Lifandi Saga

Auschwitz: Úr lestinni í gasklefana

Útrýming nasista á gyðingum í Evrópu er í fullum gangi árið 1944. Þýskur ljósmyndari skráir voðaverkin þegar lest með ungverskum gyðingum kemur til Auschwitz-Birkenau fangabúðanna um vorið.

BIRT: 25/02/2025

Bandarískur herafli náði þann 11. apríl 1945 til útrýmingarbúðanna Dora-Middlebau í suðurhluta Harzen-héraðs. Þjóðverjar höfðu áður unnið að því að tæma búðirnar að mestu og einungis fáeinir fangar voru eftir – meðal þeirra hin 19 ára gamla Lilly Jakob frá Ungverjalandi.

 

Árinu áður hafði hún ásamt fjölskyldu sinni verið flutt til útrýmingarbúðanna Auschwitz Birkenau. Strax eftir komuna þangað var Lilly skilin frá foreldrum sínum og litlum bræðrum. Hún vonaði að hún fengi að sjá þau aftur.

 

Lilly var síðar send til Dora-Middlebau þar sem hún vann við að setja saman V2-eldflaugar í neðanjarðarverksmiðju. Þegar búðirnar voru frelsaðar lá Lilly á sjúkrastofu með taugaveiki. Í skúffu einni í bragganum fann hún óhugnanlegan hlut: Laglega innbundið myndaalbúm.

Lilly Jacob fann myndaalbúm sem skilið var eftir í fangabúðunum Dora-Mittelbau

Lilly sá strax að albúmið var fullt af myndum frá Auschwitz. Myndirnar sýndu komu ungverskra gyðinga sem voru fluttir þangað í maí eða júní 1944.

 

Myndirnar skrásettu ferlið frá komu gyðinganna til útrýmingarbúðanna og fram að síðasta augnabliki þeirra, rétt áður en þeir voru leiddir inn í gasklefa.

 

Ekki er vitað hver tók myndirnar. Það kann að hafa verið Ernst Hoffman eða Bernhard Walter – tveir SS-liðar sem sáu um að taka einkennismyndir af öllum föngum búðanna. Sagnfræðingar vita ekki hvers vegna myndir þessar voru yfir höfuð teknar.

Koman

Skorsteinarnir á Krematorium II og Krematorium III sjást í bakgrunninum. Þar voru margir gyðingar brenndir sama dag og þeir komu til búðanna.

Gyðingar settir af í forgarði helvítis

Frá 15. maí til 9. júlí 1944 voru meira en 434.000 ungverskir gyðingar fluttir til fangabúða nasista. Flestir þeirra enduðu í Auschwitz-Birkenau. Lestirnar keyrðu inn að lestarpalli í búðunum og síðan voru gyðingarnir reknir út úr yfirfullum lestarvögnunum. Um 8 af hverjum 10 voru gasaðir til bana skömmu eftir komuna.

Búðirnar

Líkbrennslur í Auschwitz-Birkenau (merktar með rauðu) gátu brennt allt að 9.000 manns á degi hverjum.

Auschwitz-Birkenau var dauðaverksmiðja

Aðalbúðirnar, Auschwitz 1, voru teknar í notkun árið 1940 og hýstu margvíslega pólitíska fanga. Auschwitz 2 (Auschwitz-Birkenau) frá 1942 voru útrýmingarbúðir með fjórum gasklefum og líkbrennslum meðan að Auschwitz 3, þar sem fangarnir framleiddu gúmmí og eldsneyti, voru reistar af þýska iðnaðarrisanum IG Farben.

Deildirnar

Í bakgrunni sést aðalvarðturn Auschwitz-Birkenau en lest gat keyrt í gegnum gátt með dauðadæmda gyðinga á leið þeirra inn í búðirnar.

Þeim nýkomnu var skipt upp

Þegar SS-verðirnir höfðu náð öllum út úr lestarvögnunum voru hinir nýkomnu beðnir um að skilja eftir eigur sínar í hrúgu á lestarpallinum. Síðan var gyðingunum skipt upp í tvo hópa eftir kyni og aldri: menn og eldri drengir voru sendir í eina röð en konur og börn í hina.

Úrvalið

Konan á myndinni, Geza Lajtos lifði af veruna í Auschwitz-Birkenau en lést í öðrum fangabúðum í mars 1945.

Læknir útdeilir dauðadómum

Nú hófst hið svokallaða val. SS-læknar mátu ástand þeirra sem voru nýkomnir. Markmiðið var að velja þá sem gátu ennþá þolað erfiðisvinnu. Sumir þeirra voru beðnir um að upplýsa um aldur sinn og hvort þeir hefðu lært einhverja iðn en flestir voru þó metnir út frá líkamlegu atgervi.

Þrælavinna

Alls var um 1,1 milljón gyðinga flutt til Auschwitz – af þeim voru um 200.000 valdir til erfiðisvinnu. Hinir voru drepnir eins skjótt og kostur var.

Fangar voru bara númer í röðinni

Þeir gyðingar sem að mati SS manna voru nægjanlega hraustir til að vinna voru sendir áfram inn í búðirnar. Þar voru þeir krúnurakaðir, aflúsaðir og fengu húðflúr með fanganúmeri á vinstri hönd. Að lokum voru þeir látnir klæðast röndóttum fangabúningi og skipað í pláss í einum af fjölmörgum bröggum búðanna.

Eigurnar

Eigur fanganna voru flokkaðar og þær geymdar í bröggum í svokallaðri Kanada-deild í Auschwitz-Birkenau.

Allar eigur gerðar upptækar

Sérstakur hópur fanga frá „Sonderkommando“ búðanna fékk það verkefni að fara í gegnum farangur hinna nýkomnu og flokka eigur þeirra. Klæði, skófatnaður og skartgripir lágu í stórum hrúgum til þess að nýta mætti það annars staðar í Þriðja ríkinu. Þegar flokkuninni var lokið voru lang flestir eigendur þegar dauðir.

Dauðadæmd

Þeir gyðingar sem læknar mátu óhæfa til vinnu voru sendir beint í gasklefana.

Beint í gasklefana

Mestur hluti gyðinganna – einkum konur, börn, veikir, fatlaðir og aldraðir – voru skoðaðir af SS læknum og sendir áfram til gasklefa búðanna. Fyrst voru gyðingarnir látnir afklæðast og þeim sagt að þeir væru að fara í sturtu. Enginn hafði hugmynd um að þetta væru gasklefar.

Biðin

Gyðingarnir vissu ekki hvað beið þeirra meðan þeir sátu í græna lundinum fyrir framan gasklefana.

Græn biðstofa dauðans

Um sumarið 1944 lentu nasistar í Auschwitz-Birkenau í nokkrum vanda: Gasklefarnir og líkbrennslurnar voru ekki nógu afkastamiklar til að anna öllum þeim gyðingum sem komu með lestunum frá Ungverjalandi. Því fengu sumir gyðingar að upplifa rólega stund í lundi einum fyrir framan gasklefana.

Síðasta augnablikið

Frá 1944 voru öll börn undir 14 ára aldri sjálfkrafa metin vanhæf til vinnu og send í gasklefana.

Biðtíminn loks á enda

Þegar ekkert pláss var lengur í „búningaklefanum“ var fólkið sem beið örlaga sinna flutt til gasklefanna. Þjóðverjar fluttu 216.000 börn gyðinga undir 18 ára aldri til Auschwitz-Birkenau. Lang flest þeirra voru strax send í gasklefana, önnur voru tilraunadýr hjá hinum viðurstyggilega dr. Joseph Mengele.

LESTU EINNIG

Uppgötvunin

Lily uppgötvaði bræður sína á einni myndinni. Árið 1980 ánafnaði hún Auschwitz-myndaalbúminu til ísraelskra yfirvalda.

Lily Jakob finnur fjölskyldu sína

Þegar Lily Jakob fletti í Auschwitz myndaalbúminu uppgötvaði hún mynd af Sril og Selik – tveimur bræðrum hennar – í kösinni fyrir framan lestarvagnana. Þeir voru báðir sendir í gasklefana. Á árunum eftir síðari heimsstyrjöldina leituðu margir sem lifað höfðu hremmingarnar af til Lily í von um að finna mynd af ástvinum sínum sem hurfu sporlaust í helförinni.

Lestu meira um Auschwitz-myndaalbúmið HÉR 

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: ANDREAS ABILDGAARD

© Yad Vashem “The Auschwitz Album”. © Mauro Piccardi/Imageselect.

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Hafa plöntur skilningarvit?

Lifandi Saga

Stærstu hneykslismál Óskarsins frá upphafi

Maðurinn

Er betra að klæðast blautum fatnaði en engu í vetrarkulda?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Lifandi Saga

Ris og fall Zeppelin loftskipanna

Náttúran

Hafa hvalir einhver hár?

Maðurinn

Víkingar hirtu vel um tennur sínar

Maðurinn

Viðamikil rannsókn: Oftar gripið fram í fyrir stjórnmálakonum en -mönnum

Heilsa

Vísindamenn að baki víðtækrar rannsóknar: Áhugaverðir kostir við vatnsdrykkju

Lifandi Saga

Fangar í útrýmingarbúðum fölsuðu peninga fyrir nasista

Alheimurinn

Júpíter: Risinn í sólkerfinu

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is