Samkvæmt bandarískum rannsóknum er ekki unnt að ákvarða neina örugga fjarlægð frá sígarettureyk.
Sem sagt: Þegar þú finnur lyktina færðu í þig allt að 7.000 eiturefni.
Bandaríska fyrirtækið Inogen sem framleiðir súrefnistæki fyrir fólk með takmarkaða lungnagetu, hefur gert tilraunir með eindateljara utanhúss. Þótt tilraunin sýndi að hættulegum eindum fækkaði með aukinni fjarlægð frá reykingamanninum var eindamagn í loftinu enn 46% hærra en annars staðar í 8 metra fjarlægð frá sígarettunni
Óbeinar reykingar skaða viðkvæma hópa
Óbeinar reykingar auka hættuna á lungnakrabba. Það sýndi t.d. viðamikil greining sem opinberuð var 2018 en þar voru bornar saman niðurstöður 40 mismunandi rannsókna.
Greiningin sýndi að konur eru í meiri hættu því auk lungnakrabbans eykst líka hættan á brjóstakrabba.
Óbeinar reykingar hafa líka verið tengdar við aukna áhættu á heilablóðfalli, einkum hjá fólki sem reglubundið fær í sig reyk frá öðrum.
Sígarettureykur bitnar afar illa á börnum, þar eð þau anda að sér meira lofti á hvert kíló líkamsþyngdar en fullorðnir. Eldra fólk er líka í meiri hættu vegna lakara ónæmiskerfis og almennt verri heilsu.
Óbeinar reykingar auka líka hættu fólks með hjarta- og æðasjúkdóma á enn alvarlegri sjúkdómum og hjá ófrískum konum hafa óbeinar reykingar tengsl við lága fæðingarþyngd.
Reykurinn fullur af eitri
Kolsýringur: Dregur úr súrefnismagni í blóði.
- Tjara: Veldur lungnakrabba og öndunarfærasjúkdómum
- Kadmíum: Eykur líkur á beinþynningu.
- Blý: Veldur heilaskaða og greindarskerðingu hjá börnum.