Glæpir

Leyndardómurinn kringum Rockefeller-erfingjann

Auðkýfingssonurinn Michael Rockefeller hvarf af yfirborði jarðar í Hollensku Nýju-Gíneu árið 1961. Lík hans kom aldrei í leitirnar og brátt var úrskurðað að hann hefði drukknað. Ýmislegt þykir þó benda til þess að örlög Rockefellers hafi verið öllu grimmilegri.

BIRT: 03/09/2023

René Wassing leit á Michael Rockefeller og bað hann enn og aftur um að yfirgefa ekki bátinn. Ungu ævintýramennirnir tveir höfðu setið klofvega á kili bátsins í heilan sólarhring og beðið frétta af fylgdarmönnunum tveimur sem synt höfðu í land eftir aðstoð.

 

Klukkan var átta á sunnudagsmorgni hins 19. nóvember árið 1961 og Micael Rockefeller, 23 ára að aldri, hafði fengið sig fullsaddan af að sitja á bátnum úti fyrir ströndu Nýju-Gíneu.

Bát Michaels Rockefellers hvolfdi úti fyrir ströndu Nýju Gíneu hinn 18. nóvember árið 1961.

„Ég held að mér takist þetta“, sagði Rockefeller.

 

Hann taldi vera rösklega tíu kílómetra að ströndinni sem hann grillti í fjarska. Hann áleit sem svo að góður sundmaður gæti mæta vel synt þá vegalengd.

 

Ef hann lenti í vanda, treysti hann á tvo tóma bensíndunka sem hann hafði bundið við beltið sitt. Að öðru leyti var hann aðeins klæddur hvítum nærbuxum og var með þykku gleraugun sín.

„Asmat-þjóðflokkurinn er ein allsherjar ráðgáta með öllum sínum siðum og listmunum“

Michael Rockefeller um asmat þjóðflokkinn.

Báturinn hreyfðist eilítið þegar Rockefeller ýtti sér frá og tók fyrstu sundtökin í volgum sjónum. Að nokkrum klukkustundum liðnum var Bandaríkjamaðurinn kominn svo langt frá bátnum að vinur hans Wassing kom naumlega lengur auga á hann.

 

Næsta dag sótti björgunarbátur Wassing og hafin var umfangsmikil leit að Rockefeller. Auðmannssonurinn virtist hins vegar hafa sokkið í sjóinn.

 

Rockefeller ferðaðist til Nýju-Gíneu

Michael Rockefeller var langafabarn hins moldríka Johns D. Rockefellers sem var auðugasti maður veraldar undir lok 19. aldar en auður hans átti einkum rætur að rekja til olíufélags hans, Standard Oil.

 

Michael fæddist árið 1938 og ólst upp á ríkmannlegu heimili á Manhattan. Allt virtist ganga fjölskyldunni í haginn, ekki hvað síst föður hans, Nelson Rockefeller sem varð ríkisstjóri í New York-ríki þegar Michael var á unglingsaldri.

 

Michael hafði engan áhuga á að komast til metorða í viðskiptalífinu, né heldur á sviði stjórnmála, líkt og átti við um marga fjölskyldumeðlimi hans. Þess í stað hafði hann gífurlegan áhuga á listum og menningarsögu.

 

Árið 1960 hélt Michael til Hollensku Nýju-Gíneu, þar sem nú er indónesískur hluti risaeyjunnar í vesturhluta Kyrrahafs, í því skyni að rannsaka innfædda og list þeirra. Í ferð sinni heillaðist Michael af asmat-þjóðflokknum og ruddi sér leið inn í illfæran frumskóginn, ásamt 34 ára gömlum hollenskum mannfræðingi að nafni René Wassing, til að berja íbúana augum.

Michael Rockefeller heillaðist af menningu og listum Asmat-þjóðflokksins á unga aldri.

„Maður verður algerlega örmagna af að dvelja hér en það er ákaflega áhugavert. Asmat-þjóðflokkurinn er ein allsherjar ráðgáta með öllum sínum siðum og listmunum“, skráði Rockefeller í dagbók sína.

 

Asmat-ættflokkurinn lifði í suðvesturhluta Nýju Gíneu. Ættflokkarnir áttu oft í stríði hver við annan og Rockefeller komst að raun um að stríðsmennirnir hefðu fyrir sið að skera höfuðið af óvinum sínum og varðveita sem sigurtákn. Hann bætti svo við að þeir virtust leggja sér til munns þá stríðsmenn sem þeir felldu.

 

Mannætuþjóðflokkarnir reistu að sama skapi einstaklega fallega stólpa sem kölluðust „bisj“. Rockefeller hreifst mjög svo af asmat-ættflokknum og þegar hann kom heim til Bandaríkjanna aftur tók hann ákvörðun að snúa aftur suður á bóginn haustið 1961 og festa kaup á miklu magni af „bisj“.

 

„Þetta geri ég með það í huga að gera eitthvað ævintýralegt á þeim tíma sem orðið landamæri í orðsins fyllstu merkingu er í þann veginn að hverfa úr málinu“, sagði hann og lýsti því jafnframt yfir að hann vonaðist til að geta haft með sér „mikið magn gripa til New York“.

Meðlimir asmat-ættflokksins skáru út svonefnda „bisj“-stólpa forfeðrum sínum til heiðurs. Stólparnir voru skornir út í fenjatré og gátu verið allt að sex metra háir.

Víðtæk leit hófst

Rockefeller kom aftur til Hollensku Nýju-Gíneu í september árið 1961 og þar hitti hann Wassing. Þeir sigldu í tvo mánuði fram og til baka á ánum og einnig meðfram ströndinni, á frumstæðri tvíbytnu sem samanstóð af tveimur bátum sem spyrtir höfðu verið saman og útbúnir með utanborðsmótor. Rockefeller hafði safnað saman nokkrum „bisj“-stólpum, svo og fagurlega skreyttum vopnum og nokkrum myndskreyttum höfuðkúpum.

 

Laugardaginn 18. nóvember hvolfdi bátnum úti á opnu hafi og eftir sólarhring tók Rockefeller þá afdrifaríku ákvörðun að synda í land. Öllum ráðum var beitt til að freista þess að finna þennan fræga mann sem horfið hafði svo skyndilega.

 

„Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að finna hann“, mælti faðir Michaels, Nelson Rockefeller.

„Ég skrifaði biskupnum og hann bannaði mér að tala, þ.e. að segja frá málinu“.

Hubertus von Peij, hollenskur trúboði.

Brátt fóru að sveima flugvélar og þyrlur yfir frumskóginum, skip voru að leit meðfram strandlengjunni og vélbátar þutu upp eftir ánum. Að mánuði loknum var almennri leit hætt og þegar engar vísbendingar höfðu fundist árið 1964 var úrskurðað opinberlega að Michael Rockefeller hefði drukknað.

 

Michael Rockefeller hafði bundið við sig tvo tóma brúsa sem áttu að halda honum á floti og því furðuðu margir sig á því að lík hans fyndist ekki. Skýring yfirvalda var ofur einföld en að sama skapi grimmileg: Michael Rockefeller hefði sennilega endað ævi sína í skoltinum á hákarli eða sjávarkrókódíl.

LESTU EINNIG

Tilgáturnar lifa góðu lífi

Þar sem Rockefeller hafði horfið á svæði með mannætum og hausaveiðurum vaknaði sá skelfilegi grunur meðal almennings að auðmannssonurinn hefði lifað af sundferðina og síðan verið drepinn af stríðsmönnum á svæðinu.

 

Rockefeller-fjölskyldan þráði að fá einhver svör og lofaði 250.000 Bandaríkjadölum hverjum þeim til handa sem kynni að varpa ljósi á mannshvarfið. Árið 1979 réð fjölskyldan meira að segja leynilögreglumann sem fór alla leið til Nýju-Gíneu í því skyni að upplýsa málið. Lögreglumaðurinn var sagður hafa snúið aftur til New York með þrjár höfuðkúpur í farteskinu sem honum áskotnuðust hjá hausaveiðurum á svæðinu.

 

Ef marka má heimildaþætti sem sjónvarpsstöðin History Channel lét gera, voru höfuðkúpurnar rannsakaðar gaumgæfilega og var ein þeirra talin hafa tilheyrt Michael Rockefeller. Forsvarsmenn sjónvarpsstöðvarinnar héldu því að minnsta kosti fram að fjölskyldan hefði greitt einkaspæjaranum umsamda 250.000 dali en upp á það hljóðaði verðlaunaféð fyrir lausn hvarfsins.

Kvikmyndabútur frá árinu 1969 sýnir hvítan mann í bát ásamt stríðsmönnum frá Nýju Gíneu. Myndin birtist í heimildamynd árið 2011 og gerði það að verkum að margir töldu auðmannssoninn þá enn hafa verið á lífi.

Í raun og veru hefði verið unnt að ljóstra upp um örlög unga mannsins strax mánuði eftir hvarf hans. Hinn 9. desember árið 1961 var bankað upp á hjá hollenskum trúboða að nafni Hubertus von Peij í Nýju-Gíneu en sá hafði hitt Michael Rockefeller tveimur dögum áður en bát þess síðarnefnda hvolfdi. Félagi Hollendingsins sagði honum að það væru komnir gestir:

 

„Hérna eru menn sem vilja hitta þig. Þeir eru með skilaboð til þín“.

 

Gestirnir höfðu undarlegar fréttir að færa

Fjórir innfæddir gengu inn í kofa trúboðans. Tveir þeirra bjuggu í asmat-þorpinu Otsjanep sem var að finna nærri strandlengjunni sem Rockefeller hafði synt í átt að.

Gestirnir sögðu trúboðanum að einir 50 stríðsmenn frá Otsjanep hefðu séð hvítan mann veifa utan af sjónum að morgni sunnudagsins 19. nóvember þar sem þeir tóku sér hlé í bátum sínum nærri flóðmynni einu.

 

„Þið íbúar Otsjanep, þið eruð ávallt að tala um að fá höfuð af „tuan“ (hvítum manni, ritstj.). Gerið svo vel, hér er tækifærið“, á einn stríðsmannanna í bátnum að hafa sagt.

 

Þegar stríðmennirnir drógu hvíta manninn upp í bát sinn stakk einn þeirra manninn á hol með spjóti sínu.

 

Særði maðurinn öskraði af sársauka á leiðinni í land og einn asmat-stríðsmannanna veitti honum banastunguna þegar komið var til strandarinnar. Mennirnir skáru svo hvíta manninn í búta og matreiddu kjötstykkin yfir eldi, líkt og þeir voru vanir að gera með fjandmenn sína.

 

„Hvernig var maðurinn klæddur?“ spurði trúboðinn gesti sína.

 

Gestunum hafði einmitt fundist klæðnaður mannsins undarlegur því hann var í buxum sem enginn kannaðist við að hafa séð fyrr. Afar stuttum buxum án nokkurra vasa, þ.e. nærbuxum.

Mannát er stundað víðs vegar um heiminn

Víðs vegar um heiminn hefur mannát verið stundað gegnum tíðina, annað hvort vegna sérstakra siða og venja eða einfaldlega til að seðja versta sultinn, svo og vegna bragðsins.

Neanderdalsmenn voru mannætur

Beinafundur í Evrópu hefur leitt í ljós rispur eftir steináhöld og bitmerki af völdum tanna sem gefa til kynna að Neanderdalsmenn hafi lagt stund á mannát. Vísindamenn greinir hins vegar á um hvort mannát hafi verið hluti af helgisiðum eða verið stundað til að komast lífs af.

Astekar borðuðu stríðsfanga

Í Mið-Ameríku voru astekar þekktir fyrir miklar mannfórnir þar sem stríðsföngum var komið fyrir á fórnaraltörum áður en hjartað var skorið úr þeim. Að því loknu voru fangarnir étnir við trúarlega athöfn.

Höfðingjar snæddu óvini sína

Höfðingjar á Fiji-eyjum stunduðu mannát í minnst 2.500 ár. Þeir borðuðu kjötið af óvinum sínum til marks um völd, yfirráð og hefnd. Þess má geta að sérlegur gaffall var notaður við athöfnina. Hætt var að stunda mannát á eyjunum á 19. öld.

Mannakjöt þótti hið mesta lostæti

Zappo zap-þjóðin var einn margra ættbálka í Afríku sem stunduðu mannát allt fram á 20. öld. Um miðbik Afríku voru stundaðar mannaveiðar sökum þess að kjötið þótti svo mikið lostæti og þess má geta að bæði heilar og augu voru snædd.

„Hvar er höfuðið?“ spurði trúboðinn þá.

 

Maðurinn hafði dvalið á svæðinu í sex ár þegar þarna var komið sögu og vissi allt um þann sið asmat-þjóðflokksins að varðveita höfuðkúpu óvinarins.

 

„Hún hangir á húsinu hans Fins. Og hún er mjög lítil, einna líkust höfði af barni“.

 

Trúboðinn Peij velktist ekki lengur í vafa um örlög Michaels Rockefellers. Hann furðaði sig reyndar á því að Bandaríkjamaðurinn ungi hefði verið líflátinn því sumir hinna innfæddu höfðu hitt hann áður á svæðinu.

 

Skýring gestanna fjögurra var sú að þremur árum fyrr hefði hópur hollenskra landnema í hernaðarleiðangri myrt nokkra stríðsmenn í Otsjanep í því skyni að reyna að stöðva átök milli ættbálkanna.

 

Allar götur síðan hefðu stríðsmennirnir beðið eftir tækifæri til að hefna sín, meðal þeirra maður að nafni Fin. Í þeirra augum voru allir hvítir menn eins.

 

Að heimsókn fjórmenninganna lokinni sagði Peij samstarfsmanni sínum, trúboðanum Cornelius van Kessel, söguna.

 

Þá kom í ljós að Kessel hafði einnig heyrt um morðið á Rockefeller frá heimamönnum á svæðinu deginum áður. Kessel sendi fyrir vikið bréf til kirkjuyfirvalda í hollensku nýlendunni 15. desember 1961, þar sem hann notaði hástafi til að undirstrika alvöru málsins:

 

„Á ÞVÍ LEIKUR ENGINN VAFI AÐ ÍBÚAR FRÁ OTSJANEP HAFA MYRT OG ÉTIÐ MICHAEL ROCKEFELLER“.

 

Hollendingar leyndu sannleikanum

Báðir trúboðarnir gerðu sér í hugarlund að nú myndu yfirvöld senda fulltrúa sína á staðinn til að grafast fyrir um málið. Nýlendustjóranum, P.J. Plateel, barst skýrsla Kessels um morðin hinn 20. desember 1961 en engu að síður ritaði nýlendustjórinn eftirfarandi þann sama dag til Nelsons Rockefellers:

 

„Ekkert er hægt að aðhafast frekar“.

 

Hollenska ríkisstjórnin vildi sennilega leyna því að meðlimur hinnar virtu Rockefeller-fjölskyldu hefði verið myrtur á svo grimmilegan hátt.

 

Slíkur atburður hefði þótt ákaflega óþægilegur á þeim tíma er Hollendingar börðust fyrir að halda í nýlendu sína í Austurlöndum. Í þeirra augum var mikilvægt að sýna að þeir hefðu styrka stjórn á málum og þeir vildu jafnframt tryggja sér stuðning Bandaríkjanna.

Að lokinni 2. heimsstyrjöld börðust Hollendingar með kjafti og klóm fyrir að halda yfirráðum yfir nýlendunni á Nýju-Gíneu.

Hollendingar ríghéldu í Kyrrahafsnýlendu

Hollendingar höfðu haft völdin á vesturhluta Nýju-Gíneu frá árinu 1828. Á árunum upp úr 1960 fóru Indónesar aftur á móti að gera kröfu á svæðið.

 

Þó svo að Spánverjar og Portúgalar hafi verið fyrstu Evrópubúarnir sem stigu á land í Nýju-Gíneu á árunum upp úr 1520 lögðu Hollendingar vesturhluta eyjarinnar undir sig árið 1828. Svæðið varð þá hluti af yfirráðasvæði Hollendinga í Hollensku Austur-Indíum, þaðan sem Hollendingar fengu m.a. sykur, kaffi og hrísgrjón sem þeir fluttu með sér heim til Evrópu.

 

Nýja-Gínea samanstóð mestmegnis af illfærum fjöllum og frumskógi, þar sem innfæddir stríðsmenn á borð við asmat-ættflokkinn lifðu.

 

Einungis hlutar af nýlendunni höfðu verið skoðaðir að litlu leyti og sögusagnir um mannát héldu Hollendingum langt undan, að undanskildum hugrökkustu trúboðunum á eyjunni.

 

Að lokinni 2. heimsstyrjöld barðist hollenska ríkið fyrir yfirráðum yfir Hollensku Nýju-Gíneu. Þetta gerðu þeir þrátt fyrir að hafa glatað yfirráðum yfir öðrum nýlendum árið 1949, þegar Indónesía öðlaðist sjálfstæði eftir þrýsting frá alþjóðasamfélaginu.

 

Hollendingar beittu þeim rökum að innfæddir í Nýju-Gíneu væru hvort eð er ekki indónesískir en árið 1962 misstu þeir nýlenduna engu að síður. Ástæðan var sú að Sovétríkin á vettvangi SÞ kusu að styðja við kröfu Indónesa um yfirráð yfir svæðinu.

Upplýsingar trúboðans voru fyrir bragðið kæfðar niður og hálfrar aldar gamlar skýrslur Hollendinganna litu fyrst dagsins ljós þegar bandarískur blaðamaður að nafni Carl Hoffman fór að grafast fyrir um málið árið 2011. Hoffman hafði t.d. uppi á trúboðanum Hubertus von Peij og það losnaði heldur betur um málbeinið á honum.

 

„Ég ritaði biskupnum sem bannaði mér að tjá mig um málið. Ríkisstjórnin skammaðist sín og hélt munni og sjálfur sagði ég ekkert. Ég er hins vegar ekki í neinum vafa“, sagði Peij við Hoffman árið 2012.

 

Opinber skýring á hvarfi auðmannssonarins Michaels Rockefellers er þó enn drukknun.

Lesið meira um örlög Michaels Rockefellers

  • Carl Hoffman: Savage Harvest: A Tale of Cannibals, Colonialism, and Michael Rockefeller’s Tragic Quest, William Morrow Paperbacks, 2015

LESTU EINNIG

HÖFUNDUR: TROELS USSING , ANDREAS ABILDGAARD

© Granger/Imageselect & Shutterstock. © Wikimedia Commons & Shutterstock. © Javier Larrea AGE. © Dailymail.co.uk. © Charles R. Knight/Wikimedia Commons. © Codex Tudela/Wikimedia Commons. © Universal History Archive/Getty Images & Shutterstock. © GaHetNa (Nationaal Archief NL)/Wikimedia Commons. © Elisofon, Eliot/Wikimedia Commons.

Lifandi Saga

Brostu! Þetta er falin myndavél

Náttúran

Skynja dýr yfirvofandi náttúruhamfarir?

Náttúran

Skynja dýr yfirvofandi náttúruhamfarir?

Heilsa

Of lítið af þessari fæðutegund á meðgöngu getur aukið hættuna á að barnið fái ADHD

Heilsa

Of lítið af þessari fæðutegund á meðgöngu getur aukið hættuna á að barnið fái ADHD

Tækni

Óvinsæl flugsæti eru öruggust

Lifandi Saga

Búdda skapaði paradís – fyrir karla

Heilsa

Vísindamenn uppgötva óvænta orsök útbreiðslu krabbameins

NÝJASTA NÝTT

Lifandi Saga

Afþreying í gegnum tímann: Allt frá skylmingabardögum til sirkustrúða

Heilsa

Sorg getur breyst í sjúkdóm

Maðurinn

Þátttakendur umbreyttust í böðla

Heilsa

Eyrnasuð: Þig langar ekki að upplifa það á tónleikum

Náttúran

Hættulegar moskítóflugur í Evrópu

Náttúran

Risasveppur er stærri en 100 fótboltavellir

Alheimurinn

Yfirlitið: NASA nefnir 5 draumamarkmið

Menning

Vit og vitleysa: Þökk sé stjörnuspekinni-nei fræðinni

Alheimurinn

Kína yfirtekur bakhlið tunglsins

Náttúran

Hvernig komu skordýr fram á Jörðu?

Lifandi Saga

Afþreying í gegnum tímann: Allt frá skylmingabardögum til sirkustrúða

Heilsa

Sorg getur breyst í sjúkdóm

Maðurinn

Þátttakendur umbreyttust í böðla

Heilsa

Eyrnasuð: Þig langar ekki að upplifa það á tónleikum

Náttúran

Hættulegar moskítóflugur í Evrópu

Náttúran

Risasveppur er stærri en 100 fótboltavellir

Alheimurinn

Yfirlitið: NASA nefnir 5 draumamarkmið

Menning

Vit og vitleysa: Þökk sé stjörnuspekinni-nei fræðinni

Alheimurinn

Kína yfirtekur bakhlið tunglsins

Náttúran

Hvernig komu skordýr fram á Jörðu?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Maðurinn

Höfuðkúpan getur afhjúpað sjúkdóm

Maðurinn

Höfuðkúpan getur afhjúpað sjúkdóm

Lifandi Saga

Hreingerning í Þýskalandi:  Rætur nasisma átti að rífa upp með rótum

Lifandi Saga

Hreingerning í Þýskalandi:  Rætur nasisma átti að rífa upp með rótum

Náttúran

Geta plöntur fundið fyrir sársauka?

Náttúran

Óvænt uppgötvun á 130 ára gömlum tasmaníuúlfi

Tækni

Ormar spinna þræði sex sinnum sterkari en skothelt kevlarefni

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Vinsælast

1

Náttúran

Risasveppur er stærri en 100 fótboltavellir

2

Heilsa

Eyrnasuð: Þig langar ekki að upplifa það á tónleikum

3

Maðurinn

Þátttakendur umbreyttust í böðla

4

Heilsa

Sorg getur breyst í sjúkdóm

5

Náttúran

Hvernig komu skordýr fram á Jörðu?

6

Menning

Vit og vitleysa: Þökk sé stjörnuspekinni-nei fræðinni

1

Náttúran

Risasveppur er stærri en 100 fótboltavellir

2

Heilsa

Eyrnasuð: Þig langar ekki að upplifa það á tónleikum

3

Maðurinn

Þátttakendur umbreyttust í böðla

4

Heilsa

Sorg getur breyst í sjúkdóm

5

Náttúran

Hvernig komu skordýr fram á Jörðu?

6

Menning

Vit og vitleysa: Þökk sé stjörnuspekinni-nei fræðinni

Náttúran

Sníkill gæðir okkur fegurð

Læknisfræði

Ný tækni lokkar krabbafrumur úr felum

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Lifandi Saga

Mömmustrákur tryggði bandarískum konum kosningaréttinn

Lifandi Saga

13 ódauðleg kveðjuorð

Maðurinn

Er hættulegt að halda í sér prumpinu?

Heilsa

Mold undir nöglum barna skiptir máli fyrir ónæmiskerfið

Lifandi Saga

England og Frakkland: Bestu óvinir í þúsund ár

Jörðin

Er Ísland eftirstöðvar af sokknu meginlandi?

Maðurinn

Einkabörn eru með sérstakan heila

Alheimurinn

Satúrnus: Gasplánetan með hringina fögru

Alheimurinn

Sólmyrkvi 2024 – Hvað er það og hvenær sést hann á Íslandi?

Afþreying í gegnum tímann: Allt frá skylmingabardögum til sirkustrúða

Þúsundir hermanna skemmtu fjöldanum í Róm með banvænum bardögum, hirðfífl drógu úr pólitískri spennu á miðöldum og á 19. öld voru hirðfífl og „djögglarar“ meistarar afþreyingarinnar.

Lifandi Saga

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.