varðar geymslurými og endingu.

 

Þegar árið 1956 komst George Miller við Harvard University í Massachusetts, BNA, að þeirri niðurstöðu að skammtímaminnið takmarkast við um 7 þætti í 20 sekúndur, en nýjar rannsóknir benda til að það geti varla geymt meira en 4 þætti í senn.

LESTU EINNIG

Sé okkur sýndar t.d. tölurnar „3,7,2,“ getum við einatt endurtekið þær í réttri röð. En ef fjöldi talnanna er tvöfaldaður eða jafnvel þrefaldaður er mun erfiðara að muna þær.

 

Minni skipt niður

En viðlíka tilraunir má gera með margvíslegum hætti og niðurstöðurnar veita færi á nánast jafnmörgum túlkunum. Sem dæmi hefur komið í ljós að skammtímaminnið vinnur með upplýsingar í afmörkuðum þáttum, sem geta ekki einungis verið ein tala eða einn bókstafur, heldur einnig stutt talnaruna, stafsetning eða heilt orð sem við skynjum þegar sem eina einingu.

 

Oft reynist erfitt að muna 8 talna símanúmer sem 8 sjálfstæðar tölur, en sé þeim skipt upp í tvo 4 talna flokka þarf skammtímaminnið nú aðeins að halda til haga tveimur þáttum – sú aðferð að flokka staka þætti í litlu stærri samhangandi flokka er á ensku nefnt „chunking“, og er skilvirk aðferð til að víkka út getu skammtímaminnisins sem við nýtum bæði ómeðvitað sem meðvitað.

 

Afstæðar myndir

Skammtímaminnið reiðir sig jafnan á að einstaka þætti megi skilja sem eitthvað vel þekkt og afmarkað. Tilraunir hafa sýnt að mun auðveldara er að muna orð sem eru algeng í venjulegu talmáli en þau sem eru fágætari.

 

Hið sama á við um teikningar sem sýna raunverulega hluti fremur en afstæðar myndir, rétt eins og auðveldara er að muna andlit þekktra manna, en myndir af framandi fólki.

 

Hið síðastnefnda var rannsakað af Margaret C. Jackson og Jane E. Raymond við University of Wales Bangor í Bretlandi, árið 2008. Þátttakendur áttu að horfa á skjá sem sýndi mósaík af 10 litlum myndum með ólíkum andlitum. Þessu næst kom stutt hlé en síðan birtist mósaíkmyndin á ný. Þátttakendur áttu nú að muna í hvaða tilfellum var um sömu mynd að ræða.

 

Í einu tilviki voru andlitin af óþekktum manneskjum en í hinu mátti sjá frægt fólk eins og Johnny Depp, Brad Pitt og Leonardo DiCaprio. Í ljós kom að þegar um fræga fólkið var að ræða gátu þátttakendur ekki bara munað fleiri andlit – þeir voru einnig skjótari til svara um hvort mósaíkmyndin sýndi sömu andlit eður ei.

LESTU EINNIG

Nýjar minningar keyra í lykkju

Rannsóknir undanfarinna áratuga hafa sýnt að við eigum auðveldara með að muna merkingarbær og auðþekkjanleg orð eða myndir, þar sem skammtímaminnið nýtir sér endurtekningu til minnisfestingar.

 

Þetta felur í sér að þegar við erum nýbúin að heyra orð, endurtekur innri rödd í heilanum það hvað eftir annað svo orðið er stöðugt rifjað upp fyrir hverfult skammtímaminnið.

 

Þessi kenning kom fyrst fram árið 1974 hjá Alan B. Baddeley og Graham Hitch við University of Stirling í Skotlandi. Þeir notuðu hugtakið „hljóðræna lykkjan“ til að lýsa þessari innri endurtekningu orðanna meðan „sjónræna teikniborðið“ var látið ná yfir samsvarandi endurtekningu mynda í innri sýn okkar.

 

Þannig geta orð, myndir og aðrar upplýsingar fest sig í sessi í skammtímaminninu, en hætti endurtekningin hverfa minningarnar á fáeinum sekúndum.

 

Mismunandi aðferðir til að muna orð og myndir

Heilinn notar þannig mismunandi aðferðir til að muna orð og myndir og þetta er ástæða þess að mörg okkar fá á tilfinninguna að geta munað suma hluti miklu betur en aðra.

 

Í fyrrnefndri tilraun þeirra Jackson og Raymonds leituðust þeir við að rannsaka hvaða aðferð þátttakendur nýttu til að muna andlitin. Í einu afbrigði tilraunarinnar fengu þeir fyrst að sjá 2 eða 4 tölur sem þeir áttu að reyna að muna með því að endurtaka þær upphátt á meðan þeir fóru í gegnum afganginn af tilrauninni og skoðuðu andlitin.

 

Þannig var hljóðræna lykkjan þeirra upptekin af því að muna tölurnar og hafði þannig takmarkaðri kost á að festa jafnframt andlitin í minninu.

 

Þegar hljóðræna lykkjan var þannig slegin út, kom það bersýnilega niður á getunni til að muna óþekkt andlit, meðan hæfileikinn til að muna eftir fræga fólkinu skertist í minna mæli.

 

Vísindamennirnir túlka niðurstöðurnar þannig að menn geti í sjónhendingu borið kennsl á þekktu andlitin og því endurtekið þau með aðstoð sjónræna teikniborðsins meðan óþekkt andlit er að líkindum munað með því að tengja lýsandi orð við það, t.d. „stórt nef“, „græn augu“, „dökkt hár“ o.s.frv.

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: Ritstjórn

Shutterstock

Heilsa

Sokkar geta haft áhrif á magann

Alheimurinn

Næsti tungljeppi NASA verður hálfsjálfvirkur

Alheimurinn

Næsti tungljeppi NASA verður hálfsjálfvirkur

Maðurinn

Vald breytir heilanum – og persónuleikanum

Maðurinn

Vald breytir heilanum – og persónuleikanum

Heilsa

Ormar sem fundust í heila manns tengdist beikonáti

Maðurinn

„Við kvefumst frekar á veturna“

Maðurinn

Hvers vegna aka Bretar á vinstri vegarhelmingi?

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Framtíðarmaturinn borinn fram: Borðum þörunga!

Maðurinn

7 ósannar mýtur um líkamann

Náttúran

Hvers vegna eru sólin og tunglið ekki með sama lit? 

Maðurinn

Síamstvíburar giftust og eignuðust börn

Lifandi Saga

Guðfaðir hrollvekjunnar: Edgar Allan Poe: Enn hvílir dulúð yfir meistara myrkranna

Menning og saga

Stórt nef arfur fortíðarinnar

Heilsa

Sannleikurinn um vítamín

Jörðin

Jarðskjálftar geta raskað tíma og rúmi

Jörðin

Loftslagsbreytingar munu bitna harkalegast á Kína

Náttúran

Fyrsta rándýrið kannski uppgötvað í Ástralíu

Maðurinn

Framtíðarmaturinn borinn fram: Borðum þörunga!

Maðurinn

7 ósannar mýtur um líkamann

Náttúran

Hvers vegna eru sólin og tunglið ekki með sama lit? 

Maðurinn

Síamstvíburar giftust og eignuðust börn

Lifandi Saga

Guðfaðir hrollvekjunnar: Edgar Allan Poe: Enn hvílir dulúð yfir meistara myrkranna

Menning og saga

Stórt nef arfur fortíðarinnar

Heilsa

Sannleikurinn um vítamín

Jörðin

Jarðskjálftar geta raskað tíma og rúmi

Jörðin

Loftslagsbreytingar munu bitna harkalegast á Kína

Náttúran

Fyrsta rándýrið kannski uppgötvað í Ástralíu

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Maðurinn

Sebrafiskur afhjúpar óþekkta orsök krabbameins

Maðurinn

Sebrafiskur afhjúpar óþekkta orsök krabbameins

Heilsa

Besta leiðin til að verjast lús

Heilsa

Besta leiðin til að verjast lús

Heilsa

Hversu oft á að þvo rúmfötin?

Maðurinn

Konur finna fyrir meiri sársauka en karlar

Lifandi Saga

Fasisti stal líki Mussolinis: Hinsta ferð harðstjórans

Lifandi Saga

Fimm ástæður þess að nasistar flúðu til Suður-Ameríku

Vinsælast

1

Heilsa

Átta merki þess að þú drekkir of lítið vatn

2

Heilsa

Getur þvagblaðran sprungið, ef maður heldur of lengi í sér?

3

Maðurinn

Síamstvíburar giftust og eignuðust börn

4

Maðurinn

7 ósannar mýtur um líkamann

5

Náttúran

Vísindamenn varpa ljósi á taugakerfi plantna

6

Maðurinn

Vald breytir heilanum – og persónuleikanum

1

Heilsa

Átta merki þess að þú drekkir of lítið vatn

2

Heilsa

Getur þvagblaðran sprungið, ef maður heldur of lengi í sér?

3

Maðurinn

Síamstvíburar giftust og eignuðust börn

4

Maðurinn

7 ósannar mýtur um líkamann

5

Maðurinn

Vald breytir heilanum – og persónuleikanum

6

Maðurinn

Straumur í heila hressir þunglynda

Maðurinn

Þess vegna er sumt fólk svona kulsækið?

Jörðin

Er mögulegt að vara við flóðbylgjum?

Heilsa

Fimm atriði sem þú ættir að þekkja til að öðlast heilbrigðari lífstíl.

Maðurinn

Samkennd. Hvað táknar það að vera fær um að sýna samkennd?

Maðurinn

Rautt ljós getur leitt af sér betri sjón

Jörðin

Parísarsamkomulagið dautt: Það sýður upp úr hnettinum

Lifandi Saga

Hafnarborg í Texas lyftist upp um fimm metra 

Lifandi Saga

Grimmsævintýri: Bönnuð börnum

Heilsa

Blóðflokkur þinn kann að hafa áhrif á hvort þú færð heilablóðfall snemma á lífsleiðinni

Lifandi Saga

Víkingarnir voru kynþokkafullir kvennabósar

Lifandi Saga

Úkraínska og rússneska – hver er munurinn?

Maðurinn

Svona mikið vatn ættir þú að drekka á dag

Framtíðarmaturinn borinn fram: Borðum þörunga!

Fæða framtíðarinnar er á leiðinni á diskana okkar. Sú fæða felur oftast hvorki í sér jurtir né dýr og andstætt við landbúnað í dag sem dælir koltvíoxíði út í andrúmsloftið, er nýju matvælaframleiðslunni ætlað að hreinsa loftið.

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is